Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. maí 2015 12:15 Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Vísir/Valli Á sjöunda þúsund hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælafundurinn mun krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar. Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Sara Elísa Þórðardóttir, sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli, segir að krafa mótmælanna sé sú að ríkisstjórnin skili lyklunum. Hún segir það einnig kröfu fundarins að það verði gerðar miklar kerfisbreytingar. Hún mun sinna fundarstjórn á mótmælafundinum en auk hennar eru tveir ræðumenn sem munu ávarpa fundinn. „Ég reikna með þessum fjölda og jafnvel fleirum því ég veit að það er fólk sem er tregt til að melda sig opinberlega á Facebook út af áhyggjum í tengslum við atvinnurekendur, þannig að já, ég reikna alla vega með þeim fjölda” segir hún. Sara Elísa segist hafa boðað til mótmælanna til að óánægjuraddir þjóðarinnar fái að koma fram og heyrast. Hún segir að rúmlega 100 mismunandi ástæður fyrir mótmælunum hafi verið nefndar á Facebook-síðu fundarins. „Vegna þess að það ríkir mikil óánægja í samfélaginu með ástand mála og eins og sést á viðburðinum sem ég stofnaði, þar sem ég gaf fólki tækifæri til að skrifa niður ástæðurnar fyrir því að það er ekki ánægt með ástandið eins og það er í þjóðfélaginu og íslenskum stjórnmálum, þá eru komnar rúmlega 100 ástæður sem fólk hefur gefið upp,“ segir Sara Elísa. „Þær eru náttúrulega misjafnar fyrir hvern og einn en mínar voru þær að fólk fengi þessa rödd áheyrða, þessi óánægja sem er alveg kristaltær og nánast áþreifanleg í þjóðarfélaginu, að hún fengi tækifæri til að koma á framfæri.“ Fréttastofa verður á Austurvelli þegar fundurinn hefst og verður sent út beint frá mótmælunum á Vísi.is. Alþingi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Á sjöunda þúsund hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælafundurinn mun krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar. Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Sara Elísa Þórðardóttir, sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli, segir að krafa mótmælanna sé sú að ríkisstjórnin skili lyklunum. Hún segir það einnig kröfu fundarins að það verði gerðar miklar kerfisbreytingar. Hún mun sinna fundarstjórn á mótmælafundinum en auk hennar eru tveir ræðumenn sem munu ávarpa fundinn. „Ég reikna með þessum fjölda og jafnvel fleirum því ég veit að það er fólk sem er tregt til að melda sig opinberlega á Facebook út af áhyggjum í tengslum við atvinnurekendur, þannig að já, ég reikna alla vega með þeim fjölda” segir hún. Sara Elísa segist hafa boðað til mótmælanna til að óánægjuraddir þjóðarinnar fái að koma fram og heyrast. Hún segir að rúmlega 100 mismunandi ástæður fyrir mótmælunum hafi verið nefndar á Facebook-síðu fundarins. „Vegna þess að það ríkir mikil óánægja í samfélaginu með ástand mála og eins og sést á viðburðinum sem ég stofnaði, þar sem ég gaf fólki tækifæri til að skrifa niður ástæðurnar fyrir því að það er ekki ánægt með ástandið eins og það er í þjóðfélaginu og íslenskum stjórnmálum, þá eru komnar rúmlega 100 ástæður sem fólk hefur gefið upp,“ segir Sara Elísa. „Þær eru náttúrulega misjafnar fyrir hvern og einn en mínar voru þær að fólk fengi þessa rödd áheyrða, þessi óánægja sem er alveg kristaltær og nánast áþreifanleg í þjóðarfélaginu, að hún fengi tækifæri til að koma á framfæri.“ Fréttastofa verður á Austurvelli þegar fundurinn hefst og verður sent út beint frá mótmælunum á Vísi.is.
Alþingi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira