Handbolti

Óli Stef: Þurfum lurka í handboltann hér heima

Anton Ingi Leifsson skrifar
„Við þurfum lurka í handboltann hér heima," segir Ólafur Stefánsson, einn besta handboltamaður Íslands fyrr og síðar, en Ólafur stýrir Afrekshópi HSÍ sem nú er við æfingar.

„Fyrst er það leikskilningslegt. Kynna þeim aðeins hvernig á að hreyfa sig og þeir mæti ekki alveg kaldir þegar kallið kemur," sagði Ólafur í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Síðan erum við bara að presidenta þeim og segja þeim hvað er að vera handboltamaður. Að koma þessari hefð handboltans og uppá hvaða axlir þeir eru að klifra."

„Þeir þurfa að þekkja Geir Hallsteins til að komast í gegnum þetta prógram og svona eldri menn. Það er lágmarks kunnátta."

Íslenskir handboltamenn hafa dregist aftur út í líkamlegum styrk á síðustu árum. Ólafur segir það vissulega áhyggjuefni.

„Við erum þrisvar í viku með frábæran lyftingarþjálfara. Hann er að "snatcha" og "cleana" með þeim á Seltjarnanesi og þar eru stangirnar teknar út og nóg rými."

„Þar eru þeir í ólympískum lyftingum þrisvar í viku að ræða tækni. Við þurfm lurka og þetta er að verða lurkasport. Þessir fjórir í miðjunni þurfa að vera yfir hundrað kílóin og höndla  þá þyngd."

„Já, já, algjörlega. Þetta eru stórir hópar og við erum einnig að leita af mönnum sem geta komið strax inn og styrkja landsliðið um leið."

„Hinir hafa aðeins meiri tíma, en aðalatriðið er að þeir finni að það sé verið að hugsa um þá og þeir eigi stað fyrir utan klúbbinn. Þetta er skylda HSÍ að vera með þetta auk landsliðana og allt það," sagði Ólafur.

Allt viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.

Alla frétt Guðjóns Guðmundssonar úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum hér ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×