Með kramið hjarta á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 15:55 Óttar Proppé vill að þingmenn finni gleðina í hjarta sínu á ný eftir hörð átök síðustu daga. vísir/pjetur Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar, gerði eftirfarandi ljóðlínur Valgeirs Guðjónssonar að sínum á Alþingi í dag. „Hver getur læknað kramið hjarta, hver getur límt saman brotna sál, hver getur stutt stoltið særða, hver getur læknað kramið hjarta.“ Sagði Óttar að hjartað í honum væri að kremjast en hart hefur verið deilt á Alþingi seinustu daga vegna rammaáætlunar. Hefur stjórnarandstaðan ítrekað lagt fram breytingatillögur á dagskrá þingsins og hafa viljað færa aðra dagskrárliði fram yfir umræðu um rammaáætlun en stjórnarmeirihlutinn hefur alltaf fellt þær tillögur. Þingmenn hafa því rætt fundarstjórn forseta nær sleitulaust en Óttar sagði verk og ábyrgð Alþingis vera slík að þingmenn gætu ekki setið þar með kramið hjarta. Hann sagði enga mömmu vera á leiðinni og hvatti þingmenn til að finna gleðina í hjarta sér á ný. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, kvaddi sér þá hljóðs: „Forseti gerir nú undantekningu og leyfir sér að segja heyr, heyr.“ Svo virðist sem að forseti hafi svo breytt dagskrá þingsins því þegar umræðunni um fundarstjórn forseta lauk um hálffjögur í dag var farið í dagskrárlið þrjú, sérstaka umræðu um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs, og þar með hlaupið yfir áætlaða umræðu um rammaáætlun.Uppfært klukkan 16:20: Umræða um rammaáætlun er nú hafin og eru hátt í 20 þingmenn á mælendaskrá. Alþingi Tengdar fréttir Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu "Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ 22. maí 2015 14:42 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 "Enginn í uppnámi nema minnihlutinn“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill ekki meina að þingstörfin séu í uppnámi. 22. maí 2015 15:21 Segja Rammann ekki munu fara í gegn Enn hafa engir samningar náðst um þinglok og óvíst hvenær þinghaldi mun ljúka fyrir sumarið. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar, gerði eftirfarandi ljóðlínur Valgeirs Guðjónssonar að sínum á Alþingi í dag. „Hver getur læknað kramið hjarta, hver getur límt saman brotna sál, hver getur stutt stoltið særða, hver getur læknað kramið hjarta.“ Sagði Óttar að hjartað í honum væri að kremjast en hart hefur verið deilt á Alþingi seinustu daga vegna rammaáætlunar. Hefur stjórnarandstaðan ítrekað lagt fram breytingatillögur á dagskrá þingsins og hafa viljað færa aðra dagskrárliði fram yfir umræðu um rammaáætlun en stjórnarmeirihlutinn hefur alltaf fellt þær tillögur. Þingmenn hafa því rætt fundarstjórn forseta nær sleitulaust en Óttar sagði verk og ábyrgð Alþingis vera slík að þingmenn gætu ekki setið þar með kramið hjarta. Hann sagði enga mömmu vera á leiðinni og hvatti þingmenn til að finna gleðina í hjarta sér á ný. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, kvaddi sér þá hljóðs: „Forseti gerir nú undantekningu og leyfir sér að segja heyr, heyr.“ Svo virðist sem að forseti hafi svo breytt dagskrá þingsins því þegar umræðunni um fundarstjórn forseta lauk um hálffjögur í dag var farið í dagskrárlið þrjú, sérstaka umræðu um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs, og þar með hlaupið yfir áætlaða umræðu um rammaáætlun.Uppfært klukkan 16:20: Umræða um rammaáætlun er nú hafin og eru hátt í 20 þingmenn á mælendaskrá.
Alþingi Tengdar fréttir Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu "Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ 22. maí 2015 14:42 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 "Enginn í uppnámi nema minnihlutinn“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill ekki meina að þingstörfin séu í uppnámi. 22. maí 2015 15:21 Segja Rammann ekki munu fara í gegn Enn hafa engir samningar náðst um þinglok og óvíst hvenær þinghaldi mun ljúka fyrir sumarið. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu "Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ 22. maí 2015 14:42
Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44
"Enginn í uppnámi nema minnihlutinn“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill ekki meina að þingstörfin séu í uppnámi. 22. maí 2015 15:21
Segja Rammann ekki munu fara í gegn Enn hafa engir samningar náðst um þinglok og óvíst hvenær þinghaldi mun ljúka fyrir sumarið. 22. maí 2015 07:00