Innlent

Forseti Alþingis boðar þingstörf fram á sumar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. vísir/stefán
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfesti í forsetastól um tvöleytið að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi.

Ákvörðun forseta kemur í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðaði frumvarp um afnám gjaldeyrishafta í næstu viku. Til að svo megi vera og frumvarpið fáist afgreitt þarf Alþingi að funda fram á sumar. Sú verður raunin.

Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ósáttir við að starfsáætlun sé breytt án þess að fyrir liggi hve lengi Alþingi eigi að lifa fram á sumar.

„Við getum ekki gefið hæstvirtum ráðherrum opin tékka að geta unnið með sín mál langt fram eftir öllu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.

Forseti Alþingis sagðist ekki telja raunhæft að setja fram tilgátu um hvenær þingstörfum lykil. Til þess væru of margir óvissuþættir. Það væri hins vegar verkefni hans og annarra þingmanna að fækka álitaefnum svo hægt væri að búa til tímaramma um störf þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×