Það er ekki eitt, það er allt Benóný Harðarson skrifar 22. maí 2015 10:44 Íslenskt samfélag er í miklum vandræðum á þessari stundu. Verkföll standa yfir og verkföll fleiri starfsstétta eru yfirvofandi. Allt að 100.000 manns gætu verið í verkföllum í byrjun júní. Ríkisstjórn ríka fólksins, sem nú situr, hefur ekki grænan grun um það hvernig hún á að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin. Ríkisstjórnin leggur áherslu á það þessa dagana að koma fleiri virkjunarkostum í nýtingarflokk svo hægt sé að selja okkar dýrmætu náttúru á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, skemma náttúruperlur og gefa þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma fokkjúputtann. Auk þess leggur ríkisstjórnin áherslu á það að koma makrílkvóta til útgerðarmanna, þar sem nýtingarrétturinn verður festur til sex ára. Þessi málefni leggja ríkisstjórnarflokkarnir mesta áherslu á þessa dagana. Á meðan silfurskeiðardrengirnir reyna að koma þessum málum í gegn fyrir auðvaldið sitja mun mikilvægari mál á hakanum. Verkföll aðildarmanna BHM hafa staðið í næstum sjö vikur, heilbrigðiskerfið á erfitt og enn meiri hætta er yfirvofandi því hjúkrunarfræðingar eru líka á leiðinni í verkföll. Enginn samningsvilji er þó hjá ríkinu. Þegar læknar voru í verkföllum var mikil áhersla lögð á það að semja við þá. „Læknar eru svo mikilvæg stétt,“ sögðu þeir sem stjórna landinu en nú, þegar fjölmennar kvennastéttir eins og geislafræðingar, ljósmæður og lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli í næstum sjö vikur, er samningsviljinn enginn. Maður spyr sig hvort karlremban sé að fara með silfurskeiðardrengina. Finnst þeim einfaldlega ekki jafn mikilvægt að konur fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu? Karlremban er víða hjá þeim Sigmundi Davíð og Bjarna. Þeir hafa barið Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra til hlýðni, Bjarni hefur reynt að kúga Eygló Harðardóttur til að draga húsnæðisframvörp til baka, en hún hefur þó staðið í lappirnar í þessu máli. Það er þó ótrúlegt að hún sé ekki búin að segja af sér, því hún hefur greinilega engan stuðning frá þeim sem sitja með henni í ríkisstjórn. Á meðan á þessu öllu saman stendur reyna Samtök atvinnulífsins að plata launafólk til að lengja dagvinnutímabilið. Þeir ætla ekki að borga hærri laun - þeim finnst þeir brauðmolar sem þeir henda í fólk í dag nefnilega vera miklu meira en nóg. Þeir vilja að hinn almenni launamaður sé á skítalaunum svo að eigendur og stjórnendur fyrirtækja fái enn stærri hærri launatékka. Þú ert nefnilega ekki alvöru forstjóri nema að vera með að minnsta kosti tíföld laun verkamanna. Með þessum aðgerðum eykst ójöfnuður í samfélaginu enn meira Ríkisstjórnin sem nú situr er mynduð til að passa upp á hagsmuni þeirra ríku og hún er hættuleg samfélaginu okkar. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra ætla að mylja niður heilbrigðiskerfið og einkavæða það, þeir ætla að tryggja að útgerðarmenn fái enn stærri hluta af kökunni, þeir ætla að tryggja það að náttúruperlur verði eyðilagðar svo hægt sé að selja ódýra orku til auðvaldsins, þeir ætla að tryggja það að ríka fólkið verði ríkara og fátækara fólkið fátækara og þeir ætla að tryggja það að launamunur kynjanna verði áfram viðvarandi. Það þarf að koma ríkisstjórninni frá fyrir íslenskt samfélag, fyrir náttúruna, unga fólkið og komandi kynslóðir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er í miklum vandræðum á þessari stundu. Verkföll standa yfir og verkföll fleiri starfsstétta eru yfirvofandi. Allt að 100.000 manns gætu verið í verkföllum í byrjun júní. Ríkisstjórn ríka fólksins, sem nú situr, hefur ekki grænan grun um það hvernig hún á að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin. Ríkisstjórnin leggur áherslu á það þessa dagana að koma fleiri virkjunarkostum í nýtingarflokk svo hægt sé að selja okkar dýrmætu náttúru á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, skemma náttúruperlur og gefa þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma fokkjúputtann. Auk þess leggur ríkisstjórnin áherslu á það að koma makrílkvóta til útgerðarmanna, þar sem nýtingarrétturinn verður festur til sex ára. Þessi málefni leggja ríkisstjórnarflokkarnir mesta áherslu á þessa dagana. Á meðan silfurskeiðardrengirnir reyna að koma þessum málum í gegn fyrir auðvaldið sitja mun mikilvægari mál á hakanum. Verkföll aðildarmanna BHM hafa staðið í næstum sjö vikur, heilbrigðiskerfið á erfitt og enn meiri hætta er yfirvofandi því hjúkrunarfræðingar eru líka á leiðinni í verkföll. Enginn samningsvilji er þó hjá ríkinu. Þegar læknar voru í verkföllum var mikil áhersla lögð á það að semja við þá. „Læknar eru svo mikilvæg stétt,“ sögðu þeir sem stjórna landinu en nú, þegar fjölmennar kvennastéttir eins og geislafræðingar, ljósmæður og lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli í næstum sjö vikur, er samningsviljinn enginn. Maður spyr sig hvort karlremban sé að fara með silfurskeiðardrengina. Finnst þeim einfaldlega ekki jafn mikilvægt að konur fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu? Karlremban er víða hjá þeim Sigmundi Davíð og Bjarna. Þeir hafa barið Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra til hlýðni, Bjarni hefur reynt að kúga Eygló Harðardóttur til að draga húsnæðisframvörp til baka, en hún hefur þó staðið í lappirnar í þessu máli. Það er þó ótrúlegt að hún sé ekki búin að segja af sér, því hún hefur greinilega engan stuðning frá þeim sem sitja með henni í ríkisstjórn. Á meðan á þessu öllu saman stendur reyna Samtök atvinnulífsins að plata launafólk til að lengja dagvinnutímabilið. Þeir ætla ekki að borga hærri laun - þeim finnst þeir brauðmolar sem þeir henda í fólk í dag nefnilega vera miklu meira en nóg. Þeir vilja að hinn almenni launamaður sé á skítalaunum svo að eigendur og stjórnendur fyrirtækja fái enn stærri hærri launatékka. Þú ert nefnilega ekki alvöru forstjóri nema að vera með að minnsta kosti tíföld laun verkamanna. Með þessum aðgerðum eykst ójöfnuður í samfélaginu enn meira Ríkisstjórnin sem nú situr er mynduð til að passa upp á hagsmuni þeirra ríku og hún er hættuleg samfélaginu okkar. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra ætla að mylja niður heilbrigðiskerfið og einkavæða það, þeir ætla að tryggja að útgerðarmenn fái enn stærri hluta af kökunni, þeir ætla að tryggja það að náttúruperlur verði eyðilagðar svo hægt sé að selja ódýra orku til auðvaldsins, þeir ætla að tryggja það að ríka fólkið verði ríkara og fátækara fólkið fátækara og þeir ætla að tryggja það að launamunur kynjanna verði áfram viðvarandi. Það þarf að koma ríkisstjórninni frá fyrir íslenskt samfélag, fyrir náttúruna, unga fólkið og komandi kynslóðir!
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar