ML flýtir útskriftarathöfn vegna yfirvofandi verkfalls Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. maí 2015 20:54 Þessir nemendur útskrifuðust ekki úr Menntaskólanum að Laugarvatni. Vísir Útskrift nemenda frá Menntaskólanum að Laugarvatni verður flýtt vegna hugsanlegs verkfalls Flóabandalagsins, VR og LÍV. Verkfallið mun hafa áhrif á flugsamgöngur en sem dæmi má nefna sjá starfsmenn VR og Eflingar um innritun á Keflavíkurflugvelli. Verkfallið hefur verið boðað dagana 30. maí og 1. júní. Stúdentar hugðust halda í útskriftarferð í byrjun júní en ferðinni var flýtt vegna yfirvofandi verkfalls. Hún verður því farin síðdegis þann 30. maí. Brautskráningin átti að hefjast klukkan 14.00 þann dag en skólinn ákvað að taka tillit til útskriftarferðarinnar og var því athöfninni flýtt til 11.00. Verkfall hefði raskað ferðaáætlun hópsins talsvert eins og það kemur til með að gera fyrir fleiri ferðamenn verði það að veruleika.Sjá einnig: Þessu áttu rétt á ef flugið þitt verður fellt niður vegna verkfalla Samningaviðræðum Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, LÍV og Flóabandalagið var slitið hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær. SA sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem samtökin segja vandséð að hægt sé að koma í veg fyrir víðtæk verkföll verkalýðsstéttarinnar úr þessu. Verkföllin 30. maí og 1. júní munu koma ferðamannaiðnaðinum talsvert illa. Óvíst er hvort þörf verði á að aflýsa öllum flugferðum í gegnum Keflavíkurflugvöll dagana sem starfsmenn flugafgreiðslu yrðu í verkfalli, en þeir sjá meðal annars um eldsneytisafgreiðslu og innritun farþega.Sjá einnig: Gæti þurft að fresta öllu flugi Ljóst er að verkfallið er þegar farið að hafa áhrif á ferðaáætlanir Íslendinga ef litið er til dæmis á útskriftarnema Menntaskólans að Laugarvatni. Útskriftarhátíð Menntaskólans að Laugarvatni lýkur um kl. 12:30 og í framhaldi af henni er, svo sem venja er, boðið til kaffisamsætis í matsal skólans. Hátíðakvöldverður júbílanta verður með sama sniði og á sama tíma og venja segir til um. Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Útskrift nemenda frá Menntaskólanum að Laugarvatni verður flýtt vegna hugsanlegs verkfalls Flóabandalagsins, VR og LÍV. Verkfallið mun hafa áhrif á flugsamgöngur en sem dæmi má nefna sjá starfsmenn VR og Eflingar um innritun á Keflavíkurflugvelli. Verkfallið hefur verið boðað dagana 30. maí og 1. júní. Stúdentar hugðust halda í útskriftarferð í byrjun júní en ferðinni var flýtt vegna yfirvofandi verkfalls. Hún verður því farin síðdegis þann 30. maí. Brautskráningin átti að hefjast klukkan 14.00 þann dag en skólinn ákvað að taka tillit til útskriftarferðarinnar og var því athöfninni flýtt til 11.00. Verkfall hefði raskað ferðaáætlun hópsins talsvert eins og það kemur til með að gera fyrir fleiri ferðamenn verði það að veruleika.Sjá einnig: Þessu áttu rétt á ef flugið þitt verður fellt niður vegna verkfalla Samningaviðræðum Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, LÍV og Flóabandalagið var slitið hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær. SA sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem samtökin segja vandséð að hægt sé að koma í veg fyrir víðtæk verkföll verkalýðsstéttarinnar úr þessu. Verkföllin 30. maí og 1. júní munu koma ferðamannaiðnaðinum talsvert illa. Óvíst er hvort þörf verði á að aflýsa öllum flugferðum í gegnum Keflavíkurflugvöll dagana sem starfsmenn flugafgreiðslu yrðu í verkfalli, en þeir sjá meðal annars um eldsneytisafgreiðslu og innritun farþega.Sjá einnig: Gæti þurft að fresta öllu flugi Ljóst er að verkfallið er þegar farið að hafa áhrif á ferðaáætlanir Íslendinga ef litið er til dæmis á útskriftarnema Menntaskólans að Laugarvatni. Útskriftarhátíð Menntaskólans að Laugarvatni lýkur um kl. 12:30 og í framhaldi af henni er, svo sem venja er, boðið til kaffisamsætis í matsal skólans. Hátíðakvöldverður júbílanta verður með sama sniði og á sama tíma og venja segir til um.
Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira