Óttast að tekjulægri borgi skattalækkanirnar Linda Blöndal skrifar 30. maí 2015 19:30 Fjármagn til skattalækkana og uppbyggingar félagslegs húsnæðis er ekki á fjárlögum en ríkisstjórnin kynnti áform þess efnis í gær að lækka skatta og byggja félagslegt húsnæði. Árni Páll Árnason, segist óttast að kostnaðurinn lendi á þjónustugjöldum í heilbrigðiskerfinu.Bótaþegar sitji eftirFormenn stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra kynntu í gær aðgerðir í tengslum við kjarasamninga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélögin. Tekjuskattur á kjörtímabilinu verður lækkaður um næstum 16 milljarða, sem svarar til tæpra þrettán prósenta af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður sagði að í svörum fjármálaráðherra í vikunni á Alþingi hefði komið fram að bótaþegum yrðu ekki tryggð lágmarkslaun. Efasemdir um að nóg sé gert„Stærsta spurningin er að sjálfsögðu sú, verður öllum tryggt að þeir náði þessum þrjú hundruð þúsund krónum í lok samningstímans sem stefnt er að því að tryggja. Því miður virðist það ljóst, eftir því sem ríkisstjórnin segir að það muni ekki gilda um aldraða, öryrkja og atvinnulausa. Svo er líka spurning hvort það sé nægjanlega vel í lag varðandi húsnæðismálin og ég hef miklar efasemdir um að svo sé", sagði Árni Páll í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það er margt eftir óljóst í þeim málaflokki", segir hann. Ekki í fjárlögumUm 2,5 milljarðar fara árlega næstu fjögur árin í uppbyggingu 2300 félagslegra íbúða og 2 milljarðar fara í annan kostnað vegna aukinna húsnæðis bóta. Aðgerðirnar munu kosta alls 34 milljarða króna á næstu fjórum árum. „Það er hvergi gert ráð fyrir þessu í fjárlögum og við höfum séð ríkisstjórnina hingað til fara mjög öfugsnúna leið þegar kemur að því loka gati eins og því sem blasir nú við að brúa. Það hefur ríkisstjórnin gert með því að auka almennar álögur á fólk, óháð því hvaða tekjur það hefur. Það væri auðvitað hræðilega niðurstaða að ef afleiðingin af þessari breytingu, sem vissulega mun nýtast vel millitekjufólki, að ef afleiðingin yrði að við myndum á endanum borga fyrir þetta allt sjálf með því að það verði bara dýrara að fara til læknis og kaupa lyf", segir Árni Páll og slíkt myndi bitna allra þyngst á þeim sem ríkisstjórnin ætlar að skilja eftir, það er að segja, öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum. Tillögur um bótakerfið kynntar í sumarStarfshópur sem vinnur að breytingum á bótakerfi öryrkja og aldraðra mun skila af sér tillögum til ríkisstjórnarinnar síðsumars en ekki er víst hvaða línur verða lagðar þá nema að lagt verður til að ellilífeyrisaldur muni hækka yfir langan tíma. Útfærslur á aðgerðunum í gær eru um margt óljósar enn en Árni Páll telur að svo virðist sem þær séu til þes fallnar að vinna gegn jöfnuði meðal tekjuhópa. Alþingi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Fjármagn til skattalækkana og uppbyggingar félagslegs húsnæðis er ekki á fjárlögum en ríkisstjórnin kynnti áform þess efnis í gær að lækka skatta og byggja félagslegt húsnæði. Árni Páll Árnason, segist óttast að kostnaðurinn lendi á þjónustugjöldum í heilbrigðiskerfinu.Bótaþegar sitji eftirFormenn stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra kynntu í gær aðgerðir í tengslum við kjarasamninga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélögin. Tekjuskattur á kjörtímabilinu verður lækkaður um næstum 16 milljarða, sem svarar til tæpra þrettán prósenta af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður sagði að í svörum fjármálaráðherra í vikunni á Alþingi hefði komið fram að bótaþegum yrðu ekki tryggð lágmarkslaun. Efasemdir um að nóg sé gert„Stærsta spurningin er að sjálfsögðu sú, verður öllum tryggt að þeir náði þessum þrjú hundruð þúsund krónum í lok samningstímans sem stefnt er að því að tryggja. Því miður virðist það ljóst, eftir því sem ríkisstjórnin segir að það muni ekki gilda um aldraða, öryrkja og atvinnulausa. Svo er líka spurning hvort það sé nægjanlega vel í lag varðandi húsnæðismálin og ég hef miklar efasemdir um að svo sé", sagði Árni Páll í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það er margt eftir óljóst í þeim málaflokki", segir hann. Ekki í fjárlögumUm 2,5 milljarðar fara árlega næstu fjögur árin í uppbyggingu 2300 félagslegra íbúða og 2 milljarðar fara í annan kostnað vegna aukinna húsnæðis bóta. Aðgerðirnar munu kosta alls 34 milljarða króna á næstu fjórum árum. „Það er hvergi gert ráð fyrir þessu í fjárlögum og við höfum séð ríkisstjórnina hingað til fara mjög öfugsnúna leið þegar kemur að því loka gati eins og því sem blasir nú við að brúa. Það hefur ríkisstjórnin gert með því að auka almennar álögur á fólk, óháð því hvaða tekjur það hefur. Það væri auðvitað hræðilega niðurstaða að ef afleiðingin af þessari breytingu, sem vissulega mun nýtast vel millitekjufólki, að ef afleiðingin yrði að við myndum á endanum borga fyrir þetta allt sjálf með því að það verði bara dýrara að fara til læknis og kaupa lyf", segir Árni Páll og slíkt myndi bitna allra þyngst á þeim sem ríkisstjórnin ætlar að skilja eftir, það er að segja, öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum. Tillögur um bótakerfið kynntar í sumarStarfshópur sem vinnur að breytingum á bótakerfi öryrkja og aldraðra mun skila af sér tillögum til ríkisstjórnarinnar síðsumars en ekki er víst hvaða línur verða lagðar þá nema að lagt verður til að ellilífeyrisaldur muni hækka yfir langan tíma. Útfærslur á aðgerðunum í gær eru um margt óljósar enn en Árni Páll telur að svo virðist sem þær séu til þes fallnar að vinna gegn jöfnuði meðal tekjuhópa.
Alþingi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira