Femínismi lifir góðu lífi á Íslandi í dag Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2015 20:57 „Ég held að það sé engan veginn hægt að segja að femínismi sé núna eitthvað sem fólki hugnast ekki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Íslandi í dag þar sem hún ræddi stöðu femínisma á Íslandi við Snærós Sindradóttur blaðamann og Eddu Sif Pálsdóttur og Sindra Sindrason þáttastjórnendur. Tilefnið var bakþanki eftir Ólöfu Skaftadóttur, Femínisti segir af sér, sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Ólöf ákveðinn hóp kvenfólks hafa skipað sig talsmenn helmings þjóðarinnar, farið með sleggjudómum og þaggað niður sjónarmið sem ekki hentar þeirra umræðu. Þær Snærós og Hildur voru sammála um að femínismi lifi góðu lífi í byltingum á borð við #freethenipple, Beauty tips-umræðuna og #6dagsleikinn. Að baki þeim standa ungar konur sem vilja bylta og breyta íslensku samfélagi til góðs. Hildur sagði skilgreiningarvanda hafa gert baráttunni erfitt fyrir um nokkurt skeið og nefndi til að mynda að fyrir nokkrum árum voru pólitíkusar spurðir hvort þeir væru femínistar. Ef þeir sögðust ekki vera femínistar fengu þeir að finna fyrir því. Hildur sagði ýmsar leiðir vera til staðar til að ná fram jafnrétti kynjanna. „Mér leiðist pínu að í þessum málum eiga allar konur að vera sammála,“ sagði Hildur og nefndi til að mynda að allir séu sammála um að hér á landi eigi að vera gott heilbrigðiskerfi en engu að síður sé umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum um það hvernig eigi að ná því. „Af hverju er ekki í boði að konur séu ósammála um hvernig við eflum konur á vinnumarkaði,“ spurði Hildur en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. #FreeTheNipple Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
„Ég held að það sé engan veginn hægt að segja að femínismi sé núna eitthvað sem fólki hugnast ekki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Íslandi í dag þar sem hún ræddi stöðu femínisma á Íslandi við Snærós Sindradóttur blaðamann og Eddu Sif Pálsdóttur og Sindra Sindrason þáttastjórnendur. Tilefnið var bakþanki eftir Ólöfu Skaftadóttur, Femínisti segir af sér, sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Ólöf ákveðinn hóp kvenfólks hafa skipað sig talsmenn helmings þjóðarinnar, farið með sleggjudómum og þaggað niður sjónarmið sem ekki hentar þeirra umræðu. Þær Snærós og Hildur voru sammála um að femínismi lifi góðu lífi í byltingum á borð við #freethenipple, Beauty tips-umræðuna og #6dagsleikinn. Að baki þeim standa ungar konur sem vilja bylta og breyta íslensku samfélagi til góðs. Hildur sagði skilgreiningarvanda hafa gert baráttunni erfitt fyrir um nokkurt skeið og nefndi til að mynda að fyrir nokkrum árum voru pólitíkusar spurðir hvort þeir væru femínistar. Ef þeir sögðust ekki vera femínistar fengu þeir að finna fyrir því. Hildur sagði ýmsar leiðir vera til staðar til að ná fram jafnrétti kynjanna. „Mér leiðist pínu að í þessum málum eiga allar konur að vera sammála,“ sagði Hildur og nefndi til að mynda að allir séu sammála um að hér á landi eigi að vera gott heilbrigðiskerfi en engu að síður sé umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum um það hvernig eigi að ná því. „Af hverju er ekki í boði að konur séu ósammála um hvernig við eflum konur á vinnumarkaði,“ spurði Hildur en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
#FreeTheNipple Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda