Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum.
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í kvöld. Frumvarpið kemur frá nefndinni sem hefur unnið að málinu í samvinnu við Seðlabanka Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Fundurinn er í beinni útsendingu á Vísi en hér að neðan má lesa frumvarpið sem til umræðu verður á Alþingi í kvöld.
Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um
Tengdar fréttir
Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta
Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra.
Bein útsending klukkan 22: Afnám hafta á dagskrá Alþingis
Boðað hefur verið til þingfundar þar sem reikna má með því að Bjarni Benediktsson kynni frumvörp er varða afnám tæplega sjö ára gjaldeyrishafta.