Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júní 2015 12:30 Guðbjörg Ríkey stóð einnig fyrir Frelsum geirvörtuna viðburði í Laugardalslauginni í vetur. Vísir/Aðsend/Vilhelm Átta ungar konur hafa boðað til áframhaldandi brjóstabyltingar á Austurvelli um næstu helgi. Forsvarskona verkefnisins segir brjóstabyltinguna á Twitter hafa verið lítið skref í að breyta venjum samfélagsins á þá vegu að framvegis verði alvanalegt að konur séu berbrjósta. Yfir 1100 manns hafa boðað komu sína. „Nú er bara að stíga þetta skrefinu lengra og breyta þessu í alvöru,“ segir Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir en hún skipuleggur viðburðinn ásamt sjö öðrum konum. Þær fengu styrk frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að prenta hönnun listamannsins Sunnu Ben á boli sem seldir verða á viðburðinum og til að halda tónleika. Auk Guðbjargar standa fyrir viðburðinum þær Stefanía Pálsdóttir, Nanna Hermannsdóttir, Sóley Sigurjónsdóttir, Hildur Harðardóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Azra Crnac og Karen Björk Eyþórsdóttir.Einfalt mál „Við Stefanía vorum að ræða um þetta í vetur, að okkur langaði að gera eitthvað svona,“ segir Guðbjörg en þær stöllur furðuðu sig á því að karlmenn mættu ganga berir að ofan en konur þyrftu að hylja líkama sína. „Svo þegar byltingin byrjaði á Twitter þá ákváðum við að drífa í þessu. Breyta samfélaginu í alvörunni. Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ Hún nefnir sólardaga. Þá vilji konur alveg eins og karlar sóla líkama sinn. Hún nefnir einnig brjóstagjöf kvenna. „Það ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál að konur gefi á brjóst á almannafæri. Þetta er það fyrsta sem við öll gerum þegar við komum í heiminn en samt er það eitthvað tabú.“ Byltingin miðar einnig að því að útrýma hefndarklámi með því að afklámvæða brjóst og taka valdið þar með úr höndum gerenda. „Hrelliklám er notað til að niðurlægja og niðurlægingin er það sem gefur þessu eitthvað kikk. Free the nipple hreyfingin er vopn margra þeirra kvenna að segja: „Hér er ég, þú getur ekki notað líkama minn gegn mér.““Þessir bolir verða til sölu á Austurvelli næstu helgi en Sunna Ben hannaði þá.Vísir/AðsendAbsúrd að fimm ára börn séu sett í bikiní Viðburðurinn er innlegg inn í kvenréttindabaráttuna „Kvenréttindabarátta er mikilvæg á öllum vígstöðum. Það eru bara hundrað ár síðan konur fengu að kjósa, enn ríkir launamisrétti og kvenfyrirlitning finnst allstaðar. Það er mikilvægt að breyta þessu.“ Hún lítur á rétt kvenna til þess að ganga um berbrjósta sem frelsismál. „Það er líka fáránlegt þegar maður pælir í því að þegar litlar stelpur eru að fara í sund þá eru þær settar í bikiní, þó að þær séu bara fimm ára, það þarf samt að hylja þær. Þetta snýst greinilega ekkert um brjóstin heldur snýst þetta um að þetta eru konur. Þetta er svo absúrd.“ Margt breyttist eftir #freethenipple byltinguna á Twitter að sögn Guðbjargar. Hún nefnir viðburð sem hún og vinkonur hennar stóðu fyrir í Laugardalslauginni sömu helgi og byltingin átti sér stað. Áttu konur að mæta berar að ofan og taka byltinguna víðar en innan veggja internetheima. „Það mættu rosalega margar stelpur,“ segir Guðbjörg. „Viðbrögðin voru þannig að fyrst voru allir rosalega hissa en svo varð öllum alveg sama. Þetta venst bara og verður alveg venjulegt.“ Viðburðurinn á Austurvelli kallast Frelsum geirvörtuna - Berbrystingar sameinumst og hefst klukkan 13.00. #FreeTheNipple Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Átta ungar konur hafa boðað til áframhaldandi brjóstabyltingar á Austurvelli um næstu helgi. Forsvarskona verkefnisins segir brjóstabyltinguna á Twitter hafa verið lítið skref í að breyta venjum samfélagsins á þá vegu að framvegis verði alvanalegt að konur séu berbrjósta. Yfir 1100 manns hafa boðað komu sína. „Nú er bara að stíga þetta skrefinu lengra og breyta þessu í alvöru,“ segir Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir en hún skipuleggur viðburðinn ásamt sjö öðrum konum. Þær fengu styrk frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að prenta hönnun listamannsins Sunnu Ben á boli sem seldir verða á viðburðinum og til að halda tónleika. Auk Guðbjargar standa fyrir viðburðinum þær Stefanía Pálsdóttir, Nanna Hermannsdóttir, Sóley Sigurjónsdóttir, Hildur Harðardóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Azra Crnac og Karen Björk Eyþórsdóttir.Einfalt mál „Við Stefanía vorum að ræða um þetta í vetur, að okkur langaði að gera eitthvað svona,“ segir Guðbjörg en þær stöllur furðuðu sig á því að karlmenn mættu ganga berir að ofan en konur þyrftu að hylja líkama sína. „Svo þegar byltingin byrjaði á Twitter þá ákváðum við að drífa í þessu. Breyta samfélaginu í alvörunni. Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ Hún nefnir sólardaga. Þá vilji konur alveg eins og karlar sóla líkama sinn. Hún nefnir einnig brjóstagjöf kvenna. „Það ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál að konur gefi á brjóst á almannafæri. Þetta er það fyrsta sem við öll gerum þegar við komum í heiminn en samt er það eitthvað tabú.“ Byltingin miðar einnig að því að útrýma hefndarklámi með því að afklámvæða brjóst og taka valdið þar með úr höndum gerenda. „Hrelliklám er notað til að niðurlægja og niðurlægingin er það sem gefur þessu eitthvað kikk. Free the nipple hreyfingin er vopn margra þeirra kvenna að segja: „Hér er ég, þú getur ekki notað líkama minn gegn mér.““Þessir bolir verða til sölu á Austurvelli næstu helgi en Sunna Ben hannaði þá.Vísir/AðsendAbsúrd að fimm ára börn séu sett í bikiní Viðburðurinn er innlegg inn í kvenréttindabaráttuna „Kvenréttindabarátta er mikilvæg á öllum vígstöðum. Það eru bara hundrað ár síðan konur fengu að kjósa, enn ríkir launamisrétti og kvenfyrirlitning finnst allstaðar. Það er mikilvægt að breyta þessu.“ Hún lítur á rétt kvenna til þess að ganga um berbrjósta sem frelsismál. „Það er líka fáránlegt þegar maður pælir í því að þegar litlar stelpur eru að fara í sund þá eru þær settar í bikiní, þó að þær séu bara fimm ára, það þarf samt að hylja þær. Þetta snýst greinilega ekkert um brjóstin heldur snýst þetta um að þetta eru konur. Þetta er svo absúrd.“ Margt breyttist eftir #freethenipple byltinguna á Twitter að sögn Guðbjargar. Hún nefnir viðburð sem hún og vinkonur hennar stóðu fyrir í Laugardalslauginni sömu helgi og byltingin átti sér stað. Áttu konur að mæta berar að ofan og taka byltinguna víðar en innan veggja internetheima. „Það mættu rosalega margar stelpur,“ segir Guðbjörg. „Viðbrögðin voru þannig að fyrst voru allir rosalega hissa en svo varð öllum alveg sama. Þetta venst bara og verður alveg venjulegt.“ Viðburðurinn á Austurvelli kallast Frelsum geirvörtuna - Berbrystingar sameinumst og hefst klukkan 13.00.
#FreeTheNipple Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent