Sport

Arnar í 2. sæti í Skeet

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verðlaunahafarnir eftir keppnina í dag.
Verðlaunahafarnir eftir keppnina í dag. mynd/JAK
Keppni í Skeet á Smáþjóðaleikunum lauk í Álfsnesi í dag eftir harða keppni milli Arnar Valdimarssonar, Skotfélagi Reykjavíkur og Georgios Kazakos frá Kýpur þar sem Kýpverjinn hafði betur á lokaskotunum.

Örn varð því að sætta sig við 2. sætið að þessu sinni en ekki skemmdi fyrir að hann setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í forkeppninni þar sem hann skaut 121 dúfur.

Landi Kazakos, Kýpverjinn Stefanos Nikolidis, setti nýtt Smáþjóðaleikamet þegar hann skaut 123 dúfur í forkeppninni en Nikolidis varð að sætta sig við 3. sætið í lokakeppninni.

Arnar setti Íslandsmet í forkeppninni.mynd/JAK
Arnar lætur skot ríða af.mynd/JAK



Fleiri fréttir

Sjá meira


×