„Hvað getum við framsóknarmenn gert þó við vöknum fyrr en aðrir?“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júní 2015 13:25 Páll Jóhann Pálsson vísir/pjetur Umræða skapaðist í morgun á Alþingi um fyrirkomulag dagskrárliðsins Störf þingsins. Sá háttur hefur verið hafður á að þingmenn sendi tölvupóst klukkan átta að morgni dags til að melda sig á mælendaskrá og gildir þar reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Eftir að liðnum lauk tók við umræða um fundarstjórn forseta þar sem talsverðrar gremju gætti hjá þingmönnum sem ekki komust að. Fimmtán þingmenn komast á mælendaskrá en af þeim voru sjö framsóknarmenn. „Ég sendi tölvupóst klukkan 08.02 í morgun og ég komst ekki að. Hins vegar voru sjö Framsóknarmenn á mælendaskrá sem aldrei heyrist í annars,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir en alls komast fimmtán þingmenn að. Hún hafði þá grunaða um að stilla tölvupóstforrit sitt kvöldið fyrir svo póstur sendist sjálfkrafa um morguninn. Þingmennirnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Katrín Júlíusdóttir tóku í sama streng og sögðu að núverandi fyrirkomulag gengi ekki. Píratinn Jón Þór Ólafsson lagði til að tölvupóstskráningin yrði afnumin og gamla góða handauppréttingin í þingsal yrði tekin upp á ný. „Hvað getum við framsóknarmenn gert að því þó við vöknum örlítið fyrr en aðrir? Mér þykir illa að okkur vegið,“ sagði Páll Jóhann Pálsson er komið var að honum að ræða um fundarstjórn forseta. Hann bætti því við að hann og hans flokksfélagar tækju til máls þegar það ætti við og væru ekki að ræða í þaula þau mál sem væru útrædd. Þá myndu þeir ekki hertaka liði á borð við um fundarstjórn forseta líkt og minnihlutinn gerði sig oft sekan um. Uppskar sú athugasemd hlátrasköll þingmanna í salnum. „Það er gott að vita hve þingheimur er glaður í morgunsárið,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins. Hann lagði til að málið yrði tekið fyrir hjá forsætisnefnd og þingmenn myndu komast að niðurstöðu þar. „Að vísu finnst mér tíðindum sæta að þingmaður Pírata skuli stinga upp á því að aftæknivæða þingið örlítið.“ Alþingi Tengdar fréttir Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17 Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Umræða skapaðist í morgun á Alþingi um fyrirkomulag dagskrárliðsins Störf þingsins. Sá háttur hefur verið hafður á að þingmenn sendi tölvupóst klukkan átta að morgni dags til að melda sig á mælendaskrá og gildir þar reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Eftir að liðnum lauk tók við umræða um fundarstjórn forseta þar sem talsverðrar gremju gætti hjá þingmönnum sem ekki komust að. Fimmtán þingmenn komast á mælendaskrá en af þeim voru sjö framsóknarmenn. „Ég sendi tölvupóst klukkan 08.02 í morgun og ég komst ekki að. Hins vegar voru sjö Framsóknarmenn á mælendaskrá sem aldrei heyrist í annars,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir en alls komast fimmtán þingmenn að. Hún hafði þá grunaða um að stilla tölvupóstforrit sitt kvöldið fyrir svo póstur sendist sjálfkrafa um morguninn. Þingmennirnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Katrín Júlíusdóttir tóku í sama streng og sögðu að núverandi fyrirkomulag gengi ekki. Píratinn Jón Þór Ólafsson lagði til að tölvupóstskráningin yrði afnumin og gamla góða handauppréttingin í þingsal yrði tekin upp á ný. „Hvað getum við framsóknarmenn gert að því þó við vöknum örlítið fyrr en aðrir? Mér þykir illa að okkur vegið,“ sagði Páll Jóhann Pálsson er komið var að honum að ræða um fundarstjórn forseta. Hann bætti því við að hann og hans flokksfélagar tækju til máls þegar það ætti við og væru ekki að ræða í þaula þau mál sem væru útrædd. Þá myndu þeir ekki hertaka liði á borð við um fundarstjórn forseta líkt og minnihlutinn gerði sig oft sekan um. Uppskar sú athugasemd hlátrasköll þingmanna í salnum. „Það er gott að vita hve þingheimur er glaður í morgunsárið,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins. Hann lagði til að málið yrði tekið fyrir hjá forsætisnefnd og þingmenn myndu komast að niðurstöðu þar. „Að vísu finnst mér tíðindum sæta að þingmaður Pírata skuli stinga upp á því að aftæknivæða þingið örlítið.“
Alþingi Tengdar fréttir Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17 Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17
Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23