Mikil reiði vegna afgreiðslu frumvarps Höskuldar úr þingnefnd Birgir Olgeirsson skrifar 1. júní 2015 11:50 Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar hefur vakið hörð viðbrögð. Visir Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um að flytja skipulagsvald flugvallarins í Vatnsmýri frá borginni til ríkis, var afgreitt úr umhverfis- og skipulagsnefnd Alþingis í morgun og er mikill hiti í mönnum. Þingmennirnir Svandís Svavarsdóttir, Róbert Marshall og Katrín Júlíusdóttir hafa gagnrýnt afgreiðslu frumvarpsins úr nefnd harkalega en þau segja það hafa farið gerbreytt úr nefndinni þannig að skiplagsvald yfir öllum flugvöllum sem geta sinnt millilandaflugið er tekið af sveitarfélögum, þar með talin Akureyri og Egilsstaðir.Ég hélt að þessi stjórnarmeirihluti gæti ekki komið mér á óvart lengur. En þá gerist það að mál Höskuldar Þórhallssonar...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Monday, June 1, 2015Hundruð milljarða í bætur ef frumvarpið verður að lögum Reykjavíkurborg hefur gagnrýnt frumvarið harkalega og sagt það fela í sér verulegt inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga sem sé einn af hornsteinum stjórnarskrárvarins sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Segir Reykjavíkurborg í umsögn um frumvarpið að í því felist ekkert annað en eignarupptaka lands. Ef þetta frumvarp verður að lögum eigi borgin því rétt á bótum sem geta varðar tugum eða hundruðum milljarða króna.Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttablaðið/DaníelBoðað verði til aukalandsfundar SÍS Halldór Halldórsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en einnig er hann formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann segir að í stefnu sambandsins segi að skipulagsvaldið sé einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga og sú stefna hafi verið samþykkt á landsþingi sambandsins þar sem allir fulltrúar allra 74 sveitarfélaganna koma saman og samþykkja. Hann segir Sambandið ekki geta annað en lagst gegn því að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögum. „Alveg sama í hvaða tileflli það á við og fyrir því eru landsþingssamþykktir og eina sem getur breytt því er landsþingið sjálft,“ segir Halldór í samtali við Vísi og bætir við að ef einhverskonar viðhorfsbreyting er að verða til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga þá verði að boða til aukalandsfundar þar sem þetta málið verður tekið fyrir.Láta flugvöllinn í friði þar til framhaldið er ljóst Hann segir frumvarpið koma fram á þessum tími því mikill hiti sé í mönnum. „Því þeir sjá fyrir sér að það sé verið að loka fyrir hluta innanlandsflugsins og borgin ætli að loka innanlandsflugið úti í síðasta lagi árið 2024 eins og aðalskipulagið er í dag,“ segir Halldór. „Ég hef sagt í borgarstjórn alveg síðan ég kom hérna inn, og við höfum flutt um það tillögur, látið þennan flugvöll í friði þar til eitthvað er ljóst varðandi framhaldið. Ekki vera að hræra í þessu þegar Rögnu-nefndin hefur ekki skilað af sér og við vitum ekki hvort það er til annað flugvallarstæði eða ekki. Það er voða einfalt skilyrði finnst manni. Ég er ennþá þeirrar skoðunar.“ Alþingi Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um að flytja skipulagsvald flugvallarins í Vatnsmýri frá borginni til ríkis, var afgreitt úr umhverfis- og skipulagsnefnd Alþingis í morgun og er mikill hiti í mönnum. Þingmennirnir Svandís Svavarsdóttir, Róbert Marshall og Katrín Júlíusdóttir hafa gagnrýnt afgreiðslu frumvarpsins úr nefnd harkalega en þau segja það hafa farið gerbreytt úr nefndinni þannig að skiplagsvald yfir öllum flugvöllum sem geta sinnt millilandaflugið er tekið af sveitarfélögum, þar með talin Akureyri og Egilsstaðir.Ég hélt að þessi stjórnarmeirihluti gæti ekki komið mér á óvart lengur. En þá gerist það að mál Höskuldar Þórhallssonar...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Monday, June 1, 2015Hundruð milljarða í bætur ef frumvarpið verður að lögum Reykjavíkurborg hefur gagnrýnt frumvarið harkalega og sagt það fela í sér verulegt inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga sem sé einn af hornsteinum stjórnarskrárvarins sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Segir Reykjavíkurborg í umsögn um frumvarpið að í því felist ekkert annað en eignarupptaka lands. Ef þetta frumvarp verður að lögum eigi borgin því rétt á bótum sem geta varðar tugum eða hundruðum milljarða króna.Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttablaðið/DaníelBoðað verði til aukalandsfundar SÍS Halldór Halldórsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en einnig er hann formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann segir að í stefnu sambandsins segi að skipulagsvaldið sé einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga og sú stefna hafi verið samþykkt á landsþingi sambandsins þar sem allir fulltrúar allra 74 sveitarfélaganna koma saman og samþykkja. Hann segir Sambandið ekki geta annað en lagst gegn því að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögum. „Alveg sama í hvaða tileflli það á við og fyrir því eru landsþingssamþykktir og eina sem getur breytt því er landsþingið sjálft,“ segir Halldór í samtali við Vísi og bætir við að ef einhverskonar viðhorfsbreyting er að verða til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga þá verði að boða til aukalandsfundar þar sem þetta málið verður tekið fyrir.Láta flugvöllinn í friði þar til framhaldið er ljóst Hann segir frumvarpið koma fram á þessum tími því mikill hiti sé í mönnum. „Því þeir sjá fyrir sér að það sé verið að loka fyrir hluta innanlandsflugsins og borgin ætli að loka innanlandsflugið úti í síðasta lagi árið 2024 eins og aðalskipulagið er í dag,“ segir Halldór. „Ég hef sagt í borgarstjórn alveg síðan ég kom hérna inn, og við höfum flutt um það tillögur, látið þennan flugvöll í friði þar til eitthvað er ljóst varðandi framhaldið. Ekki vera að hræra í þessu þegar Rögnu-nefndin hefur ekki skilað af sér og við vitum ekki hvort það er til annað flugvallarstæði eða ekki. Það er voða einfalt skilyrði finnst manni. Ég er ennþá þeirrar skoðunar.“
Alþingi Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira