Mikil reiði vegna afgreiðslu frumvarps Höskuldar úr þingnefnd Birgir Olgeirsson skrifar 1. júní 2015 11:50 Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar hefur vakið hörð viðbrögð. Visir Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um að flytja skipulagsvald flugvallarins í Vatnsmýri frá borginni til ríkis, var afgreitt úr umhverfis- og skipulagsnefnd Alþingis í morgun og er mikill hiti í mönnum. Þingmennirnir Svandís Svavarsdóttir, Róbert Marshall og Katrín Júlíusdóttir hafa gagnrýnt afgreiðslu frumvarpsins úr nefnd harkalega en þau segja það hafa farið gerbreytt úr nefndinni þannig að skiplagsvald yfir öllum flugvöllum sem geta sinnt millilandaflugið er tekið af sveitarfélögum, þar með talin Akureyri og Egilsstaðir.Ég hélt að þessi stjórnarmeirihluti gæti ekki komið mér á óvart lengur. En þá gerist það að mál Höskuldar Þórhallssonar...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Monday, June 1, 2015Hundruð milljarða í bætur ef frumvarpið verður að lögum Reykjavíkurborg hefur gagnrýnt frumvarið harkalega og sagt það fela í sér verulegt inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga sem sé einn af hornsteinum stjórnarskrárvarins sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Segir Reykjavíkurborg í umsögn um frumvarpið að í því felist ekkert annað en eignarupptaka lands. Ef þetta frumvarp verður að lögum eigi borgin því rétt á bótum sem geta varðar tugum eða hundruðum milljarða króna.Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttablaðið/DaníelBoðað verði til aukalandsfundar SÍS Halldór Halldórsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en einnig er hann formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann segir að í stefnu sambandsins segi að skipulagsvaldið sé einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga og sú stefna hafi verið samþykkt á landsþingi sambandsins þar sem allir fulltrúar allra 74 sveitarfélaganna koma saman og samþykkja. Hann segir Sambandið ekki geta annað en lagst gegn því að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögum. „Alveg sama í hvaða tileflli það á við og fyrir því eru landsþingssamþykktir og eina sem getur breytt því er landsþingið sjálft,“ segir Halldór í samtali við Vísi og bætir við að ef einhverskonar viðhorfsbreyting er að verða til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga þá verði að boða til aukalandsfundar þar sem þetta málið verður tekið fyrir.Láta flugvöllinn í friði þar til framhaldið er ljóst Hann segir frumvarpið koma fram á þessum tími því mikill hiti sé í mönnum. „Því þeir sjá fyrir sér að það sé verið að loka fyrir hluta innanlandsflugsins og borgin ætli að loka innanlandsflugið úti í síðasta lagi árið 2024 eins og aðalskipulagið er í dag,“ segir Halldór. „Ég hef sagt í borgarstjórn alveg síðan ég kom hérna inn, og við höfum flutt um það tillögur, látið þennan flugvöll í friði þar til eitthvað er ljóst varðandi framhaldið. Ekki vera að hræra í þessu þegar Rögnu-nefndin hefur ekki skilað af sér og við vitum ekki hvort það er til annað flugvallarstæði eða ekki. Það er voða einfalt skilyrði finnst manni. Ég er ennþá þeirrar skoðunar.“ Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um að flytja skipulagsvald flugvallarins í Vatnsmýri frá borginni til ríkis, var afgreitt úr umhverfis- og skipulagsnefnd Alþingis í morgun og er mikill hiti í mönnum. Þingmennirnir Svandís Svavarsdóttir, Róbert Marshall og Katrín Júlíusdóttir hafa gagnrýnt afgreiðslu frumvarpsins úr nefnd harkalega en þau segja það hafa farið gerbreytt úr nefndinni þannig að skiplagsvald yfir öllum flugvöllum sem geta sinnt millilandaflugið er tekið af sveitarfélögum, þar með talin Akureyri og Egilsstaðir.Ég hélt að þessi stjórnarmeirihluti gæti ekki komið mér á óvart lengur. En þá gerist það að mál Höskuldar Þórhallssonar...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Monday, June 1, 2015Hundruð milljarða í bætur ef frumvarpið verður að lögum Reykjavíkurborg hefur gagnrýnt frumvarið harkalega og sagt það fela í sér verulegt inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga sem sé einn af hornsteinum stjórnarskrárvarins sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Segir Reykjavíkurborg í umsögn um frumvarpið að í því felist ekkert annað en eignarupptaka lands. Ef þetta frumvarp verður að lögum eigi borgin því rétt á bótum sem geta varðar tugum eða hundruðum milljarða króna.Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttablaðið/DaníelBoðað verði til aukalandsfundar SÍS Halldór Halldórsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en einnig er hann formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann segir að í stefnu sambandsins segi að skipulagsvaldið sé einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga og sú stefna hafi verið samþykkt á landsþingi sambandsins þar sem allir fulltrúar allra 74 sveitarfélaganna koma saman og samþykkja. Hann segir Sambandið ekki geta annað en lagst gegn því að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögum. „Alveg sama í hvaða tileflli það á við og fyrir því eru landsþingssamþykktir og eina sem getur breytt því er landsþingið sjálft,“ segir Halldór í samtali við Vísi og bætir við að ef einhverskonar viðhorfsbreyting er að verða til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga þá verði að boða til aukalandsfundar þar sem þetta málið verður tekið fyrir.Láta flugvöllinn í friði þar til framhaldið er ljóst Hann segir frumvarpið koma fram á þessum tími því mikill hiti sé í mönnum. „Því þeir sjá fyrir sér að það sé verið að loka fyrir hluta innanlandsflugsins og borgin ætli að loka innanlandsflugið úti í síðasta lagi árið 2024 eins og aðalskipulagið er í dag,“ segir Halldór. „Ég hef sagt í borgarstjórn alveg síðan ég kom hérna inn, og við höfum flutt um það tillögur, látið þennan flugvöll í friði þar til eitthvað er ljóst varðandi framhaldið. Ekki vera að hræra í þessu þegar Rögnu-nefndin hefur ekki skilað af sér og við vitum ekki hvort það er til annað flugvallarstæði eða ekki. Það er voða einfalt skilyrði finnst manni. Ég er ennþá þeirrar skoðunar.“
Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira