Fáum besta lið heims í milliriðli Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2015 07:00 Íslensku strákarnir mæta Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi í riðlakeppninni á EM í Póllandi. vísir/ernir „Við erum nokkuð ánægðir með þennan riðil,“ segir Aron Kristjánsson um B-riðilinn á EM 2016 í handbolta þar sem Ísland spilar á móti Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi í janúar á næsta ári. Strákarnir okkar voru nokkuð heppnir með riðil verður að segjast og landsliðsþjálfarinn því í fínu skapi þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við fáum Hvíta-Rússland sem er auðvitað betra en að mæta Þjóðverjum úr 3. styrkleikaflokki, en Noregur var nú eitt af betri liðunum í þeim fjórða. Þetta er samt bara ágætt en verður auðvitað erfitt eins og öll Evrópumót. Við tökum þetta bara skref fyrir skref,“ sagði Aron sem var að fylgjast með yngsta syni sínum spila á Norðurálsmótinu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Fari Íslendingar upp úr riðlinum mæta þeir Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka í milliriðli sem og gestgjöfunum Pólverjum. „Það er það eina neikvæða við þetta. Frakkarnir eru auðvitað bestir í heimi og Pólverjar með gríðarlega sterkt lið,“ segir Aron sem fagnar því að milliriðillinn sé spilaður í Kraká. „Það er flottasta borgin í Póllandi,“ segir hann. Íslenska landsliðið er komið í sumarfrí en það hittist næst í október þegar tímabilið er hafið. „Það er æfingaleikjavika þarna og svo förum við á æfingamót í Noregi þar sem við spilum við Norðmenn, Dani og Frakka. Svo fara allir núna á fullt í að finna leiki fyrir janúar áður en EM byrjar,“ segir Aron. Ísland spilaði fimm leiki fyrir HM í Katar og það finnst Aroni of mikið. Stefnt verður að því að fækka þeim allavega um einn. „Æfingamótið fyrir EM 2014 kom vel út. Þá spiluðum við þrjá leiki. Fyrir HM í Katar tókum við tvo æfingaleiki við Þjóðverja áður en við fórum á fjögurra landa mót. Undirbúningurinn var því ekki nógu góður. Þrír leikir eru betri, alveg hámark fjórir,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir okkar heppnir með riðil á EM í handbolta 2016 Íslenska handboltalandsliðið lenti í nokkuð þægilegum riðli á EM í handbolta 2016 þegar dregið var í Kraká í Póllandi í dag. Evrópumótið í Pólland fer fram 17. til 31. janúar 2016. 19. júní 2015 12:33 Fyrsti leikurinn á EM verður við Norðmenn Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Króatíu, Noregi og Hvíta-Rússlandi í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar. Nú er búið að raða upp leikjunum í riðlunum. 19. júní 2015 14:24 Guðmundur Guðmundsson: Ég vil helst sleppa við að mæta Íslandi Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. 19. júní 2015 11:00 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Aron: Býst við að byggja á sama kjarna Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir EM í handbolta í Póllandi á næsta ári. 19. júní 2015 19:21 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
„Við erum nokkuð ánægðir með þennan riðil,“ segir Aron Kristjánsson um B-riðilinn á EM 2016 í handbolta þar sem Ísland spilar á móti Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi í janúar á næsta ári. Strákarnir okkar voru nokkuð heppnir með riðil verður að segjast og landsliðsþjálfarinn því í fínu skapi þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við fáum Hvíta-Rússland sem er auðvitað betra en að mæta Þjóðverjum úr 3. styrkleikaflokki, en Noregur var nú eitt af betri liðunum í þeim fjórða. Þetta er samt bara ágætt en verður auðvitað erfitt eins og öll Evrópumót. Við tökum þetta bara skref fyrir skref,“ sagði Aron sem var að fylgjast með yngsta syni sínum spila á Norðurálsmótinu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Fari Íslendingar upp úr riðlinum mæta þeir Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka í milliriðli sem og gestgjöfunum Pólverjum. „Það er það eina neikvæða við þetta. Frakkarnir eru auðvitað bestir í heimi og Pólverjar með gríðarlega sterkt lið,“ segir Aron sem fagnar því að milliriðillinn sé spilaður í Kraká. „Það er flottasta borgin í Póllandi,“ segir hann. Íslenska landsliðið er komið í sumarfrí en það hittist næst í október þegar tímabilið er hafið. „Það er æfingaleikjavika þarna og svo förum við á æfingamót í Noregi þar sem við spilum við Norðmenn, Dani og Frakka. Svo fara allir núna á fullt í að finna leiki fyrir janúar áður en EM byrjar,“ segir Aron. Ísland spilaði fimm leiki fyrir HM í Katar og það finnst Aroni of mikið. Stefnt verður að því að fækka þeim allavega um einn. „Æfingamótið fyrir EM 2014 kom vel út. Þá spiluðum við þrjá leiki. Fyrir HM í Katar tókum við tvo æfingaleiki við Þjóðverja áður en við fórum á fjögurra landa mót. Undirbúningurinn var því ekki nógu góður. Þrír leikir eru betri, alveg hámark fjórir,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir okkar heppnir með riðil á EM í handbolta 2016 Íslenska handboltalandsliðið lenti í nokkuð þægilegum riðli á EM í handbolta 2016 þegar dregið var í Kraká í Póllandi í dag. Evrópumótið í Pólland fer fram 17. til 31. janúar 2016. 19. júní 2015 12:33 Fyrsti leikurinn á EM verður við Norðmenn Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Króatíu, Noregi og Hvíta-Rússlandi í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar. Nú er búið að raða upp leikjunum í riðlunum. 19. júní 2015 14:24 Guðmundur Guðmundsson: Ég vil helst sleppa við að mæta Íslandi Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. 19. júní 2015 11:00 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Aron: Býst við að byggja á sama kjarna Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir EM í handbolta í Póllandi á næsta ári. 19. júní 2015 19:21 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Strákarnir okkar heppnir með riðil á EM í handbolta 2016 Íslenska handboltalandsliðið lenti í nokkuð þægilegum riðli á EM í handbolta 2016 þegar dregið var í Kraká í Póllandi í dag. Evrópumótið í Pólland fer fram 17. til 31. janúar 2016. 19. júní 2015 12:33
Fyrsti leikurinn á EM verður við Norðmenn Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Króatíu, Noregi og Hvíta-Rússlandi í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar. Nú er búið að raða upp leikjunum í riðlunum. 19. júní 2015 14:24
Guðmundur Guðmundsson: Ég vil helst sleppa við að mæta Íslandi Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. 19. júní 2015 11:00
Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34
Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40
Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07
Aron: Býst við að byggja á sama kjarna Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir EM í handbolta í Póllandi á næsta ári. 19. júní 2015 19:21