Handbolti

Aron: Vorum betri á öllum sviðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron var frábær í kvöld, eins og alltaf með íslenska liðinu.
Aron var frábær í kvöld, eins og alltaf með íslenska liðinu.
„Mér fannst þeir ekki eiga nein svör við okkar sóknarleik og í raun varnarleik,“ segir Aron Pálmarsson, leikmaður Íslands.

Íslenska handboltalandsliðið gulltryggði sér sæti á níunda Evrópumótinu í röð eftir öruggan 12 marka sigur á Svartfjallalandi í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 34-22, Íslandi vil.

„Við vorum með þá alveg frá fyrstu mínútu. Við mættum dýrvitlausir í þennan leik og mér fannst allt ganga upp hjá okkur, sérstaklega sóknarlega.“

Aron segir að Svartfellingar hafi ekki átt nein svör við frábærum sóknarleik Íslendinga og þá sérstaklega sóknarlega.+

„Ef vörnin stendur og Bjöggi stendur sig vel þá erum við með gríðarlega gott hraðaupphlaupslið.“

Ísland vann riðilinn og endaði í efsta sætinu með 9 stig.

„Við vorum aldrei að pæla í einhverju jafntefli hér í dag, þetta var síðasti leikurinn á tímabilinu og menn gíra sig vel upp.“

Aron er nokkuð feginn því að vera kominn í frí. Hann er á förum frá Kiel og til Veszprém í Ungverjalandi.

„Ég á að mæta í lok júlí og fæ því mjög gott frí. Ég er búinn að pakka og senda dótið mitt yfir til Ungverjalands. Nú ætla ég bara að kúpla mig út úr öllu og njóta tímans á Ísland,“ segir Aron og bætir við að hann sé kominn með nett ógeð af handbolta eftir svona langt tímabil. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×