Utanríkisráðherra fjarverandi í fyrirspurnatíma: „Ráðherrar kannski komnir í andlegt sumarfrí“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júní 2015 11:14 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm/daníel Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun og ræddu fundarstjórn forseta. Fyrsta mál á dagskrá voru óundirbúnar fyrirspurnir til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og félags-og húsnæðismálaráðherra en utanríkisráðherra forfallaðist á seinustu stundu. Þetta voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósáttir við. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina líta svo á að þingið væri ekki í fyrsta sæti. Flokkssystir hennar, Katrín Jakobsdóttir, hafði þetta um málið að segja: „Ég tel einsýnt að ráðherrar eru orðnir lúnir eftir veturinn og kannski bara komnir í andlegt sumarfrí þegar einungis tveir þeirra treysta sér til að mæta hér í óundirbúnar fyrirspurnir. [...] Ég lýsi yfir ákveðnum áhyggjum af heilsufari ráðherra.“ Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði þessi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar óásættanleg og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði ráðherra ríkisstjórnarinnar sýna þinginu vanvirðu. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, sagði við upphaf umræðunnar um fundarstjórn að honum hafi orðið ljóst fyrr en skömmu áður að einungis forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra yrðu viðstaddir fyrirspurnatímann. Þetta þætti honum óheppilegt en lítið hefði verið hægt að gera með svo skömmum fyrirvara.Uppfært klukkan 12:20: Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem send var nú rétt fyrir hádegi kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hafi í gær og í dag fundað með nýrri ríkisstjórn Finnlands. Hann hefur meðal annars fundað með utanríkisráðherranum Timo Soini, ráðherra utanríkisviðskipta og þróunarmála, Lenita Toivakka, formanni þingflokks Miðflokksins, Matti Vanhanen, formanni utanríkismalanefndar finnska þingsins, Antti Kaikkonen, og Antero Vartia, sem tók nýlega sæti á finnska þinginu fyrir Græningja en hann er af íslenskum ættum. Alþingi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun og ræddu fundarstjórn forseta. Fyrsta mál á dagskrá voru óundirbúnar fyrirspurnir til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og félags-og húsnæðismálaráðherra en utanríkisráðherra forfallaðist á seinustu stundu. Þetta voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósáttir við. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina líta svo á að þingið væri ekki í fyrsta sæti. Flokkssystir hennar, Katrín Jakobsdóttir, hafði þetta um málið að segja: „Ég tel einsýnt að ráðherrar eru orðnir lúnir eftir veturinn og kannski bara komnir í andlegt sumarfrí þegar einungis tveir þeirra treysta sér til að mæta hér í óundirbúnar fyrirspurnir. [...] Ég lýsi yfir ákveðnum áhyggjum af heilsufari ráðherra.“ Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði þessi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar óásættanleg og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði ráðherra ríkisstjórnarinnar sýna þinginu vanvirðu. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, sagði við upphaf umræðunnar um fundarstjórn að honum hafi orðið ljóst fyrr en skömmu áður að einungis forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra yrðu viðstaddir fyrirspurnatímann. Þetta þætti honum óheppilegt en lítið hefði verið hægt að gera með svo skömmum fyrirvara.Uppfært klukkan 12:20: Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem send var nú rétt fyrir hádegi kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hafi í gær og í dag fundað með nýrri ríkisstjórn Finnlands. Hann hefur meðal annars fundað með utanríkisráðherranum Timo Soini, ráðherra utanríkisviðskipta og þróunarmála, Lenita Toivakka, formanni þingflokks Miðflokksins, Matti Vanhanen, formanni utanríkismalanefndar finnska þingsins, Antti Kaikkonen, og Antero Vartia, sem tók nýlega sæti á finnska þinginu fyrir Græningja en hann er af íslenskum ættum.
Alþingi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira