Sjáið viðtalið við Tryggva: Ég þarf að fara að fullorðnast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2015 19:02 Tryggvi Guðmundsson var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld þar sem hann fór yfir atburði helgarinnar með Sighvati Jónssyni. ÍBV leysti Tryggva Guðmundsson frá störfum sem aðstoðarþjálfara liðsins í Pepsi-deild karla í dag en hann fékk ekki að stýra liðinu á móti Blikum í gær eftir að hafa mætt fullur á æfingu liðsins á laugardaginn, daginn fyrir leik. Ingi Sigurðsson stýrði ÍBV-liðinu í leiknum þar sem liðið vann Breiðablik 2-0 og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Kópavogsliðið í Pepsi-deildinni í sumar. Tryggvi Guðmundsson er markahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar karla á Íslandi en hann er einnig markahæsti leikmaður ÍBV í deild þeirra bestu. Sighvatur bað Tryggva um að segja frá sinni hlið á þessu máli. „Ég mæti á æfingu á laugardaginn sem er dagurinn fyrir leik. Ég var þá búinn að fá mér marga bjóra og svoleiðis er það nú bara," sagði Tryggvi. Sighvatur spurði Tryggva hvort að það hafi verið strax ákveðið að hálfu ÍBV að þetta hafi verið brot á samningi. „Já, það er alveg klárt. Ég viðurkenndi þetta strax og við kláruðum þetta bara í bróðerni," segir Tryggvi en var þetta ekki harkaleg ákvörðun að hálfu félagsins. „Nei alls ekki. Þetta er fyrst og fremst og aðallega stór mistök hjá mér. Klúbburinn gerir það eina rétta," segir Tryggvi en hvað tekur nú við. „Það er ekkert fótbolta tengt og meira tengt sjálfum mér og hausnum á mér. Þetta er spurning um vellíðan og vanlíðan. Ég þarf að vinna með sjálfum mér og hætta að vera svona góður við sjálfan mig. Ég þarf að taka til í hausnum á mér og fara að fullorðnast," segir Tryggvi en er meðferð á næsta leiti. „Það má vel vera að það sé inn í myndinni," segir Tryggvi. Þetta er ekki fyrsta sinn sem svona gerist hjá Tryggva hjá ÍBV en var þetta eitthvað sem menn höfðu með þegar samningur hans við ÍBV var settur saman. „Miðað við það sem á undan er gengið þá sömdum við þannig og eðlilega. Ef eitthvað svona myndi koma upp þá yrði tekið á því. Það hefur verið gert," sagði Tryggvi. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Tryggva hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi rekinn frá ÍBV | Braut af sér í starfi Tryggvi Guðmundsson er hættur sem aðstoðarþjálfari ÍBV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en þar segir: 29. júní 2015 10:54 Tryggvi mætti á æfingu undir áhrifum: „Ég gerði mistök“ Tryggvi Guðmundsson segist ætla að skoða sín mál eftir að vera rekinn frá ÍBV. 29. júní 2015 11:13 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld þar sem hann fór yfir atburði helgarinnar með Sighvati Jónssyni. ÍBV leysti Tryggva Guðmundsson frá störfum sem aðstoðarþjálfara liðsins í Pepsi-deild karla í dag en hann fékk ekki að stýra liðinu á móti Blikum í gær eftir að hafa mætt fullur á æfingu liðsins á laugardaginn, daginn fyrir leik. Ingi Sigurðsson stýrði ÍBV-liðinu í leiknum þar sem liðið vann Breiðablik 2-0 og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Kópavogsliðið í Pepsi-deildinni í sumar. Tryggvi Guðmundsson er markahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar karla á Íslandi en hann er einnig markahæsti leikmaður ÍBV í deild þeirra bestu. Sighvatur bað Tryggva um að segja frá sinni hlið á þessu máli. „Ég mæti á æfingu á laugardaginn sem er dagurinn fyrir leik. Ég var þá búinn að fá mér marga bjóra og svoleiðis er það nú bara," sagði Tryggvi. Sighvatur spurði Tryggva hvort að það hafi verið strax ákveðið að hálfu ÍBV að þetta hafi verið brot á samningi. „Já, það er alveg klárt. Ég viðurkenndi þetta strax og við kláruðum þetta bara í bróðerni," segir Tryggvi en var þetta ekki harkaleg ákvörðun að hálfu félagsins. „Nei alls ekki. Þetta er fyrst og fremst og aðallega stór mistök hjá mér. Klúbburinn gerir það eina rétta," segir Tryggvi en hvað tekur nú við. „Það er ekkert fótbolta tengt og meira tengt sjálfum mér og hausnum á mér. Þetta er spurning um vellíðan og vanlíðan. Ég þarf að vinna með sjálfum mér og hætta að vera svona góður við sjálfan mig. Ég þarf að taka til í hausnum á mér og fara að fullorðnast," segir Tryggvi en er meðferð á næsta leiti. „Það má vel vera að það sé inn í myndinni," segir Tryggvi. Þetta er ekki fyrsta sinn sem svona gerist hjá Tryggva hjá ÍBV en var þetta eitthvað sem menn höfðu með þegar samningur hans við ÍBV var settur saman. „Miðað við það sem á undan er gengið þá sömdum við þannig og eðlilega. Ef eitthvað svona myndi koma upp þá yrði tekið á því. Það hefur verið gert," sagði Tryggvi. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Tryggva hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi rekinn frá ÍBV | Braut af sér í starfi Tryggvi Guðmundsson er hættur sem aðstoðarþjálfari ÍBV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en þar segir: 29. júní 2015 10:54 Tryggvi mætti á æfingu undir áhrifum: „Ég gerði mistök“ Tryggvi Guðmundsson segist ætla að skoða sín mál eftir að vera rekinn frá ÍBV. 29. júní 2015 11:13 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Tryggvi rekinn frá ÍBV | Braut af sér í starfi Tryggvi Guðmundsson er hættur sem aðstoðarþjálfari ÍBV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en þar segir: 29. júní 2015 10:54
Tryggvi mætti á æfingu undir áhrifum: „Ég gerði mistök“ Tryggvi Guðmundsson segist ætla að skoða sín mál eftir að vera rekinn frá ÍBV. 29. júní 2015 11:13