Þorsteinn Már: Veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2015 15:15 Þorsteinn Már á fullri ferð í leik gegn ÍBV. vísir/stefán Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, var hetja sinna manna í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á nýliðum Leiknis. KR er nú búið að vinna tvo 1-0 sigra í röð og er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir FH sem það mætir í stórleik elleftu umferðar 19. júlí. „Það var frábært að skora. Það er alltaf léttir fyrir framherja að skora mörk. Að skora er það sem framherja eiga að gera,“ segir Þorsteinn Már við Vísi, en hann skoraði síðast í 5-0 bikarsigri á Keflavík 3. júní. Markið sem hann skoraði var nokkuð skrautlegt, en hann tók boltann viðstöðulaust á vítateigslínunni og skaut mátulega föstu skoti á markið sem Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, átti að verja.Var á leiðinni í vörn „Þetta var frábært skot, hvað meinarðu?“ segir Þosteinn og hlær aðspurður hvort hann hafi búist við því að skotið myndi enda í netinu. „Ég bjóst engan veginn við því að boltinn færi inn. Eyjólfur er svo fljótur að koma boltanum í leik að ég var lagður af stað í vörn nánast um leið og ég skaut.“ Þorsteinn Már kom inn af bekknum í gær, en hann hefur byrjað á bekknum í síðustu fjórum leikjum KR í deild og bikar.Enginn sáttur á bekknum „Ég er ekkert sáttur við mína stöðu. Það er enginn sáttur á bekknum,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt heimildum Vísis er Þorsteinn búinn að gera upp hug sinn og ætlar hann að semja við Breiðablik þegar félagaskiptaglugginn opnar. Hann hefur hafnað öðrum liðum sem sóttust eftir að fara í viðræður við hann. Aðspurður hvort hann ætli að yfirgefa KR í glugganum segir hann: „Það er ekkert ákveðið. Það er langt þar til glugginn opnar og margir mikilvægir leikir fram að því. Ég hugsa bara mín mál núna en einbeiti mér alfarið að KR og hugsa ekki um neitt annað núna.“ Fullyrt hefur verið, meðal annars í útvarpsþættinum Akraborginni á X977, að Þorsteinn sé með klásúlu í samningi sínum þess efnis að hann megi fara nái hann ekki ákveðnum mínútufjölda með KR áður en glugginn opnar. „Ég veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn,“ segir Þorsteinn Már, en er það þá ekki rétt? „Ég er með mína klásúlu en ég segi ekkert hvað stendur í henni,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, var hetja sinna manna í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á nýliðum Leiknis. KR er nú búið að vinna tvo 1-0 sigra í röð og er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir FH sem það mætir í stórleik elleftu umferðar 19. júlí. „Það var frábært að skora. Það er alltaf léttir fyrir framherja að skora mörk. Að skora er það sem framherja eiga að gera,“ segir Þorsteinn Már við Vísi, en hann skoraði síðast í 5-0 bikarsigri á Keflavík 3. júní. Markið sem hann skoraði var nokkuð skrautlegt, en hann tók boltann viðstöðulaust á vítateigslínunni og skaut mátulega föstu skoti á markið sem Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, átti að verja.Var á leiðinni í vörn „Þetta var frábært skot, hvað meinarðu?“ segir Þosteinn og hlær aðspurður hvort hann hafi búist við því að skotið myndi enda í netinu. „Ég bjóst engan veginn við því að boltinn færi inn. Eyjólfur er svo fljótur að koma boltanum í leik að ég var lagður af stað í vörn nánast um leið og ég skaut.“ Þorsteinn Már kom inn af bekknum í gær, en hann hefur byrjað á bekknum í síðustu fjórum leikjum KR í deild og bikar.Enginn sáttur á bekknum „Ég er ekkert sáttur við mína stöðu. Það er enginn sáttur á bekknum,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt heimildum Vísis er Þorsteinn búinn að gera upp hug sinn og ætlar hann að semja við Breiðablik þegar félagaskiptaglugginn opnar. Hann hefur hafnað öðrum liðum sem sóttust eftir að fara í viðræður við hann. Aðspurður hvort hann ætli að yfirgefa KR í glugganum segir hann: „Það er ekkert ákveðið. Það er langt þar til glugginn opnar og margir mikilvægir leikir fram að því. Ég hugsa bara mín mál núna en einbeiti mér alfarið að KR og hugsa ekki um neitt annað núna.“ Fullyrt hefur verið, meðal annars í útvarpsþættinum Akraborginni á X977, að Þorsteinn sé með klásúlu í samningi sínum þess efnis að hann megi fara nái hann ekki ákveðnum mínútufjölda með KR áður en glugginn opnar. „Ég veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn,“ segir Þorsteinn Már, en er það þá ekki rétt? „Ég er með mína klásúlu en ég segi ekkert hvað stendur í henni,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira