Sport

Conor um Aldo: Hristu af þér meiðslin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor og Aldo í eiga að mætast þann ellefta júlí, en bardaginn er í uppnámi.
Conor og Aldo í eiga að mætast þann ellefta júlí, en bardaginn er í uppnámi. vísir/getty
Conor McGregor, kjaftfori UFC-bardagakappinn, segir að mótherji hans á UFC 189 í júlí, Jose Aldo, eigi að hrista af sér meiðslin og berjast eins og maður.

Undanfarna daga og vikur hafa borist fréttir af því Aldo sé með brákað rifbein og bardaginn sem á að fara í fram þann ellefta júlí sé í hættu. Bardaginn er um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt og fer fram í Los Angeles.

„Ég vona að Jose mani sig upp og berjist eins og maður," sagði Conor í gærkvöldi, en hann var þá staddur á bardaga Yoel Romero og Lyoto Machida.

„Við erum öll með högg á okkur og erum lemstruð. Hristu það bara af þér. Þú verður að berjast eins og maður. Berjast eins og meistarinn sem þú átt að vera."

„Það er fullt undir. Fullt af pening og fullt af stolti. Það ætti ekki að vera nein ástæða til þess að bakka út úr þessu núna, en ef hann gerir það þá er það bara hann."

Fari svo að Aldo geti ekki barist verður það Chad Mendes sem berst í stað Aldo og hefur McGregor litlar sem engar áhyggjur af þeim bardaga.

„Ef þetta verður litli Mendes, þá munum við bursta hann einnig," sagði McGregor fullur sjálfstraust sem fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×