Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2015 16:27 Alexis Tsipras hefur snúið aftur til Aþenu þar sem hann mun ráðgast við aðra ráðherra og fulltrúa Syriza-flokksins. Vísir/AFP Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sakaði lánadrottna Grikkja um að kúga grísk stjórnvöld þegar hann yfirgaf leiðtogafund ESB nú síðdegis. Fulltrúar Grikkja, ESB, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjósins funduðu aftur í í Brussel í dag, án þess að samkomulag um náðist um aðhaldsaðgerðir gríska ríkisins.Í frétt Reuters segir að Tsipras hafi nú snúið aftur til Aþenu þar sem hann mun ráðgast við aðra ráðherra og fulltrúa Syriza-flokksins. Forsætisráðherrann hafði þá meðal annars átt 45 mínútna fund með Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Francois Hollande Frakklandsforseta þar sem þau hvöttu hann til að samþykkja „rausnarlegt“ boð lánadrottna sem fæli í sér aukið lánsfé sem myndi duga gríska ríkinu fram í nóvember, í skiptum fyrir skattahækkanir og niðurskurð heima fyrir. Náist ekki samkomulag fyrir mánaðarmót mun Grikkland standa frammi fyrir greiðslufalli þar sem Grikkir þurfa að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1,7 milljarða evra fyrir þriðjudag. Tsipras sagði Grikki áfram munu berjast fyrir evrópskum gildum – gildum á borð við lýðræði, samstöðu, jafnræði og gagnkvæma virðingu. „Þessi gildi byggja ekki á kúgunum og úrslitakostum,“ sagði Tsipras þegar hann yfirgaf fundinn. Grikkland Tengdar fréttir Tsipras heldur áfram að reyna að semja við kröfuhafa Samningaviðræður Grikkja við kröfuhafa ríkisins virðast komnar í strand. 25. júní 2015 08:40 Lánadrottnar hafna tillögum Grikkja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB hafa hafnað aðhaldstillögum Grikklandsstjórnar til að tryggja Grikkjum frekari lán. 24. júní 2015 10:34 Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sakaði lánadrottna Grikkja um að kúga grísk stjórnvöld þegar hann yfirgaf leiðtogafund ESB nú síðdegis. Fulltrúar Grikkja, ESB, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjósins funduðu aftur í í Brussel í dag, án þess að samkomulag um náðist um aðhaldsaðgerðir gríska ríkisins.Í frétt Reuters segir að Tsipras hafi nú snúið aftur til Aþenu þar sem hann mun ráðgast við aðra ráðherra og fulltrúa Syriza-flokksins. Forsætisráðherrann hafði þá meðal annars átt 45 mínútna fund með Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Francois Hollande Frakklandsforseta þar sem þau hvöttu hann til að samþykkja „rausnarlegt“ boð lánadrottna sem fæli í sér aukið lánsfé sem myndi duga gríska ríkinu fram í nóvember, í skiptum fyrir skattahækkanir og niðurskurð heima fyrir. Náist ekki samkomulag fyrir mánaðarmót mun Grikkland standa frammi fyrir greiðslufalli þar sem Grikkir þurfa að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1,7 milljarða evra fyrir þriðjudag. Tsipras sagði Grikki áfram munu berjast fyrir evrópskum gildum – gildum á borð við lýðræði, samstöðu, jafnræði og gagnkvæma virðingu. „Þessi gildi byggja ekki á kúgunum og úrslitakostum,“ sagði Tsipras þegar hann yfirgaf fundinn.
Grikkland Tengdar fréttir Tsipras heldur áfram að reyna að semja við kröfuhafa Samningaviðræður Grikkja við kröfuhafa ríkisins virðast komnar í strand. 25. júní 2015 08:40 Lánadrottnar hafna tillögum Grikkja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB hafa hafnað aðhaldstillögum Grikklandsstjórnar til að tryggja Grikkjum frekari lán. 24. júní 2015 10:34 Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tsipras heldur áfram að reyna að semja við kröfuhafa Samningaviðræður Grikkja við kröfuhafa ríkisins virðast komnar í strand. 25. júní 2015 08:40
Lánadrottnar hafna tillögum Grikkja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB hafa hafnað aðhaldstillögum Grikklandsstjórnar til að tryggja Grikkjum frekari lán. 24. júní 2015 10:34
Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19