Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 25. júní 2015 13:23 Markmið íslenskra stjórnvalda í loftlagsmálum fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París á næsta ári verða kynnt í næstu viku. Umhverfisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum fylgja sömu markmiðum og Norðmenn hafa sett fram. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í morgun að þingið eyddi allt of litlum tíma í að ræða loftslagsbreytingar sem væru stærsta mál samtímans. „Og þar kemur hver svarta skýrslan á fætur annarri. Við finnum nú þegar breytingar á veðurfari sem hafa veruleg áhrif á lífsafkomu okkar hér á landi. Sem og auðvitað íbúa alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Katrín. Til að mynda hefði ekki verið rætt um loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári þar sem nokkur von væri bundinn við árangur. Evrópusambandið væri búið að setja fram sín markmið sem og Noregur, sem stefndi að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent miðað við árið 1990 til ársins 2030. „Umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkismálanefnd fengu kynningu á því að vinna væri hafin við loftslagsmarkmið Íslands fyrir allmörgum mánuðum en enn bólar ekkert á þessum markmiðum. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hvar eru markmiðin, hvenær koma þau og hver verða þau,“ spurði Katrín. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók undir með Katrínu um að þetta væri með stærstu málum samtímans. Það lægi ljóst fyrir að hlýnun jarðar væri af mannavöldum og því gæti hver og einn lagt sitt af mörkum. „Og ég get glatt þingmanninn, sem og aðra þingmenn hér, með því að það er verið að vinna mjög ötullega innan fimm ráðuneyta. Þetta mun verða lagt fram í ríkisstjórn áður en þing fer heim í næstu viku,“ sagði umhverfisráðherra. Ráðherra sagði Noreg hafa ákveðið að fylgja Evrópu að málum og henni þætti líklegt að það myndu Íslendingar einnig gera. „Verði þessi markmið kynnt í ríkisstjórn í næstu viku vil ég leggja áherslu á að umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkisnefnd fái kynningu á þessum markmiðum á sama tíma. Þannig að háttvirtir þingmenn séu upplýstir um þessi markmið,“ sagði Katrín. Umhverfisráðherra sagði Íslendinga búa við sérstöðu og þeir gætu náð miklum árangi í umhverfismálum, til dæmis varðandi fiskiskipaflotann. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir á fundi með Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að við stefnum að því Íslendingar að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og sú sýn hvetur okkur vissulega til dáða,“ segir Sigrún. Loftslagsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Markmið íslenskra stjórnvalda í loftlagsmálum fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París á næsta ári verða kynnt í næstu viku. Umhverfisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum fylgja sömu markmiðum og Norðmenn hafa sett fram. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í morgun að þingið eyddi allt of litlum tíma í að ræða loftslagsbreytingar sem væru stærsta mál samtímans. „Og þar kemur hver svarta skýrslan á fætur annarri. Við finnum nú þegar breytingar á veðurfari sem hafa veruleg áhrif á lífsafkomu okkar hér á landi. Sem og auðvitað íbúa alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Katrín. Til að mynda hefði ekki verið rætt um loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári þar sem nokkur von væri bundinn við árangur. Evrópusambandið væri búið að setja fram sín markmið sem og Noregur, sem stefndi að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent miðað við árið 1990 til ársins 2030. „Umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkismálanefnd fengu kynningu á því að vinna væri hafin við loftslagsmarkmið Íslands fyrir allmörgum mánuðum en enn bólar ekkert á þessum markmiðum. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hvar eru markmiðin, hvenær koma þau og hver verða þau,“ spurði Katrín. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók undir með Katrínu um að þetta væri með stærstu málum samtímans. Það lægi ljóst fyrir að hlýnun jarðar væri af mannavöldum og því gæti hver og einn lagt sitt af mörkum. „Og ég get glatt þingmanninn, sem og aðra þingmenn hér, með því að það er verið að vinna mjög ötullega innan fimm ráðuneyta. Þetta mun verða lagt fram í ríkisstjórn áður en þing fer heim í næstu viku,“ sagði umhverfisráðherra. Ráðherra sagði Noreg hafa ákveðið að fylgja Evrópu að málum og henni þætti líklegt að það myndu Íslendingar einnig gera. „Verði þessi markmið kynnt í ríkisstjórn í næstu viku vil ég leggja áherslu á að umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkisnefnd fái kynningu á þessum markmiðum á sama tíma. Þannig að háttvirtir þingmenn séu upplýstir um þessi markmið,“ sagði Katrín. Umhverfisráðherra sagði Íslendinga búa við sérstöðu og þeir gætu náð miklum árangi í umhverfismálum, til dæmis varðandi fiskiskipaflotann. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir á fundi með Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að við stefnum að því Íslendingar að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og sú sýn hvetur okkur vissulega til dáða,“ segir Sigrún.
Loftslagsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira