Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2015 16:01 Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gerði starfsandann á Alþingi að umtalsefni í ræðu sinni undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag, en í gær var meðal annars fjallað um það á Vísi að þingmaður Framsóknar vildi láta skoða einelti á þingi. Sagði Lilja Rafney að upplifun hennar af Alþingi sem vinnustað síðastliðin sex ár væri ekki með þeim hætti að þar væri einelti eða mikið ósætti.Heilbrigt að takast á um pólitík „Ég tel að hér svífi nú yfir vötnum góður andi heilt yfir. Vinskapur er þvert á flokka, jafnvel innan flokka er vinskapur,“ sagði Lilja og uppskar hlátur í þingsal. Hún sagðist því telja að þingmenn væru ekkert svo slæmir og vonaðist til þess að þingmenn gætu haldið áfram að rækta vinskapinn burtséð frá pólitískum ágreiningi. „Það er bara heilbrigt að takast á um pólitík og til þess erum við kjörin hingað á Alþingi. [...] Við notum oft myndlíkingar, notum íslenskuna til að tjá skoðanir okkar á pólitík en það er ekki þar með sagt að við séum að meina það í orðsins fyllstu merkingu gagnvart þeim sem við erum að sjá skoðanir okkar gagnvart,“ sagði Lilja.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/gvaKallar eftir meira lýðræði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði vinnustaðinn Alþingi einnig að umræðuefni og sagði ekki telja það rétt að hægt væri að reka þingið eftir sömu faglegu stöðlum og fyrirtæki. „Þetta er pólitísk stofnun sem þarf að lifa við það að hér eru pólitískir ferlar,“ sagði Helgi. Hann sagði þingmenn verða að líta til pólitískra lausna til að leysa úr þeim djúpstæða ágreiningi sem er á þingi. „Ég vil meina að pólitískasta rétta leiðin á þeim pólitíska vanda sem hér er til staðar sé meira lýðræði. Það er ekki andrúmsloftið hér á bæ sem þarf að batna, varla vinnubrögðin, [...] vegna þess að á meðan reglurnar eru eins og þær eru þá verður alltaf togstreita, ómálefnaleg togstreita jafnvel, þegar það er eina leiðin til þess að berja hlutina í gegn.“ Helgi sagði því að það þyrfti að gefa þjóðinni, sem ætti í raun Alþingi, færi og réttinn á því að grípa í taumana svo að þingmenn hefðu hagsmuni af því að tala vel um og við hvorn annan. Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gerði starfsandann á Alþingi að umtalsefni í ræðu sinni undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag, en í gær var meðal annars fjallað um það á Vísi að þingmaður Framsóknar vildi láta skoða einelti á þingi. Sagði Lilja Rafney að upplifun hennar af Alþingi sem vinnustað síðastliðin sex ár væri ekki með þeim hætti að þar væri einelti eða mikið ósætti.Heilbrigt að takast á um pólitík „Ég tel að hér svífi nú yfir vötnum góður andi heilt yfir. Vinskapur er þvert á flokka, jafnvel innan flokka er vinskapur,“ sagði Lilja og uppskar hlátur í þingsal. Hún sagðist því telja að þingmenn væru ekkert svo slæmir og vonaðist til þess að þingmenn gætu haldið áfram að rækta vinskapinn burtséð frá pólitískum ágreiningi. „Það er bara heilbrigt að takast á um pólitík og til þess erum við kjörin hingað á Alþingi. [...] Við notum oft myndlíkingar, notum íslenskuna til að tjá skoðanir okkar á pólitík en það er ekki þar með sagt að við séum að meina það í orðsins fyllstu merkingu gagnvart þeim sem við erum að sjá skoðanir okkar gagnvart,“ sagði Lilja.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/gvaKallar eftir meira lýðræði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði vinnustaðinn Alþingi einnig að umræðuefni og sagði ekki telja það rétt að hægt væri að reka þingið eftir sömu faglegu stöðlum og fyrirtæki. „Þetta er pólitísk stofnun sem þarf að lifa við það að hér eru pólitískir ferlar,“ sagði Helgi. Hann sagði þingmenn verða að líta til pólitískra lausna til að leysa úr þeim djúpstæða ágreiningi sem er á þingi. „Ég vil meina að pólitískasta rétta leiðin á þeim pólitíska vanda sem hér er til staðar sé meira lýðræði. Það er ekki andrúmsloftið hér á bæ sem þarf að batna, varla vinnubrögðin, [...] vegna þess að á meðan reglurnar eru eins og þær eru þá verður alltaf togstreita, ómálefnaleg togstreita jafnvel, þegar það er eina leiðin til þess að berja hlutina í gegn.“ Helgi sagði því að það þyrfti að gefa þjóðinni, sem ætti í raun Alþingi, færi og réttinn á því að grípa í taumana svo að þingmenn hefðu hagsmuni af því að tala vel um og við hvorn annan.
Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira