Guðmundur Steingrímsson kallar eftir aðgerðaráætlun í menntamálum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2015 16:41 Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, kallar eftir aðgerðaráætlun í menntamálum. Vísir/Valli „Það er stundum sagt á hátíðisdögum að menntun borgi sig,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þingmaðurinn spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort hann hefði áhyggjur af þeim tölum sem birtust í könnun frá Hagstofu Íslands. Rétt eins og Vísir hefur fjallað um í dag þá skilar menntun sér síst í hærri launum hér á landi ef miðað er við önnur Evrópulönd. Guðmundur kallar eftir víðtækri aðgerðaráætlun í menntamálum. Guðmundur sagðist telja það heillavænlegt og skynsamlegt að búa í þjóðfélagi þar sem umbunað er fyrir menntun á einhvern hátt. „Við fáum aukna verðmætasköpun og heilbrigðara og betra samfélag.“ Hann benti á að Bandalag háskólamanna hafi bent á þetta misræmi um langt skeið en félagið hefur staðið í verkfallsaðgerðum í á fjórða mánuð. Sett voru lög á verkfallsaðgerðir BHM fyrir um tveimur vikum. „Hvatinn til menntunar er ekki nægilega ríkur á Íslandi,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það nú svo að áhöld væru jafnvel um hvort menntun borgi sig yfirhöfuð.Illugi er ekki ánægður með niðurstöður könnunar Hagstofunnar.Vísir/DaníelStingur mjög í augun Illugi tók undir áhyggjur Guðmundar en benti jafnframt á að nauðsynlegt væri að átta sig á hvers vegna staðan er eins og hún er. „Ég held því að það þurfi að velta fyrir sér þáttum eins og samsetningu háskólamenntunar hjá okkur. Hvert liggur straumurinn? Í hverju er fólk að mennta sig og gagnast það samfélaginu okkar í dag?“ Hann spurði þingheim hvort samfélagið hér á landi væri að nýta menntun nægilega vel og hvort hún hentaði þróun atvinnulífsins. „Þetta stingur mjög í augun og er umhugsunar- og áhyggjuefni fyrir okkur.“ Guðmundur kallaði í andsvari sínu eftir víðtækri aðgerðaráætlun til að auka gildi menntunar. „Ég held að við séum í alþjóðasamkeppni um menntað starfsfólk,“ sagði Guðmundur. „Við erum að horfa upp á þetta núna. Menntað vinnuafl er að leita annað. Við kostum menntunina og þetta fólk flytur svo út og greiðir skatta þar.“ Illugi telur málið að einhverju leyti menningarlegt. „Við erum þjóðin sem bjó til máltækið: „Bókvitið verður ekki í askana látið“,“ sagði hann en að hann teldi að þetta viðhorf væri að breytast. Alþingi Tengdar fréttir Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Sjá meira
„Það er stundum sagt á hátíðisdögum að menntun borgi sig,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þingmaðurinn spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort hann hefði áhyggjur af þeim tölum sem birtust í könnun frá Hagstofu Íslands. Rétt eins og Vísir hefur fjallað um í dag þá skilar menntun sér síst í hærri launum hér á landi ef miðað er við önnur Evrópulönd. Guðmundur kallar eftir víðtækri aðgerðaráætlun í menntamálum. Guðmundur sagðist telja það heillavænlegt og skynsamlegt að búa í þjóðfélagi þar sem umbunað er fyrir menntun á einhvern hátt. „Við fáum aukna verðmætasköpun og heilbrigðara og betra samfélag.“ Hann benti á að Bandalag háskólamanna hafi bent á þetta misræmi um langt skeið en félagið hefur staðið í verkfallsaðgerðum í á fjórða mánuð. Sett voru lög á verkfallsaðgerðir BHM fyrir um tveimur vikum. „Hvatinn til menntunar er ekki nægilega ríkur á Íslandi,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það nú svo að áhöld væru jafnvel um hvort menntun borgi sig yfirhöfuð.Illugi er ekki ánægður með niðurstöður könnunar Hagstofunnar.Vísir/DaníelStingur mjög í augun Illugi tók undir áhyggjur Guðmundar en benti jafnframt á að nauðsynlegt væri að átta sig á hvers vegna staðan er eins og hún er. „Ég held því að það þurfi að velta fyrir sér þáttum eins og samsetningu háskólamenntunar hjá okkur. Hvert liggur straumurinn? Í hverju er fólk að mennta sig og gagnast það samfélaginu okkar í dag?“ Hann spurði þingheim hvort samfélagið hér á landi væri að nýta menntun nægilega vel og hvort hún hentaði þróun atvinnulífsins. „Þetta stingur mjög í augun og er umhugsunar- og áhyggjuefni fyrir okkur.“ Guðmundur kallaði í andsvari sínu eftir víðtækri aðgerðaráætlun til að auka gildi menntunar. „Ég held að við séum í alþjóðasamkeppni um menntað starfsfólk,“ sagði Guðmundur. „Við erum að horfa upp á þetta núna. Menntað vinnuafl er að leita annað. Við kostum menntunina og þetta fólk flytur svo út og greiðir skatta þar.“ Illugi telur málið að einhverju leyti menningarlegt. „Við erum þjóðin sem bjó til máltækið: „Bókvitið verður ekki í askana látið“,“ sagði hann en að hann teldi að þetta viðhorf væri að breytast.
Alþingi Tengdar fréttir Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Sjá meira
Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00