Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2015 14:29 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, Adolf Ingi Erlingsson, útvarpsstjóri Radio Iceland og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra við opnun stöðvarinnar þann 16. febrúar. Útvarpsstöðin Radio Iceland, sem var ætluð fyrir erlenda ferðamenn og hleypt var af stokkunum í febrúar, hefur hætt starfsemi. Adolf Ingi Erlingsson útvarpsstjóri segir niðurstöðuna ekki skemmtilega en tapið hafi verið orðið of mikið. Radio Iceland var opnuð þann 16. maí af Ragnheiði Elínu Árnadóttur og ætlaði sér stóra hluti. Stöðin sendi út á tíðinni 89,1 á höfuðborgarsvæðinu og 97,7 á Akureyri. Víðar var hægt að ná stöðinni á öðrum tíðnum.Markaðurinn tregur Adolf Ingi segir við Vísi að hann hafi einfaldlega ekki getað fjármagnað stöðina lengur. Hann hafi fjármagnað stöðin að langstærstum hluta úr eigin vasa. Hægar hafi hins vegar gengið en vonir stóðu til að ná inn tekjum. „Tapið er orðið það mikið að ég varð að ákveða að stoppa þetta,“ segir Adolf Ingi. Stöðin var í loftinu í fjóran og hálfan mánuð. Adolf Ingi, sem hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum eftir áratugastarf á íþróttadeild RÚV, segir fátt hafa komið sér á óvart við rekstur fjölmiðils. „Svo sem ekki. Nema bara hvað markaðurinn var tregur miðað við undirtektirnar sem stöðin hafði fengið. Þó það hafi lifnað við talsvert upp á síðkastið þá var það ekki nóg.“ Útvarpsstjórinn segist verða að taka þessu biti.Gat ekki farið lengra „Ég gat ekki lengur réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram,“ segir kappinn. „Auðvitað er þetta rosaleg synd en það kostar sitt að reka fjömiðil. Þú ert með fólk á launum og ég hef verið að borga úr eigin vasa. Ég get ekki farið lengra.“ Aðspurður hvort hann viti hve hátt tapið sé skellir Dolli upp úr og segist vel vita það. „Þetta er 'peanuts' fyrir suma en fyrir venjulegt fólk eins og mig eru þetta fjárhæðir sem maður finnur verulega fyrir.“ Hann ítrekar að fyrirtækið fari ekki í gjaldþrot. Hann reiknar einnig með að halda húsnæði sínu þrátt fyrir að vera í sjálfsskuldarábyrgð með allt, með veð í eignum hans. „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Útvarpsstöðin Radio Iceland, sem var ætluð fyrir erlenda ferðamenn og hleypt var af stokkunum í febrúar, hefur hætt starfsemi. Adolf Ingi Erlingsson útvarpsstjóri segir niðurstöðuna ekki skemmtilega en tapið hafi verið orðið of mikið. Radio Iceland var opnuð þann 16. maí af Ragnheiði Elínu Árnadóttur og ætlaði sér stóra hluti. Stöðin sendi út á tíðinni 89,1 á höfuðborgarsvæðinu og 97,7 á Akureyri. Víðar var hægt að ná stöðinni á öðrum tíðnum.Markaðurinn tregur Adolf Ingi segir við Vísi að hann hafi einfaldlega ekki getað fjármagnað stöðina lengur. Hann hafi fjármagnað stöðin að langstærstum hluta úr eigin vasa. Hægar hafi hins vegar gengið en vonir stóðu til að ná inn tekjum. „Tapið er orðið það mikið að ég varð að ákveða að stoppa þetta,“ segir Adolf Ingi. Stöðin var í loftinu í fjóran og hálfan mánuð. Adolf Ingi, sem hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum eftir áratugastarf á íþróttadeild RÚV, segir fátt hafa komið sér á óvart við rekstur fjölmiðils. „Svo sem ekki. Nema bara hvað markaðurinn var tregur miðað við undirtektirnar sem stöðin hafði fengið. Þó það hafi lifnað við talsvert upp á síðkastið þá var það ekki nóg.“ Útvarpsstjórinn segist verða að taka þessu biti.Gat ekki farið lengra „Ég gat ekki lengur réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram,“ segir kappinn. „Auðvitað er þetta rosaleg synd en það kostar sitt að reka fjömiðil. Þú ert með fólk á launum og ég hef verið að borga úr eigin vasa. Ég get ekki farið lengra.“ Aðspurður hvort hann viti hve hátt tapið sé skellir Dolli upp úr og segist vel vita það. „Þetta er 'peanuts' fyrir suma en fyrir venjulegt fólk eins og mig eru þetta fjárhæðir sem maður finnur verulega fyrir.“ Hann ítrekar að fyrirtækið fari ekki í gjaldþrot. Hann reiknar einnig með að halda húsnæði sínu þrátt fyrir að vera í sjálfsskuldarábyrgð með allt, með veð í eignum hans. „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54
Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29
Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23
Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41