Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Cork City 2-1 | Frábær endurkoma KR-inga Ingvi Þór Sæmundsson á Alvogen-vellinum skrifar 9. júlí 2015 13:07 Bjarni Guðjónsson hefur eflaust aldrei verið jafn stoltur af KR-liðinu sínu og eftir seinni leikinn gegn Cork City frá Írlandi í kvöld.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. KR-ingar lentu í miklu mótlæti í leiknum og í hálfleik var staðan svört, marki undir og manni færri eftir að Skúli Jón Friðgeirsson fékk að líta sitt annað gula spjald undir lok fyrri hálfleiks. Það var annað og betra KR-lið sem mætti til leiks í seinni hálfleiks en í þeim fyrri og þrátt fyrir að vera manni færri höfðu Vesturbæingar mikla yfirburði. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin á 75. mínútu og á níundu mínútu framlengingarinnar skoraði Jacob Schoop, besti maður vallarins, sigurmark KR eftir frábæran undirbúning Garys Martin. KR vann viðureignina samanlagt 3-2 og er komið í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Rosenborg frá Noregi.Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að ofan og neðan. KR-ingar voru mun meira með boltann í fyrri hálfleik en gekk erfiðlega að skapa sér opin færi gegn írska liðinu sem lá mjög aftarlega. Schoop var í strangri gæslu og því kom það í hlut Jónasar Guðna Sævarssonar og Pálma Rafns Pálmasonar að stjórna leiknum sem er ekki þeirra helsti styrkleiki. Það var helst Skúli Jón sem nýtti sér allt plássið Cork-liðið gaf KR-ingum aftarlega á vellinum en miðvörðurinn átti nokkrar góðar sendingar fram völlinn og út á kantana, bæði stuttar og langar. Hann var hins vegar í sviðsljósinu fyrir aðra hluti á 43. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á Mark O'Sullivan, framherja Cork, sem var kominn framhjá honum. O'Sullivan reyndist KR-ingum afar erfiður í kvöld en þessi kröftugi framherji kom Cork yfir á 13. mínútu. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn KR eftir að Jónas tapaði boltanum á miðjunni. Rasmus Christiansen virtist vera búinn að króa O'Sullivan af en framherjinn náði skoti sem fór í Rasmus og í boga yfir Stefán Loga Magnússon sem var kominn af línunni. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og því ljóst að KR biði erfitt verkefni í seinni hálfleik. Hann var með svipuðu sniði og sá fyrri. KR stjórnaði leiknum og var jafnvel enn meira með boltann en í fyrri hálfleik. Hins vegar var tempóið í spili KR-inga hærra og krafturinn meiri í sóknaraðgerðum þeirra. Bjarni setti Almarr Ormarsson inn á í stað Jónasar snemma í seinni hálfleik og sú breyting hafði góð áhrif á KR-liðið. Við breytinguna færðist Schoop aðeins aftar, komst meira í boltann og fyrir vikið varð sóknarleikur KR mun markvissari. KR byrjuðu að lemja á hurðina - Óskar Örn Hauksson skallaði í slána eftir fyrirgjöf Almars og Gary var tvívegis nálægt því að skora - og að lokum gaf hún sig þegar Pálmi jafnaði metin með skoti af stuttu færi eftir skalla Schoops fyrir markið. Verðskuldað jöfnunarmark en KR-ingar voru ekki hættir. Þeir héldu áfram að spila og sýndu vilja til að vinna leikinn. Það sama var ekki hægt að segja um mótherja þeirra sem lágu í vörn allan leikinn og gerðu enga tilraun til að halda boltanum og sækja, jafnvel þótt þeir væru manni fleiri. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. KR var áfram sterkari aðilinn; Almarr komst í gott færi á 93. mínútu en Mark McNulty varði og tveimur mínútum síðar skallaði varamaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson í slána eftir góða fyrirgjöf Óskars Arnar frá vinstri. Sigurmarkið, sem var af fallegari gerðinni, kom svo á 99. mínútu. Heimamenn unnu boltann og Gary tók á rás fram völlinn. Hann var einn á móti fjölmörgum varnarmönnum Cork en hélt áfram. Allt í einu birtist Schoop hægra megin við hann. Gary beið og beið og sendi svo boltann á Danann á hárréttu augnabliki. Schoop komst einn á móti Mark McNulty, lék skemmtilega á hann og skoraði í autt markið. Glæsilegt mark og fyllilega verðskuldað. Cork-menn settu smá pressu á KR á lokamínútunum en ekkert sem heimamenn réðu ekki við. Óskar Örn fékk svo gullið tækifæri til að klára leikinn endanlega þremur mínútum fyrir leikslok en skaut framhjá. Það kom þó ekki að sök og KR-ingar fögnuðu verðskulduðum sigri og sæti í næstu umferð.Pálmi Rafn Pálmason skoraði jöfnunarmark KR.vísir/andri marinóBjarni: Brekkan var ansi brött Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var að vonum glaður þegar hann ræddi við blaðamann Vísis eftir sigurinn á Cork City í kvöld. "Með fullri virðingu fyrir Cork held ég að við séum með betra fótboltalið. Þetta snerist alltaf um hvort við myndum vinna baráttuna," sagði Bjarni. "Við lentum undir í henni í seinni hálfleiknum úti en stjórnuðum fyrri hálfleiknum. Svo lentum við í vandræðum hérna; fengum mark á okkur og misstum mann af velli. "Brekkan var ansi brött en menn komu sterkir inn í seinni hálfleikinn sem mér fannst mjög góður. Fyrir utan mörkin tvö áttum við tvo skalla slá og svo fékk Óskar (Örn Hauksson) dauðafæri." Bjarni hrósaði varamönnunum sínum þremur komu allir sterkir inn í KR-liðið; Almarr Ormarsson, Þorsteinn Már Ragnarsson og Grétar S. Sigurðarson. "Þeir voru mjög góðir og leystu sín verkefni vel af hendi," sagði Bjarni sem var ánægður með skapgerðina sem KR sýndi í kvöld. "Það er mikill karakter og samstaða í liðinu. Andinn í klefanum er frábær og það hefur tekist á mjög skömmum tíma þrátt fyrir miklar breytingar í vetur." KR mætir norska stórliðinu Rosenborg í næstu umferð. Bjarna líst vel á það verkefni. "Það er gaman að fá stórlið til að spila á móti. Brekkan verður bara brattari og það verða þrír í banni hjá okkur í næsta leik. Það verður krefjandi verkefni en nú einbeitum við okkur bara að leiknum gegn Víkingi á sunnudaginn," sagði Bjarni að lokum.Jacob Scoop skilaði marki og stoðsendingu gegn Cork City.vísir/andri marinóSchoop: Leit út fyrir að það væri jafnt í liðum "Ég held það, fyrst við getum spilað svona einum færri," sagði Jacob Schoop eftir sigur KR á Cork City í kvöld, aðspurður hvort KR-ingar hefðu átt skilið að fara áfram í næstu umferð. Daninn knái átti frábæran leik í kvöld og skoraði sigurmark KR á níundu mínútu framlengingarinnar. Hann var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld en KR lék allan seinni hálfleikinn og framlenginguna einum færri eftir að Skúli Jón Friðgeirsson var rekinn út af undir lok fyrri hálfleiks. "Við vorum miklu meira með boltann og utan að frá leit örugglega út fyrir að það væri jafnt í liðum. Við héldum áfram að spila og reyndum að koma með fyrirgjafir sem okkur fannst skapa hættu. Við skoruðum tvö mörk og skölluðum auk þess tvisvar í slána. "Við sýndum frábæra liðsheild og fengum góðan stuðning úr stúkunni. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt," sagði Schoop en af hverju gekk KR-ingum illa að opna írsku vörnina í fyrri hálfleiknum? "Þeir lágu aftar en við bjuggumst við og það var lítið pláss til að vinna í milli varnar og miðju. Við leystum þetta vandamál í seinni hálfleik. Þetta var frábær frammistaða," sagði Schoop sem átti nóg eftir þegar hann tók mikinn sprett á 99. mínútu sem leiddi til sigurmarksins. "Maður finnur einhverja aukaorku einhvers staðar. Það er erfitt að útskýra það. Mig langaði svo mikið að vinna leikinn að ég gleymdi þreytunni á þessari stundu." Schoop náði merkilegum áfanga í kvöld en hann skoraði í sínum fyrsta Evrópuleik fyrir KR á Alvogen-vellinum. Hann skoraði einnig í sínum fyrsta deildar- og bikarleik á þessum velli. Daninn segir þetta skemmtilega tölfræði. "Vonandi skora ég líka í fyrsta Meistaradeildarleiknum á næsta ári," sagði Schoop hlæjandi að lokum.Skúli Jón Friðgeirsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 43. mínútu: Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin fyrir KR á 75. mínútu: Jacop Schoop skoraði fyrir KR á níundu mínútu framlenginarinnar: Evrópudeild UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Bjarni Guðjónsson hefur eflaust aldrei verið jafn stoltur af KR-liðinu sínu og eftir seinni leikinn gegn Cork City frá Írlandi í kvöld.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. KR-ingar lentu í miklu mótlæti í leiknum og í hálfleik var staðan svört, marki undir og manni færri eftir að Skúli Jón Friðgeirsson fékk að líta sitt annað gula spjald undir lok fyrri hálfleiks. Það var annað og betra KR-lið sem mætti til leiks í seinni hálfleiks en í þeim fyrri og þrátt fyrir að vera manni færri höfðu Vesturbæingar mikla yfirburði. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin á 75. mínútu og á níundu mínútu framlengingarinnar skoraði Jacob Schoop, besti maður vallarins, sigurmark KR eftir frábæran undirbúning Garys Martin. KR vann viðureignina samanlagt 3-2 og er komið í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Rosenborg frá Noregi.Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að ofan og neðan. KR-ingar voru mun meira með boltann í fyrri hálfleik en gekk erfiðlega að skapa sér opin færi gegn írska liðinu sem lá mjög aftarlega. Schoop var í strangri gæslu og því kom það í hlut Jónasar Guðna Sævarssonar og Pálma Rafns Pálmasonar að stjórna leiknum sem er ekki þeirra helsti styrkleiki. Það var helst Skúli Jón sem nýtti sér allt plássið Cork-liðið gaf KR-ingum aftarlega á vellinum en miðvörðurinn átti nokkrar góðar sendingar fram völlinn og út á kantana, bæði stuttar og langar. Hann var hins vegar í sviðsljósinu fyrir aðra hluti á 43. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á Mark O'Sullivan, framherja Cork, sem var kominn framhjá honum. O'Sullivan reyndist KR-ingum afar erfiður í kvöld en þessi kröftugi framherji kom Cork yfir á 13. mínútu. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn KR eftir að Jónas tapaði boltanum á miðjunni. Rasmus Christiansen virtist vera búinn að króa O'Sullivan af en framherjinn náði skoti sem fór í Rasmus og í boga yfir Stefán Loga Magnússon sem var kominn af línunni. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og því ljóst að KR biði erfitt verkefni í seinni hálfleik. Hann var með svipuðu sniði og sá fyrri. KR stjórnaði leiknum og var jafnvel enn meira með boltann en í fyrri hálfleik. Hins vegar var tempóið í spili KR-inga hærra og krafturinn meiri í sóknaraðgerðum þeirra. Bjarni setti Almarr Ormarsson inn á í stað Jónasar snemma í seinni hálfleik og sú breyting hafði góð áhrif á KR-liðið. Við breytinguna færðist Schoop aðeins aftar, komst meira í boltann og fyrir vikið varð sóknarleikur KR mun markvissari. KR byrjuðu að lemja á hurðina - Óskar Örn Hauksson skallaði í slána eftir fyrirgjöf Almars og Gary var tvívegis nálægt því að skora - og að lokum gaf hún sig þegar Pálmi jafnaði metin með skoti af stuttu færi eftir skalla Schoops fyrir markið. Verðskuldað jöfnunarmark en KR-ingar voru ekki hættir. Þeir héldu áfram að spila og sýndu vilja til að vinna leikinn. Það sama var ekki hægt að segja um mótherja þeirra sem lágu í vörn allan leikinn og gerðu enga tilraun til að halda boltanum og sækja, jafnvel þótt þeir væru manni fleiri. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. KR var áfram sterkari aðilinn; Almarr komst í gott færi á 93. mínútu en Mark McNulty varði og tveimur mínútum síðar skallaði varamaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson í slána eftir góða fyrirgjöf Óskars Arnar frá vinstri. Sigurmarkið, sem var af fallegari gerðinni, kom svo á 99. mínútu. Heimamenn unnu boltann og Gary tók á rás fram völlinn. Hann var einn á móti fjölmörgum varnarmönnum Cork en hélt áfram. Allt í einu birtist Schoop hægra megin við hann. Gary beið og beið og sendi svo boltann á Danann á hárréttu augnabliki. Schoop komst einn á móti Mark McNulty, lék skemmtilega á hann og skoraði í autt markið. Glæsilegt mark og fyllilega verðskuldað. Cork-menn settu smá pressu á KR á lokamínútunum en ekkert sem heimamenn réðu ekki við. Óskar Örn fékk svo gullið tækifæri til að klára leikinn endanlega þremur mínútum fyrir leikslok en skaut framhjá. Það kom þó ekki að sök og KR-ingar fögnuðu verðskulduðum sigri og sæti í næstu umferð.Pálmi Rafn Pálmason skoraði jöfnunarmark KR.vísir/andri marinóBjarni: Brekkan var ansi brött Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var að vonum glaður þegar hann ræddi við blaðamann Vísis eftir sigurinn á Cork City í kvöld. "Með fullri virðingu fyrir Cork held ég að við séum með betra fótboltalið. Þetta snerist alltaf um hvort við myndum vinna baráttuna," sagði Bjarni. "Við lentum undir í henni í seinni hálfleiknum úti en stjórnuðum fyrri hálfleiknum. Svo lentum við í vandræðum hérna; fengum mark á okkur og misstum mann af velli. "Brekkan var ansi brött en menn komu sterkir inn í seinni hálfleikinn sem mér fannst mjög góður. Fyrir utan mörkin tvö áttum við tvo skalla slá og svo fékk Óskar (Örn Hauksson) dauðafæri." Bjarni hrósaði varamönnunum sínum þremur komu allir sterkir inn í KR-liðið; Almarr Ormarsson, Þorsteinn Már Ragnarsson og Grétar S. Sigurðarson. "Þeir voru mjög góðir og leystu sín verkefni vel af hendi," sagði Bjarni sem var ánægður með skapgerðina sem KR sýndi í kvöld. "Það er mikill karakter og samstaða í liðinu. Andinn í klefanum er frábær og það hefur tekist á mjög skömmum tíma þrátt fyrir miklar breytingar í vetur." KR mætir norska stórliðinu Rosenborg í næstu umferð. Bjarna líst vel á það verkefni. "Það er gaman að fá stórlið til að spila á móti. Brekkan verður bara brattari og það verða þrír í banni hjá okkur í næsta leik. Það verður krefjandi verkefni en nú einbeitum við okkur bara að leiknum gegn Víkingi á sunnudaginn," sagði Bjarni að lokum.Jacob Scoop skilaði marki og stoðsendingu gegn Cork City.vísir/andri marinóSchoop: Leit út fyrir að það væri jafnt í liðum "Ég held það, fyrst við getum spilað svona einum færri," sagði Jacob Schoop eftir sigur KR á Cork City í kvöld, aðspurður hvort KR-ingar hefðu átt skilið að fara áfram í næstu umferð. Daninn knái átti frábæran leik í kvöld og skoraði sigurmark KR á níundu mínútu framlengingarinnar. Hann var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld en KR lék allan seinni hálfleikinn og framlenginguna einum færri eftir að Skúli Jón Friðgeirsson var rekinn út af undir lok fyrri hálfleiks. "Við vorum miklu meira með boltann og utan að frá leit örugglega út fyrir að það væri jafnt í liðum. Við héldum áfram að spila og reyndum að koma með fyrirgjafir sem okkur fannst skapa hættu. Við skoruðum tvö mörk og skölluðum auk þess tvisvar í slána. "Við sýndum frábæra liðsheild og fengum góðan stuðning úr stúkunni. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt," sagði Schoop en af hverju gekk KR-ingum illa að opna írsku vörnina í fyrri hálfleiknum? "Þeir lágu aftar en við bjuggumst við og það var lítið pláss til að vinna í milli varnar og miðju. Við leystum þetta vandamál í seinni hálfleik. Þetta var frábær frammistaða," sagði Schoop sem átti nóg eftir þegar hann tók mikinn sprett á 99. mínútu sem leiddi til sigurmarksins. "Maður finnur einhverja aukaorku einhvers staðar. Það er erfitt að útskýra það. Mig langaði svo mikið að vinna leikinn að ég gleymdi þreytunni á þessari stundu." Schoop náði merkilegum áfanga í kvöld en hann skoraði í sínum fyrsta Evrópuleik fyrir KR á Alvogen-vellinum. Hann skoraði einnig í sínum fyrsta deildar- og bikarleik á þessum velli. Daninn segir þetta skemmtilega tölfræði. "Vonandi skora ég líka í fyrsta Meistaradeildarleiknum á næsta ári," sagði Schoop hlæjandi að lokum.Skúli Jón Friðgeirsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 43. mínútu: Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin fyrir KR á 75. mínútu: Jacop Schoop skoraði fyrir KR á níundu mínútu framlenginarinnar:
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira