Míkrónesía með markatöluna 0-114 í þremur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2015 11:00 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Míkrónesía er ekki með gott fótboltalandslið. Því er hægt að halda fram með sannfæringu eftir skelfilegt gengi liðsins í riðlakeppni Kyrrahafsmótsins í knattspyrnu. Mótið er líka undankeppni Eyjaálfu fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Landslið Míkrónesíu setti enn eitt metið í nótt þegar liðið tapaði 46-0 á móti landsliði Vanúatú. Míkrónesíu-liðið hafði áður tapað 30-0 á móti Tahítí og 38-0 á móti Fiji-eyjum. Þess má geta að landslið Vanúatú er í 200. sæti á styrkleikalista FIFA, Fiji-eyjar eru í 195. sæti og Tahítí er í 182. sæti. Míkrónesía er ekki með sæti á FIFA-listanum. Leikmenn Vanúatú voru komnir í 24-0 í hálfleik en þeir slökuðu ekki mikið á í þeim síðari enda komu tvö markanna meðal annars í uppbótartíma seinni hálfleiks. Sambandsríki Míkrónesíu er eyríki í Suður-Kyrrahafi en á eyjunum búa rétt rúmlega hundrað þúsund manns. Eyjarnar liggja norðaustan við Papúu Nýju-Gíneu, norður af Ástralíu. Hinn tvítugi Jean Kaltack skoraði sextán mörk í þessum sigri Vanúatú en mörkin hans komu á eftirtöldum mínútum: 4., 6., 17., 34., 37., 44., 45., 45.+2, 47., 54., 59., 60., 66., 73., 90.+3 og 90.+4 mínútu. Bill Nicolls skoraði tíu mörk í leiknum en var samt sem áður langt frá því að vera markahæsti leikmaður síns liðs. Tveir aðrir leikmenn Vanúatú skoruðu þrennu því Tony Kaltack var með sex mörk og Barry Mansale skoraði fimm mörk. Markatala Vanúatú í þremur leikjum riðilsins var því 0-114 og þetta verður seint bætt. Forráðamenn Míkrónesíu biðluðu til FIFA eftir leikinn og óskuðu eftir hjálp við að bæta landslið sitt. „Þetta eru strákar en ekki menn. Þeir halda vonandi áfram og spila með okkur í að minnsta kosti átta ár í viðbót," sagði Stan Foster, ástralski þjálfari liðsins eftir leikinn. Fótbolti Míkrónesía Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Míkrónesía er ekki með gott fótboltalandslið. Því er hægt að halda fram með sannfæringu eftir skelfilegt gengi liðsins í riðlakeppni Kyrrahafsmótsins í knattspyrnu. Mótið er líka undankeppni Eyjaálfu fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Landslið Míkrónesíu setti enn eitt metið í nótt þegar liðið tapaði 46-0 á móti landsliði Vanúatú. Míkrónesíu-liðið hafði áður tapað 30-0 á móti Tahítí og 38-0 á móti Fiji-eyjum. Þess má geta að landslið Vanúatú er í 200. sæti á styrkleikalista FIFA, Fiji-eyjar eru í 195. sæti og Tahítí er í 182. sæti. Míkrónesía er ekki með sæti á FIFA-listanum. Leikmenn Vanúatú voru komnir í 24-0 í hálfleik en þeir slökuðu ekki mikið á í þeim síðari enda komu tvö markanna meðal annars í uppbótartíma seinni hálfleiks. Sambandsríki Míkrónesíu er eyríki í Suður-Kyrrahafi en á eyjunum búa rétt rúmlega hundrað þúsund manns. Eyjarnar liggja norðaustan við Papúu Nýju-Gíneu, norður af Ástralíu. Hinn tvítugi Jean Kaltack skoraði sextán mörk í þessum sigri Vanúatú en mörkin hans komu á eftirtöldum mínútum: 4., 6., 17., 34., 37., 44., 45., 45.+2, 47., 54., 59., 60., 66., 73., 90.+3 og 90.+4 mínútu. Bill Nicolls skoraði tíu mörk í leiknum en var samt sem áður langt frá því að vera markahæsti leikmaður síns liðs. Tveir aðrir leikmenn Vanúatú skoruðu þrennu því Tony Kaltack var með sex mörk og Barry Mansale skoraði fimm mörk. Markatala Vanúatú í þremur leikjum riðilsins var því 0-114 og þetta verður seint bætt. Forráðamenn Míkrónesíu biðluðu til FIFA eftir leikinn og óskuðu eftir hjálp við að bæta landslið sitt. „Þetta eru strákar en ekki menn. Þeir halda vonandi áfram og spila með okkur í að minnsta kosti átta ár í viðbót," sagði Stan Foster, ástralski þjálfari liðsins eftir leikinn.
Fótbolti Míkrónesía Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira