Handbolti

Róbert tekinn við Þrótti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert á bekknum hjá Víkingi.
Róbert á bekknum hjá Víkingi. vísir/daníel
Róbert Sighvatsson hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar í 1. deildinni í handbolta.

Róbert, sem er 42 ára, lék 160 leiki með íslenska landsliðinu á sínum tíma og skoraði 243 mörk.

Hann þjálfaði áður Wetzlar í Þýskalandi og Víking hér heima.

Leifur Óskarsson, leikmaður Þróttar, verður Róberti til aðstoðar ásamt Gylfa Gylfasyni, fyrrverandi landsliðsmanni. Óvíst er hvort Gylfi muni spila með Þrótti á komandi tímabili.

Þróttur endaði í 8. og næstneðsta sæti 1. deildar á síðasta tímabili en liðið fékk aðeins níu stig í 24 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×