Grikkir þurfa 60 milljarða evra í neyðaraðstoð að mati AGS Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2015 00:03 Þjóðaratkvæðagreiðsla um tilboð lánadrottna gríska ríkisins fer fram á sunnudaginn. "Oxi" er "nei“ á grísku. vísir/epa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að Grikkland þurfi 60 milljarða evra í neyðaraðstoð á næstu þremur árum til að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu. Þá metur sjóðurinn það sem svo að gríska ríkið þurfi miklar afskriftir og lægri vexti á lánum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu AGS um efnahagshorfur í Grikklandi en skýrslan kom út í dag, aðeins nokkrum dögum áður en Grikkir kjósa í þjóðaratkvæðaatgreiðslu um hvort þeir gangi að tilboði lánadrottna ríkisins. Forsvarsmenn AGS eru ekki tilbúnir til að samþykkja samning um neyðarlán fyrir Grikkland nema að í honum felist bæði afskriftir og loforð efnahagsumbætur í landinu. AGS vill jafnframt að gríska ríkið byrji ekki að borga af lánum sínum fyrr en eftir 20 ár og að lokagreiðslur fari ekki fram fyrr en árið 2055. Sjóðurinn metur það sem svo að Grikkir þurfir 10 milljarða evra á næstu mánuðum í neyðaraðstoð og svo 50 milljarða eftir það. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, tók vel í hugmyndir AGS í dag en sagði að það sem kæmi fram í skýrslunni hefði aldrei verið borið undir hann í neinum samningaviðræðum. Hann vill að þjóð sína hafni tilboði lánadrottna á sunnudaginn sem felur meðal annars í sér skattahækkanir og mikinn niðurskurð í velferðarkerfinu. „Að segja nei á sunnudaginn er ekki að segja nei við Evrópu. Það þýðir einfaldlega að við krefjumst raunsærrar lausnar á vandanum. Annað hvort gengurðu að afarkostum eða þú velur lýðræðið,“ sagði Tsipras. Grikkland Tengdar fréttir Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39 Gríska þjóðin dofin: „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig“ Ræðismaður Íslands í Grikklandi lýsir ástandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina. 1. júlí 2015 12:15 Tsipras segir að viðræður haldi áfram eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna Forsætisráðherra Grikklands segir það ekki satt að höfnun krafna lánardrottna myndi hafa í för með sér brottrekstur úr ESB. 1. júlí 2015 15:18 Hvetur Grikki til að hafna samningnum Forsætisráðherra Grikklands vill semja um nýja neyðaraðstoð eftir að kosið verður um samninginn sem liggur fyrir. Hann hvetur Grikki til að samþykkja ekki samninginn. Kanslari Þýskalands segir tilgangslaust að semja eftir atkvæðagreiðsluna. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að Grikkland þurfi 60 milljarða evra í neyðaraðstoð á næstu þremur árum til að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu. Þá metur sjóðurinn það sem svo að gríska ríkið þurfi miklar afskriftir og lægri vexti á lánum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu AGS um efnahagshorfur í Grikklandi en skýrslan kom út í dag, aðeins nokkrum dögum áður en Grikkir kjósa í þjóðaratkvæðaatgreiðslu um hvort þeir gangi að tilboði lánadrottna ríkisins. Forsvarsmenn AGS eru ekki tilbúnir til að samþykkja samning um neyðarlán fyrir Grikkland nema að í honum felist bæði afskriftir og loforð efnahagsumbætur í landinu. AGS vill jafnframt að gríska ríkið byrji ekki að borga af lánum sínum fyrr en eftir 20 ár og að lokagreiðslur fari ekki fram fyrr en árið 2055. Sjóðurinn metur það sem svo að Grikkir þurfir 10 milljarða evra á næstu mánuðum í neyðaraðstoð og svo 50 milljarða eftir það. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, tók vel í hugmyndir AGS í dag en sagði að það sem kæmi fram í skýrslunni hefði aldrei verið borið undir hann í neinum samningaviðræðum. Hann vill að þjóð sína hafni tilboði lánadrottna á sunnudaginn sem felur meðal annars í sér skattahækkanir og mikinn niðurskurð í velferðarkerfinu. „Að segja nei á sunnudaginn er ekki að segja nei við Evrópu. Það þýðir einfaldlega að við krefjumst raunsærrar lausnar á vandanum. Annað hvort gengurðu að afarkostum eða þú velur lýðræðið,“ sagði Tsipras.
Grikkland Tengdar fréttir Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39 Gríska þjóðin dofin: „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig“ Ræðismaður Íslands í Grikklandi lýsir ástandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina. 1. júlí 2015 12:15 Tsipras segir að viðræður haldi áfram eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna Forsætisráðherra Grikklands segir það ekki satt að höfnun krafna lánardrottna myndi hafa í för með sér brottrekstur úr ESB. 1. júlí 2015 15:18 Hvetur Grikki til að hafna samningnum Forsætisráðherra Grikklands vill semja um nýja neyðaraðstoð eftir að kosið verður um samninginn sem liggur fyrir. Hann hvetur Grikki til að samþykkja ekki samninginn. Kanslari Þýskalands segir tilgangslaust að semja eftir atkvæðagreiðsluna. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39
Gríska þjóðin dofin: „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig“ Ræðismaður Íslands í Grikklandi lýsir ástandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina. 1. júlí 2015 12:15
Tsipras segir að viðræður haldi áfram eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna Forsætisráðherra Grikklands segir það ekki satt að höfnun krafna lánardrottna myndi hafa í för með sér brottrekstur úr ESB. 1. júlí 2015 15:18
Hvetur Grikki til að hafna samningnum Forsætisráðherra Grikklands vill semja um nýja neyðaraðstoð eftir að kosið verður um samninginn sem liggur fyrir. Hann hvetur Grikki til að samþykkja ekki samninginn. Kanslari Þýskalands segir tilgangslaust að semja eftir atkvæðagreiðsluna. 2. júlí 2015 07:00