Helgi Jónas stígur fram | Íhugaði sjálfsvíg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2015 10:34 Helgi Jónas Guðfinsson. Vísir Helgi Jónas Guðfinsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, hefur bæst í hóp þann íþróttamanna sem segir frá baráttu sinni við þunglyndi. Ingólfur Sigurðsson sagði frá sinni baráttu í viðtali við Morgunblaðið í fyrra og á dögunum ritaði Sigurbergur Elísson áhrifaríkan pistil á Fótbolta.net. Helgi Jónas segir að hann hefur lengi viljað deila sinni sögu en ekki þorað. „Ég hef ekki haft hugrekki til þess. Ég skammaðist mín,“ skrifar Helgi Jónas á Facebook síðu sína. „Með því að deila þessu væri ég að sýna vanmátt minn. Það er ekki hægt þegar maður er íþróttamaður. Íþróttamenn mega ekki sýna nein veikleikamerki.“ Helgi Jónas þakkar Sigurbergi fyrir að stíga fram og bætir við að það hafi veitt honum hugrekki til að segja sína sögu. Sú saga nær yfir allan hans íþróttaferil sem er mörkuð af lélegu andlegu ástandi, eins og hann segir sjálfur. Saga hans er áhrifarík og segir frá baráttu við meiðsli, mótlæti í atvinnumennsku, áfengi og sjálfsvígshugsanir. Hann fann svo ánægjuna í því að spila fótbolta með Grindavík í efstu deild árið 2002 en ofþjálfun og meiðsli urðu til þess að hann náði sér ekki á strik næstu árin á eftir. „Ástæðan fyrir að ég stíg loksins fram er sú að ég vill ekki að ungir íþróttamenn lendi í sama rugli og ég. Íþróttamenn sem stunda sína íþrótt í slæmu hugarástandi ná aldrei að sýna hvað í þeim býr. Það er bara ekki hægt,“ skrifar Helgi Jónas. „Bataferlið hefur verið langt og það á ekki að taka íþróttamenn 10-15 ár að ná sér út úr þessum neikvæða vítahring. Þessi neikvæði vítahringur getur haft skelfilegar afleiðingar.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér fyrir neðan en Vísir fékk leyfi Helga Jónasar til að endurbirta hann hér.Mig hefur lengi langað að deila þessari sögu með ykkur en ég hef ekki þorað því. Ég hef ekki haft hugrekki til þess....Posted by Helgi Guðfinnsson on Thursday, July 2, 2015 Körfubolti Tengdar fréttir Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15 Gat áður aðeins talað um veikindin við lækna Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Þróttar R., glímir við kvíðaröskun en hann hélt veikindum sínum leyndum lengi vel. 22. mars 2014 12:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Helgi Jónas Guðfinsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, hefur bæst í hóp þann íþróttamanna sem segir frá baráttu sinni við þunglyndi. Ingólfur Sigurðsson sagði frá sinni baráttu í viðtali við Morgunblaðið í fyrra og á dögunum ritaði Sigurbergur Elísson áhrifaríkan pistil á Fótbolta.net. Helgi Jónas segir að hann hefur lengi viljað deila sinni sögu en ekki þorað. „Ég hef ekki haft hugrekki til þess. Ég skammaðist mín,“ skrifar Helgi Jónas á Facebook síðu sína. „Með því að deila þessu væri ég að sýna vanmátt minn. Það er ekki hægt þegar maður er íþróttamaður. Íþróttamenn mega ekki sýna nein veikleikamerki.“ Helgi Jónas þakkar Sigurbergi fyrir að stíga fram og bætir við að það hafi veitt honum hugrekki til að segja sína sögu. Sú saga nær yfir allan hans íþróttaferil sem er mörkuð af lélegu andlegu ástandi, eins og hann segir sjálfur. Saga hans er áhrifarík og segir frá baráttu við meiðsli, mótlæti í atvinnumennsku, áfengi og sjálfsvígshugsanir. Hann fann svo ánægjuna í því að spila fótbolta með Grindavík í efstu deild árið 2002 en ofþjálfun og meiðsli urðu til þess að hann náði sér ekki á strik næstu árin á eftir. „Ástæðan fyrir að ég stíg loksins fram er sú að ég vill ekki að ungir íþróttamenn lendi í sama rugli og ég. Íþróttamenn sem stunda sína íþrótt í slæmu hugarástandi ná aldrei að sýna hvað í þeim býr. Það er bara ekki hægt,“ skrifar Helgi Jónas. „Bataferlið hefur verið langt og það á ekki að taka íþróttamenn 10-15 ár að ná sér út úr þessum neikvæða vítahring. Þessi neikvæði vítahringur getur haft skelfilegar afleiðingar.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér fyrir neðan en Vísir fékk leyfi Helga Jónasar til að endurbirta hann hér.Mig hefur lengi langað að deila þessari sögu með ykkur en ég hef ekki þorað því. Ég hef ekki haft hugrekki til þess....Posted by Helgi Guðfinnsson on Thursday, July 2, 2015
Körfubolti Tengdar fréttir Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15 Gat áður aðeins talað um veikindin við lækna Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Þróttar R., glímir við kvíðaröskun en hann hélt veikindum sínum leyndum lengi vel. 22. mars 2014 12:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15
Gat áður aðeins talað um veikindin við lækna Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Þróttar R., glímir við kvíðaröskun en hann hélt veikindum sínum leyndum lengi vel. 22. mars 2014 12:00