Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar í Eldhúsdagsumræðum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 21:14 Helgi Hrafn vakti athygli á þingi í kvöld. Vísir Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingflokksformaður Pírata, var léttur á Alþingi í kvöld enda hefur flokkurinn bætt fylgi sitt til muna á yfirstandandi þingi. Mælast Píratar nú stærstir flokka á þingi og stóðst Helgi ekki mátið og montaði sig aðeins af afrekum flokksins. „Píratar hafa lagt fram: frumvarp um afnám gagnageymdar, frumvarp um skilyrði símahlustunar og aðgangs að fjarskiptaupplýsingum, frumvarp um skráningu barna í trú- og lífsskoðunarfélög, frumvarp um líftíma þingmála á Alþingi, frumvarp um frestun nauðungarsölu, frumvarp um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra, frumvarp um útleigu veiðiréttar og sölu veiðileyfa, frumvarp um hagsmunaárekstra þingmanna, frumvarp um skilyrði fyrir símahlustun lögreglunnar, frumvarp um afnám fangelsisrefsinga fyrir tjáningu skoðana, frumvarp um afnám banns við guðlasti," taldi Helgi upp og bætti um betur og nefndi heilar átta þingsályktunartillögur til viðbótar.Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones Helgi sagði að mikil vinna hefði farið til spilis vegna þess hvernig Alþingi hefur starfað í ár. „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað.“ Hann taldi margt gagnrýnivert í störfum þingsins. „Í sjálfu sér er það ekki endilega fundarstjórn sitjandi forseta hverju sinni sem hefur verið hvað gagnrýniverðust þótt gagnrýniverð hafi hún vissulega verið lengi á köflum, heldur fyrst og fremst hvernig fundarstjórn þróast með tímanum út frá gildandi þingsköpum, stjórnarskrá og þeirri staðreynd að forseti þingsins er einnig þingmaður ríkisstjórnarflokks, með tilheyrandi pólitískum afleiðingum. Með þeim orðum tel ég mig hvorki draga úr virðingu né innræti virðulegs forseta, heldur bendi ég á staðreynd. Þyki hún óþægilegt ætti það að segja okkur eitthvað.“Þingmaðurinn breyttist skyndilega í rapptalara Aðrir þingflokksformenn minnihluta gagnrýndu meirihlutaræðið á Alþingi og lét Helgi sitt ekki eftir ligga í þeim efnum. „Það liggur í augum uppi að ef meirihlutinn á einfaldlega alltaf að ráða í skjóli eins eða tveggja bókstafa frá kjósendum á fjögurra ára fresti, þá getur minnihlutinn, sem þó vegur um 40% þingsins, alveg eins farið heim til sín eftir kosningar. Væri það málefnalegt? Væri það lýðræðislegt?“ Mesta athygli vakti þó þegar Helgi rapptalaði lag Jónasar Sigurðssonar Hleypið mér út úr þessu partýi. Á meðan á flutningnum stóð lifnaði yfir áður þungum salnum og lauk Helgi ræðu sinni með kröftugu: „Ég hef fengið nóg af þessu rugli. Tökum þetta upp á annað plan,“ áður en hann gekk úr pontu. Lagið má heyra hér að neðan og ef fleiri vilja fylgja í fótspor Helga og syngja með er textinn hér að neðan að auki.Hleypið mér út úr þessu partýi, hér er allt í steik. Hleypið mér út úr þessum flókna látbragðsleik sem endar hvergi eins og Góði dátinn Svejk. Hleypið mér út með rakettureyk. Með rakettureyk. Það er ekki auðvelt að vera fastur í þessu paranormalíseraða partýi, Við erum eins og hótel og gestir okkar eru hugmyndir allra hinna. Einar fara og aðrar koma síðar í dag og alltaf bætast nýjar ranghugmyndir í skörðin. Við rembumst við að lána pening, fyrir aðra, til að keyra áfram neysluna. Og til að kaupa nýja hluti, fyrir aðra, til ýta undir þensluna.Svo þessi endalausa vinna, fyrir aðra, til að borga fyrir veisluna. Og aldrei kemurðu upp úr til að anda.Nú stendur einhver upp í salnum og segir: „En lífið er bara svo flókið!“ Ég segi nei! Nú hringir einhver inn í þáttinn og segir: „Maður verður að vera raunsær“ Ég segi nei! „Maður verður að passa sig að gera ekki mistök til að falla ekki í áliti hinna“ Nei! Ég hef fengið nóg af þessu rugli. Tökum þetta upp á annað plan. Alþingi Game of Thrones Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingflokksformaður Pírata, var léttur á Alþingi í kvöld enda hefur flokkurinn bætt fylgi sitt til muna á yfirstandandi þingi. Mælast Píratar nú stærstir flokka á þingi og stóðst Helgi ekki mátið og montaði sig aðeins af afrekum flokksins. „Píratar hafa lagt fram: frumvarp um afnám gagnageymdar, frumvarp um skilyrði símahlustunar og aðgangs að fjarskiptaupplýsingum, frumvarp um skráningu barna í trú- og lífsskoðunarfélög, frumvarp um líftíma þingmála á Alþingi, frumvarp um frestun nauðungarsölu, frumvarp um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra, frumvarp um útleigu veiðiréttar og sölu veiðileyfa, frumvarp um hagsmunaárekstra þingmanna, frumvarp um skilyrði fyrir símahlustun lögreglunnar, frumvarp um afnám fangelsisrefsinga fyrir tjáningu skoðana, frumvarp um afnám banns við guðlasti," taldi Helgi upp og bætti um betur og nefndi heilar átta þingsályktunartillögur til viðbótar.Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones Helgi sagði að mikil vinna hefði farið til spilis vegna þess hvernig Alþingi hefur starfað í ár. „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað.“ Hann taldi margt gagnrýnivert í störfum þingsins. „Í sjálfu sér er það ekki endilega fundarstjórn sitjandi forseta hverju sinni sem hefur verið hvað gagnrýniverðust þótt gagnrýniverð hafi hún vissulega verið lengi á köflum, heldur fyrst og fremst hvernig fundarstjórn þróast með tímanum út frá gildandi þingsköpum, stjórnarskrá og þeirri staðreynd að forseti þingsins er einnig þingmaður ríkisstjórnarflokks, með tilheyrandi pólitískum afleiðingum. Með þeim orðum tel ég mig hvorki draga úr virðingu né innræti virðulegs forseta, heldur bendi ég á staðreynd. Þyki hún óþægilegt ætti það að segja okkur eitthvað.“Þingmaðurinn breyttist skyndilega í rapptalara Aðrir þingflokksformenn minnihluta gagnrýndu meirihlutaræðið á Alþingi og lét Helgi sitt ekki eftir ligga í þeim efnum. „Það liggur í augum uppi að ef meirihlutinn á einfaldlega alltaf að ráða í skjóli eins eða tveggja bókstafa frá kjósendum á fjögurra ára fresti, þá getur minnihlutinn, sem þó vegur um 40% þingsins, alveg eins farið heim til sín eftir kosningar. Væri það málefnalegt? Væri það lýðræðislegt?“ Mesta athygli vakti þó þegar Helgi rapptalaði lag Jónasar Sigurðssonar Hleypið mér út úr þessu partýi. Á meðan á flutningnum stóð lifnaði yfir áður þungum salnum og lauk Helgi ræðu sinni með kröftugu: „Ég hef fengið nóg af þessu rugli. Tökum þetta upp á annað plan,“ áður en hann gekk úr pontu. Lagið má heyra hér að neðan og ef fleiri vilja fylgja í fótspor Helga og syngja með er textinn hér að neðan að auki.Hleypið mér út úr þessu partýi, hér er allt í steik. Hleypið mér út úr þessum flókna látbragðsleik sem endar hvergi eins og Góði dátinn Svejk. Hleypið mér út með rakettureyk. Með rakettureyk. Það er ekki auðvelt að vera fastur í þessu paranormalíseraða partýi, Við erum eins og hótel og gestir okkar eru hugmyndir allra hinna. Einar fara og aðrar koma síðar í dag og alltaf bætast nýjar ranghugmyndir í skörðin. Við rembumst við að lána pening, fyrir aðra, til að keyra áfram neysluna. Og til að kaupa nýja hluti, fyrir aðra, til ýta undir þensluna.Svo þessi endalausa vinna, fyrir aðra, til að borga fyrir veisluna. Og aldrei kemurðu upp úr til að anda.Nú stendur einhver upp í salnum og segir: „En lífið er bara svo flókið!“ Ég segi nei! Nú hringir einhver inn í þáttinn og segir: „Maður verður að vera raunsær“ Ég segi nei! „Maður verður að passa sig að gera ekki mistök til að falla ekki í áliti hinna“ Nei! Ég hef fengið nóg af þessu rugli. Tökum þetta upp á annað plan.
Alþingi Game of Thrones Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira