Heimir: Dómarinn með týpískan sænskan hroka Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 16. júlí 2015 21:41 Heimir og lærisveinar hans eru í vondri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Inter Bakú. vísir/ernir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum súr í broti eftir 1-2 tap Fimleikafélagsins fyrir aserska liðsins Inter Bakú í kvöld. FH-ingar voru í góðri stöðu í hálfleik, 1-0 yfir og með góð tök á leiknum. En það breyttist allt eftir nokkura mínútna leik í seinni hálfleik þegar gestirnir fengu víti og Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, að líta rauða spjaldið. Nika Kvekveskiri jafnaði metin úr vítaspyrnunni og á 61. mínútu skoraði varamaðurinn Dhiego Martins sigurmark Inter Bakú. "Við vorum með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og það sem við vorum að gera gekk vel upp," sagði Heimir í samtali við blaðamenn eftir leikinn. "En eins og í þessum leikjum sem öðrum er dýrt að gera mistök. Við köstuðum þessu hálfpartinn frá okkur. En ég tek hattinn ofan fyrir leikmönnum FH sem lögðu allt í leikinn einum færri og þetta einvígi er ekki búið," bætti Heimir við en hvernig horfði vítaspyrnudómurinn og rauða spjaldið við honum? "Þetta var röð mistaka en mér fannst eins og brotið væri fyrir utan teig. En ef hann var sloppinn í gegn var rautt spjald réttur dómur," sagði Heimir sem var ekki ánægður með frammistöðu sænska dómarans, Michael Lerjeus, í kvöld. "Mér fannst dómgæslan ekki góð í þessum leik. Ég tjái mig vanalega ekki um dómgæslu en mér fannst þeir fá að þæfa leikinn eins og þeir vildu án þess að það væri gert mikið í því. "Svo fannst mér dómarinn vera með týpískan sænskan hroka og hann mátti varla vera að því að dæma þennan leik sem var of lítill fyrir hans egó." Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Heimir FH eiga ágætis möguleika í seinni leiknum í Bakú eftir viku. "Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill munur á þessu liði á heima- og útivelli. En ef við leggjum hart að okkur og spilum skynsamlega eigum við möguleika og þetta einvígi er ekki búið. Og FH spilar venjulega vel á útivelli í Evrópukeppni," sagði Heimir að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum súr í broti eftir 1-2 tap Fimleikafélagsins fyrir aserska liðsins Inter Bakú í kvöld. FH-ingar voru í góðri stöðu í hálfleik, 1-0 yfir og með góð tök á leiknum. En það breyttist allt eftir nokkura mínútna leik í seinni hálfleik þegar gestirnir fengu víti og Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, að líta rauða spjaldið. Nika Kvekveskiri jafnaði metin úr vítaspyrnunni og á 61. mínútu skoraði varamaðurinn Dhiego Martins sigurmark Inter Bakú. "Við vorum með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og það sem við vorum að gera gekk vel upp," sagði Heimir í samtali við blaðamenn eftir leikinn. "En eins og í þessum leikjum sem öðrum er dýrt að gera mistök. Við köstuðum þessu hálfpartinn frá okkur. En ég tek hattinn ofan fyrir leikmönnum FH sem lögðu allt í leikinn einum færri og þetta einvígi er ekki búið," bætti Heimir við en hvernig horfði vítaspyrnudómurinn og rauða spjaldið við honum? "Þetta var röð mistaka en mér fannst eins og brotið væri fyrir utan teig. En ef hann var sloppinn í gegn var rautt spjald réttur dómur," sagði Heimir sem var ekki ánægður með frammistöðu sænska dómarans, Michael Lerjeus, í kvöld. "Mér fannst dómgæslan ekki góð í þessum leik. Ég tjái mig vanalega ekki um dómgæslu en mér fannst þeir fá að þæfa leikinn eins og þeir vildu án þess að það væri gert mikið í því. "Svo fannst mér dómarinn vera með týpískan sænskan hroka og hann mátti varla vera að því að dæma þennan leik sem var of lítill fyrir hans egó." Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Heimir FH eiga ágætis möguleika í seinni leiknum í Bakú eftir viku. "Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill munur á þessu liði á heima- og útivelli. En ef við leggjum hart að okkur og spilum skynsamlega eigum við möguleika og þetta einvígi er ekki búið. Og FH spilar venjulega vel á útivelli í Evrópukeppni," sagði Heimir að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira