Hansen og Söderlund: Það gerði okkur gott að spila á Íslandi Tómas Þór Þórðarson. skrifar 16. júlí 2015 11:30 Tveir Íslandsvinir; markvörðurinn André Hansen og framherjinn Alexander Söderlund, verða í eldlínunni með Rosenborg í kvöld þegar norska stórveldið mætir KR í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hansen kom á láni til KR sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon og Alexander Söderlund varð meistari með FH.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar „Það er gott að koma aftur. Ég hef komið til Íslands á hverju ári nánast síðan 2009. Það er gaman að sjá vinina og spila vonandi góðan leik,“ sagði Hansen við Vísi eftir æfingu Rosenborg á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. „Ég stoppaði stutt í KR en ég eignaðist góðan vinahóp sem sá um mig og þess vegna kem ég alltafa ftur á sumrin. Þetta er gott land og hingað finnst mér gott að koma.“Alexander Söderlund á æfingu í gær.vísir/valliGerði ekki mikið fyrir FH Rosenborg er á toppnum í Noregi og stefnir að meistaratitlinum þar í landi. Markmiðið er ekki bara að komast í gegnum KR heldur að komast alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Eins og ég segi hef ég komið hingað á hverju ári síðan 2009 þannig ég veit að það er erfitt að vinna KR á þeirra heimavelli. KR-liðið hefur náð góðum úrslitum í Evrópu gegn Basel og Standard Liege til dæmis,“ sagði Hansen. Alexander Söderlund, fyrrverandi framherji FH, sló í gegn hjá Haugesund áður en hann kom til Rosenborg fyrir tveimur árum. Hann laumaði sér inn í viðtalið við Hansen. Þeir spiluðu báðir hér 2009 en þá varð Söderlund meistari með FH. „Ég gerði nú ekki mikið en við unnum,“ sagði Söderlund brosandi. Aðspurður um markið rosalega sem hann skoraði gegn Breiðabliki sagði hann: „Ég man eftir því. Það var mikil heppni.“André Hansen æfir á KR-vellinum.vísir/valliGott að komast að heiman Báðir segja þeir hafa gert mikið fyrir sig að koma til Íslands sem ungir menn og spila. „Fyrir mig var þetta gott. Ég fékk að spila með góðu liði í fínni deild þegar ég var ungunr. Það var góð reynsla að komast að heiman og hitta annað fólk í öðru landi,“ sagði Hansen og Söderlund bætti við: „Ég er sammála þessu. Fleiri norskir leikmenn eiga að koma hingað ef þeir geta og fá reynslu. Það var frábært fyrir mig þó ég hafi aðeins verið meiddur. Ég mæli með því fyrir norska leikmenn að koma hingað ef þeir fá tækifæri til,“ sagði Söderlund. Framherjinn er vinsæll hjá fjölmiðlum í Noregi, en í fyrra var tekið upp innslag með honum í magasínþætti þar sem hann var meðal annars ber að ofan að lesa bók upp í rúmi. „Ég veit ekki hvort ég sé búinn að lesa bók ennþá. Ég skoða það kannski í framtíðinni,“ sagði Alexander Söderlund. Viðtalið við þá báða má sjá í spilaranum hér að ofan. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Tveir Íslandsvinir; markvörðurinn André Hansen og framherjinn Alexander Söderlund, verða í eldlínunni með Rosenborg í kvöld þegar norska stórveldið mætir KR í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hansen kom á láni til KR sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon og Alexander Söderlund varð meistari með FH.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar „Það er gott að koma aftur. Ég hef komið til Íslands á hverju ári nánast síðan 2009. Það er gaman að sjá vinina og spila vonandi góðan leik,“ sagði Hansen við Vísi eftir æfingu Rosenborg á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. „Ég stoppaði stutt í KR en ég eignaðist góðan vinahóp sem sá um mig og þess vegna kem ég alltafa ftur á sumrin. Þetta er gott land og hingað finnst mér gott að koma.“Alexander Söderlund á æfingu í gær.vísir/valliGerði ekki mikið fyrir FH Rosenborg er á toppnum í Noregi og stefnir að meistaratitlinum þar í landi. Markmiðið er ekki bara að komast í gegnum KR heldur að komast alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Eins og ég segi hef ég komið hingað á hverju ári síðan 2009 þannig ég veit að það er erfitt að vinna KR á þeirra heimavelli. KR-liðið hefur náð góðum úrslitum í Evrópu gegn Basel og Standard Liege til dæmis,“ sagði Hansen. Alexander Söderlund, fyrrverandi framherji FH, sló í gegn hjá Haugesund áður en hann kom til Rosenborg fyrir tveimur árum. Hann laumaði sér inn í viðtalið við Hansen. Þeir spiluðu báðir hér 2009 en þá varð Söderlund meistari með FH. „Ég gerði nú ekki mikið en við unnum,“ sagði Söderlund brosandi. Aðspurður um markið rosalega sem hann skoraði gegn Breiðabliki sagði hann: „Ég man eftir því. Það var mikil heppni.“André Hansen æfir á KR-vellinum.vísir/valliGott að komast að heiman Báðir segja þeir hafa gert mikið fyrir sig að koma til Íslands sem ungir menn og spila. „Fyrir mig var þetta gott. Ég fékk að spila með góðu liði í fínni deild þegar ég var ungunr. Það var góð reynsla að komast að heiman og hitta annað fólk í öðru landi,“ sagði Hansen og Söderlund bætti við: „Ég er sammála þessu. Fleiri norskir leikmenn eiga að koma hingað ef þeir geta og fá reynslu. Það var frábært fyrir mig þó ég hafi aðeins verið meiddur. Ég mæli með því fyrir norska leikmenn að koma hingað ef þeir fá tækifæri til,“ sagði Söderlund. Framherjinn er vinsæll hjá fjölmiðlum í Noregi, en í fyrra var tekið upp innslag með honum í magasínþætti þar sem hann var meðal annars ber að ofan að lesa bók upp í rúmi. „Ég veit ekki hvort ég sé búinn að lesa bók ennþá. Ég skoða það kannski í framtíðinni,“ sagði Alexander Söderlund. Viðtalið við þá báða má sjá í spilaranum hér að ofan.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30
Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00