Skiptimarkaður hjúkrunarfræðinga Helga María Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2015 23:19 Niðurstöðurnar liggja fyrir og voru skilaboðin skýr. Það kemur nú ekki á óvart þar sem margir hjúkrunarfræðingar voru búnir að upplýsa um ákvörðun sína við byrjun samningaviðræðna. Þessi barátta er búin að standa yfir í mörg ár en núna eru aðstæður öðruvísi en áður, við erum komin með nóg. Stjórnvöld sýndu fram á það hversu mikilvæg stéttin er með því að setja á okkur verkfallsbann, en samt er ekki verið að reyna að halda í dýrmæta mannauðinn okkar. Reynsla er mjög mikilvæg í okkar starfsstétt og það kemur ekki alltaf maður í manns stað. Á sumum deildum tekur það allt að tvö ár að verða fullgildur starfsmaður. Gerðardómur virðist vera staðreynd þrátt fyrir að í lögum stæði skýrt að undirrita þyrfti kjarasamning fyrir 1. júlí til þess að komast hjá því að málið yrði lagt fyrir dóminn. Það var gert. Ekkert stóð í lögunum um að samningnum mætti ekki vera hafnað af félagsmönnum, eins og raunin varð, enda er verið að vinna að þessu máli af hálfkáki. Stéttinni var sýnd mikil vanvirðing þegar þeir Bjarni og Sigmundur sátu fótboltaleik í staðinn fyrir að taka þátt í umræðunni á Alþingi um verkfallsbannið. En það er einmitt það sem við erum að leggja áherslu á í okkar baráttu. Við vinnum allan sólarhringinn alla daga ársins, hvort sem það eru jól, áramót eða fótboltaleikir á döfinni. Við höfum þurft að aðlagast ýmsum breytingum á síðastliðnum árum. Deildir voru sameinaðar tímabundið og varð maður að læra inn á önnur sérsvið við hverja breytingu. Í tæp sjö ár vann ég á almennri skurðdeild á Landspítalanum. Á þeim tíma var hún sameinuð á einhverjum tímapunkti við hjarta- og lungnaskurðdeildina, kvennadeildina og við þvagfæraskurðdeildina. Fyrir utan það fengum við sjúklinga sem tilheyra lyflækningadeildum þegar ekki var laust pláss fyrir sjúklinga þar. Lyfjabreytingar hafa verið miklar og höfum við fengið inn hin ýmsu samheitalyf sem við lærðum nöfnin á og mismunandi virkni. Við höfum einnig fengið inn margar mismunandi tegundir af æðaleggjum, vökvasettum, sáraumbúðum og öðrum búnaði sem við notum í daglegu starfi, nýjar vökvadælur og dælur fyrir verkjadreypi svo eitthvað sé nefnt. En núna viljum við breytingu. Við viljum hærri laun. Hvað sem gerist eftir að uppsagnirnar ganga í garð mun spítalinn starfa áfram, en það verður í breyttri mynd. Engar raunhæfar yfirlýsingar hafa verið gefnar út um breytt fyrirkomulag en tíminn líður og það þarf að huga að framtíðinni. Ég tel það ekki raunhæft þegar ríkisstjórn talar um að erlendir starfsmenn verði fluttir hingað á silfurfati. Þeir fáu erlendu starfsmenn sem tala íslensku geta einnig fengið vinnu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, þar sem mun hærri laun eru í boði. Ef leita á lengra en til Norðurlandanna og fá enskumælandi vinnukraft til landsins, þá má ekki gleyma að taka inn í reikninginn að ríkið þarf að borga fyrir flug og gistingu undir aðilann, sem ég get ekki ímyndað mér að sé hagstætt. Ég reikna með því að það verði mun erfiðara að reka spítalann án þeirra 300 starfsmanna sem hafa sagt upp störfum sínum en það var að reka hann í verkfallinu. Það má ekki taka út úr myndinni að margir hjúkrunarfræðingar unnu allar sínar vaktir í þá sextán daga sem við vorum í verkfalli. Á þeim tíma var alltaf passað upp á öryggismönnun, sem og hæfni starfsmanna á vakt. Uppsagnafresturinn minn er til 30. september og þá hverf ég af lóð Landspítalans til annarra miða. Staðreyndin er sú að því lengur sem þessi barátta mun taka, því fleiri hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn spítalans eiga eftir að segja upp. Sérstaklega þegar okkar eigin heilbrigðisráðherra talar um að hægt sé að skipta okkur út fyrir erlendan mannauð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Niðurstöðurnar liggja fyrir og voru skilaboðin skýr. Það kemur nú ekki á óvart þar sem margir hjúkrunarfræðingar voru búnir að upplýsa um ákvörðun sína við byrjun samningaviðræðna. Þessi barátta er búin að standa yfir í mörg ár en núna eru aðstæður öðruvísi en áður, við erum komin með nóg. Stjórnvöld sýndu fram á það hversu mikilvæg stéttin er með því að setja á okkur verkfallsbann, en samt er ekki verið að reyna að halda í dýrmæta mannauðinn okkar. Reynsla er mjög mikilvæg í okkar starfsstétt og það kemur ekki alltaf maður í manns stað. Á sumum deildum tekur það allt að tvö ár að verða fullgildur starfsmaður. Gerðardómur virðist vera staðreynd þrátt fyrir að í lögum stæði skýrt að undirrita þyrfti kjarasamning fyrir 1. júlí til þess að komast hjá því að málið yrði lagt fyrir dóminn. Það var gert. Ekkert stóð í lögunum um að samningnum mætti ekki vera hafnað af félagsmönnum, eins og raunin varð, enda er verið að vinna að þessu máli af hálfkáki. Stéttinni var sýnd mikil vanvirðing þegar þeir Bjarni og Sigmundur sátu fótboltaleik í staðinn fyrir að taka þátt í umræðunni á Alþingi um verkfallsbannið. En það er einmitt það sem við erum að leggja áherslu á í okkar baráttu. Við vinnum allan sólarhringinn alla daga ársins, hvort sem það eru jól, áramót eða fótboltaleikir á döfinni. Við höfum þurft að aðlagast ýmsum breytingum á síðastliðnum árum. Deildir voru sameinaðar tímabundið og varð maður að læra inn á önnur sérsvið við hverja breytingu. Í tæp sjö ár vann ég á almennri skurðdeild á Landspítalanum. Á þeim tíma var hún sameinuð á einhverjum tímapunkti við hjarta- og lungnaskurðdeildina, kvennadeildina og við þvagfæraskurðdeildina. Fyrir utan það fengum við sjúklinga sem tilheyra lyflækningadeildum þegar ekki var laust pláss fyrir sjúklinga þar. Lyfjabreytingar hafa verið miklar og höfum við fengið inn hin ýmsu samheitalyf sem við lærðum nöfnin á og mismunandi virkni. Við höfum einnig fengið inn margar mismunandi tegundir af æðaleggjum, vökvasettum, sáraumbúðum og öðrum búnaði sem við notum í daglegu starfi, nýjar vökvadælur og dælur fyrir verkjadreypi svo eitthvað sé nefnt. En núna viljum við breytingu. Við viljum hærri laun. Hvað sem gerist eftir að uppsagnirnar ganga í garð mun spítalinn starfa áfram, en það verður í breyttri mynd. Engar raunhæfar yfirlýsingar hafa verið gefnar út um breytt fyrirkomulag en tíminn líður og það þarf að huga að framtíðinni. Ég tel það ekki raunhæft þegar ríkisstjórn talar um að erlendir starfsmenn verði fluttir hingað á silfurfati. Þeir fáu erlendu starfsmenn sem tala íslensku geta einnig fengið vinnu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, þar sem mun hærri laun eru í boði. Ef leita á lengra en til Norðurlandanna og fá enskumælandi vinnukraft til landsins, þá má ekki gleyma að taka inn í reikninginn að ríkið þarf að borga fyrir flug og gistingu undir aðilann, sem ég get ekki ímyndað mér að sé hagstætt. Ég reikna með því að það verði mun erfiðara að reka spítalann án þeirra 300 starfsmanna sem hafa sagt upp störfum sínum en það var að reka hann í verkfallinu. Það má ekki taka út úr myndinni að margir hjúkrunarfræðingar unnu allar sínar vaktir í þá sextán daga sem við vorum í verkfalli. Á þeim tíma var alltaf passað upp á öryggismönnun, sem og hæfni starfsmanna á vakt. Uppsagnafresturinn minn er til 30. september og þá hverf ég af lóð Landspítalans til annarra miða. Staðreyndin er sú að því lengur sem þessi barátta mun taka, því fleiri hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn spítalans eiga eftir að segja upp. Sérstaklega þegar okkar eigin heilbrigðisráðherra talar um að hægt sé að skipta okkur út fyrir erlendan mannauð.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar