BDSM-samtökunum meinuð þátttaka í gleðigöngunni í fyrra og verða ekki með í ár Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2015 15:12 Skiptar skoðanir eru um þátttöku BDSM-samtakanna í gleðigöngunni. Vísir/Stefán Karlsson BDSM-samtökin munu ekki taka þátt í gleðigöngunni á Hinsegin dögum í Reykjavík í ár. Samtökin sóttu ekki um að taka þátt í göngunni í ár eftir að hafa fengið neitun í fyrra en höfðu áður verið hluti af MSC-vagninum í gleðigöngunni. „Við áttum í töluverðum samskiptum við félagið í fyrra og niðurstaðan varð sú að þau tækju ekki þátt í göngunni í fyrra,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík, þegar hann er spurður út í málið. Fyrst var greint frá málinu á vefnum Gay Iceland þar sem Friðrika Benónýsdóttir ræðir við Magnús Hákonarson, formann BDSM-samtakanna á Íslandi, sem segir mörgum hafa sárnað þegar samtökunum var meinuð þátttaka í fyrra. Hann segist vita af mörgum innan samfélags samkynhneigðra sem finnst forsvarsmenn Hinsegin daga og gleðigöngunnar vera teprulegir vegna ákvörðunarinnar.Gunnlaugur Bragi BjörnssonGunnlaugur Bragi segir ýmsar ástæður fyrir því að BDSM-samtökin fengu ekki að taka þátt í göngunni í fyrra. „Ein af þeim ástæðum er sú að stjórn og forsvarsmenn hátíðarinnar hreinlega töldu sig ekki hafa næga þekkingu á málstað BDSM-félagsins til að geta svarað fyrir þeirra atriði eða þeirra þátttöku. Það er í okkar höndum að svara fyrir hvað það er sem kemur þarna fram í okkar nafni,“ segir Gunnlaugur Bragi. „Hinsegin dagar eru auðvitað mannréttinda og menningarhátíð hinsegin fólks þar sem við berjumst fyrir réttindum þess hóps og mannréttindum meðan það eru mjög skipta skoðanir á því bæði hversu djörf hátíðin er í dag og hversu mikið kynlíf og kynlífsfrelsi eigi heima undir þessum hatti. Það eru mjög skiptar skoðanir á því.“ Hann segir stjórn Hinsegin daga og forsvarsmenn gleðigöngunnar hins vegar hafa hvatt BDSM-samtökin til að opna umræðuna fyrst með fræðslufyrirlestrum. „Við tókum svo sjálf það skref áfram og vorum með fræðsluerindi í fyrra sem hét Kynlíf og önnur tabú þar sem við opnuðum aðeins þá umræðu,“ segir Gunnlaugur Bragi en samtökin munu vera með fræðsluerindi í kringum Hinsegin daga í ár. „Það eru skiptar skoðanir hvort þetta eigi heima undir þessari regnhlíf eða ekki. En auðvitað er hinsegin fólk sem stundar BDSM-kynlíf eins og aðrir,“ segir Gunnlaugur Bragi. Hinsegin Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Sjá meira
BDSM-samtökin munu ekki taka þátt í gleðigöngunni á Hinsegin dögum í Reykjavík í ár. Samtökin sóttu ekki um að taka þátt í göngunni í ár eftir að hafa fengið neitun í fyrra en höfðu áður verið hluti af MSC-vagninum í gleðigöngunni. „Við áttum í töluverðum samskiptum við félagið í fyrra og niðurstaðan varð sú að þau tækju ekki þátt í göngunni í fyrra,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík, þegar hann er spurður út í málið. Fyrst var greint frá málinu á vefnum Gay Iceland þar sem Friðrika Benónýsdóttir ræðir við Magnús Hákonarson, formann BDSM-samtakanna á Íslandi, sem segir mörgum hafa sárnað þegar samtökunum var meinuð þátttaka í fyrra. Hann segist vita af mörgum innan samfélags samkynhneigðra sem finnst forsvarsmenn Hinsegin daga og gleðigöngunnar vera teprulegir vegna ákvörðunarinnar.Gunnlaugur Bragi BjörnssonGunnlaugur Bragi segir ýmsar ástæður fyrir því að BDSM-samtökin fengu ekki að taka þátt í göngunni í fyrra. „Ein af þeim ástæðum er sú að stjórn og forsvarsmenn hátíðarinnar hreinlega töldu sig ekki hafa næga þekkingu á málstað BDSM-félagsins til að geta svarað fyrir þeirra atriði eða þeirra þátttöku. Það er í okkar höndum að svara fyrir hvað það er sem kemur þarna fram í okkar nafni,“ segir Gunnlaugur Bragi. „Hinsegin dagar eru auðvitað mannréttinda og menningarhátíð hinsegin fólks þar sem við berjumst fyrir réttindum þess hóps og mannréttindum meðan það eru mjög skipta skoðanir á því bæði hversu djörf hátíðin er í dag og hversu mikið kynlíf og kynlífsfrelsi eigi heima undir þessum hatti. Það eru mjög skiptar skoðanir á því.“ Hann segir stjórn Hinsegin daga og forsvarsmenn gleðigöngunnar hins vegar hafa hvatt BDSM-samtökin til að opna umræðuna fyrst með fræðslufyrirlestrum. „Við tókum svo sjálf það skref áfram og vorum með fræðsluerindi í fyrra sem hét Kynlíf og önnur tabú þar sem við opnuðum aðeins þá umræðu,“ segir Gunnlaugur Bragi en samtökin munu vera með fræðsluerindi í kringum Hinsegin daga í ár. „Það eru skiptar skoðanir hvort þetta eigi heima undir þessari regnhlíf eða ekki. En auðvitað er hinsegin fólk sem stundar BDSM-kynlíf eins og aðrir,“ segir Gunnlaugur Bragi.
Hinsegin Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Sjá meira