Sport

Fjórtán ára fékk brons á EM í Taekwondo

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst með bronsverðlaunin.
Ágúst með bronsverðlaunin.
Á dögunum vann Ágúst Kristinn Eðvarðsson, 14 ára gamall Keflvíkingur, til bronsverðlauna á Evrópumóti í Taekwondo, fyrstur Íslendinga, en mótið var haldið í Strasbourg í Frakklandi.

Ágúst hefur gert góða hluti að undanförnu en hann er þrefaldur Norðurlandameistari, Íslandmeistari og hefur auk þess unnið til fjölda annarra verðlauna í greininni.

Ágúst bar sigurorð af keppanda frá Lúxemborg í fyrsta bardaga sínum á EM og því næst vann hann finnskan strák. Ágúst laut svo í lægra haldi fyrir spænskum keppanda í undanúrslitum eftir mikla baráttu.

Hér að neðan má lesa frásögn Helga Rafns Guðmundssonar, þjálfara Ágústs, af mótinu í Strasbourg sem hann birti á Facebook.

Í dag er einn stærsti dagur sem ég hef upplifað sem þjálfari. Fyrir nokkru síðan voru Daníel Aagaard-Nilsen Egilsson...

Posted by Helgi Rafn Guðmundsson on Friday, July 3, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×