Hvar verður besta veðrið um verslunarmannahelgina? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júlí 2015 14:02 Frá Þjóðhátíð í Eyjum í fyrra. vísir/óskar Mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er framundan. Margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. Má þar nefna Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Eina með öllu á Akureyri, Mýrarboltann á Ísafirði, Neistaflug á Neskaupsstað og Síldarævintýri á Siglufirði. Þá verða KFUM og KFUK með Sæludaga í Vatnaskógi og Hvítasunnukirkjan verður með Kotmót sitt á Hvolsvelli. Innipúkinn verður svo haldinn í Reykjavík. Eflaust eru flestir ferðalangar farnir að velta fyrir sér hvar besta veðrið verður. Að sögn Hrafns Guðmundssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, má búast við því að verðið verði einna best suðvestanlands „svona yfir það heila,“ eins og hann orðar það.Ætti að haldast þurr á föstudaginn „Það verður fínasta veður víðast hvar á föstudaginn. Það verður kannski eitthvað hvasst ennþá allra syðst og það verður ennþá svolítið svalt fyrir norðan. Hitinn mun kannski rétt slefa í 10 gráðurnar þar,“ segir Hrafn. Hann ætti því að haldast þurr á föstudeginum um allt land en á laugardeginum er spáð rigningu á Vestfjörðum og jafnvel fyrir norðan. Enn er þó óvissa í spánum varðandi hversu mikið muni rigna norðanlands. Á sunnudag er því spáð að stytti upp á Vestfjörðum og rofi til. Það ætti því að vera ágætis veður þar seinnipart sunnudags og mánudag.Hægur vindur og sól í Eyjum Sólin ætti einnig að brjótast fram á Akureyri á sunnudeginum. Þá er einnig spáð bjartviðri fyrir norðan á mánudeginum. Á Austfjörðum ætti að sjást eitthvað til sólar alla daga um helgina og ekki er spáð úrkomu. Það ætti svo að viðra vel á þjóðhátíðargesti á laugardag og sunnudag þar sem spáð er hægum vindi, sólin ætti að láta sjá sig og það verður þurrt að mestu. Mesta óvissan í spánni er svo varðandi mánudaginn. „Það er djúp lægð hérna suður af landinu sem er að koma. Spurningin er hversu nálægt hún verður eða hversu hratt hún kemur til okkar,“ segir Hrafn. Spáin núna gefur til kynna að hún nái inn á mánudagskvöld eða aðfaranótt þriðjudags en þá ætti að vera farið að hvessa við suður-og suðausturströndina seinni partinn á mánudag. „Ef að spáin rætist svona þá verður veðrið best á norðanverðu landinu á mánudag. Þar verður þurrt og búið að hlýna talsvert þar.“Textaspá Veðurstofu Íslands fyrir verslunarmannahelgina:Á föstudag:Norðan og norðaustan 3-10 metrar á sekúndu. Skýjað og úrkomulítið norðan til á landinu. Víða bjartviðri annars staðar, en möguleiki á rigningu allra syðst. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands.Á laugardag:Norðan 8-13 metrar á sekúndu vestast, annars hægari vindur. Skýjað með köflum sunnanlands og á Austfjörðum, en súld eða rigning á norðurhelmingi landins. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu. Skýjað með köflum og smáskúrir á stöku stað. Hiti 8 til 16 stig.Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir vaxandi austanátt. Bjart með köflum, en þykknar upp um landið suðaustanvert. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi.Sjá nánar á veðurvef Vísis. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Reynsluboltarnir deila uppskriftinni að hinni fullkomnu Þjóðhátíð Stærsta og vinsælasta útihátíðin á Íslandi er framundan og má búast við 15.000 manns í Vestmannaeyjum um næstu helgi. 28. júlí 2015 16:00 Þjóðhátíðarlag FM95BLÖ slær í gegn Horft hefur verið 55.000 sinnum á myndbandið. 28. júlí 2015 13:08 Bensínstöðvar bjóða upp á bjór Bjór verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís nú um verslunarmannahelgina 17. júlí 2015 08:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem banni nýjar virkjanir í lögunum Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Sjá meira
Mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er framundan. Margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. Má þar nefna Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Eina með öllu á Akureyri, Mýrarboltann á Ísafirði, Neistaflug á Neskaupsstað og Síldarævintýri á Siglufirði. Þá verða KFUM og KFUK með Sæludaga í Vatnaskógi og Hvítasunnukirkjan verður með Kotmót sitt á Hvolsvelli. Innipúkinn verður svo haldinn í Reykjavík. Eflaust eru flestir ferðalangar farnir að velta fyrir sér hvar besta veðrið verður. Að sögn Hrafns Guðmundssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, má búast við því að verðið verði einna best suðvestanlands „svona yfir það heila,“ eins og hann orðar það.Ætti að haldast þurr á föstudaginn „Það verður fínasta veður víðast hvar á föstudaginn. Það verður kannski eitthvað hvasst ennþá allra syðst og það verður ennþá svolítið svalt fyrir norðan. Hitinn mun kannski rétt slefa í 10 gráðurnar þar,“ segir Hrafn. Hann ætti því að haldast þurr á föstudeginum um allt land en á laugardeginum er spáð rigningu á Vestfjörðum og jafnvel fyrir norðan. Enn er þó óvissa í spánum varðandi hversu mikið muni rigna norðanlands. Á sunnudag er því spáð að stytti upp á Vestfjörðum og rofi til. Það ætti því að vera ágætis veður þar seinnipart sunnudags og mánudag.Hægur vindur og sól í Eyjum Sólin ætti einnig að brjótast fram á Akureyri á sunnudeginum. Þá er einnig spáð bjartviðri fyrir norðan á mánudeginum. Á Austfjörðum ætti að sjást eitthvað til sólar alla daga um helgina og ekki er spáð úrkomu. Það ætti svo að viðra vel á þjóðhátíðargesti á laugardag og sunnudag þar sem spáð er hægum vindi, sólin ætti að láta sjá sig og það verður þurrt að mestu. Mesta óvissan í spánni er svo varðandi mánudaginn. „Það er djúp lægð hérna suður af landinu sem er að koma. Spurningin er hversu nálægt hún verður eða hversu hratt hún kemur til okkar,“ segir Hrafn. Spáin núna gefur til kynna að hún nái inn á mánudagskvöld eða aðfaranótt þriðjudags en þá ætti að vera farið að hvessa við suður-og suðausturströndina seinni partinn á mánudag. „Ef að spáin rætist svona þá verður veðrið best á norðanverðu landinu á mánudag. Þar verður þurrt og búið að hlýna talsvert þar.“Textaspá Veðurstofu Íslands fyrir verslunarmannahelgina:Á föstudag:Norðan og norðaustan 3-10 metrar á sekúndu. Skýjað og úrkomulítið norðan til á landinu. Víða bjartviðri annars staðar, en möguleiki á rigningu allra syðst. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands.Á laugardag:Norðan 8-13 metrar á sekúndu vestast, annars hægari vindur. Skýjað með köflum sunnanlands og á Austfjörðum, en súld eða rigning á norðurhelmingi landins. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu. Skýjað með köflum og smáskúrir á stöku stað. Hiti 8 til 16 stig.Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir vaxandi austanátt. Bjart með köflum, en þykknar upp um landið suðaustanvert. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi.Sjá nánar á veðurvef Vísis.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Reynsluboltarnir deila uppskriftinni að hinni fullkomnu Þjóðhátíð Stærsta og vinsælasta útihátíðin á Íslandi er framundan og má búast við 15.000 manns í Vestmannaeyjum um næstu helgi. 28. júlí 2015 16:00 Þjóðhátíðarlag FM95BLÖ slær í gegn Horft hefur verið 55.000 sinnum á myndbandið. 28. júlí 2015 13:08 Bensínstöðvar bjóða upp á bjór Bjór verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís nú um verslunarmannahelgina 17. júlí 2015 08:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem banni nýjar virkjanir í lögunum Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Sjá meira
Reynsluboltarnir deila uppskriftinni að hinni fullkomnu Þjóðhátíð Stærsta og vinsælasta útihátíðin á Íslandi er framundan og má búast við 15.000 manns í Vestmannaeyjum um næstu helgi. 28. júlí 2015 16:00
Bensínstöðvar bjóða upp á bjór Bjór verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís nú um verslunarmannahelgina 17. júlí 2015 08:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent