HIV og "hælisleitendur“ Toshiki Toma skrifar 25. júlí 2015 11:55 Fréttir um HIV-smitaðan einstakling sem jafnframt er hælisleitandi á Íslandi hafa vakið athygli þjóðfélagsins og verið mikið ræddar. Meðal radda eru þær sem tjá áhyggjur sínar af því að málið gæti aukið fordóma gagnvart HIV- smituðu fólki í þjóðfélaginu annars vegar og hins vegar hælisleitendum, eins og tilvera þessa beggja hópa, fólksins, skapi hættu fyrir almenning. Í kjölfar fréttanna tóku bæði opinberir aðilar eins og læknir og einstaklingar þátt í umræðunni og reyndu að stöðva aukningu fordóma í garð HIV-smitaðs fólks í fæðingu. HIV-veiran er ekki bráðsmitandi eins og ebólan. Það er enginn hætta á smiti ef viðkomandi fer varlega og setur öryggið á oddinn, einkum í kynlífi þar sem smitleiðir eru algengastar, en í flestum tilfellum er hegðun HIV-smitaðra mjög ábyrg að sögn sérfræðings. Ég þakklátur fyrir framlag þessa fólks, sem hefur þekkingu á málinu og deilir henni á opinberum vettvangi. Því langar mig að gera hið sama varðandi hælisleitanda í þjóðfélagi okkar. Hælisleitendur eru ekki einsleitur hópur. Það eina sem þeir eiga í raun sameiginlegt er að hafa flúið heimaland sitt og sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Ýmis áþreifanleg atriði fylgja þessari staðreynd. Hælisleitendur fara allir í gegnum ákveðið móttökuferli hér á landi, þeir gista á ákveðnum gistiheimilum, þiggja aðstoð þjónustu miðstöðvar, þeir hafa ekki kennitölu í upphafi dvalar og stundum fá þeir hana bara alls ekki og fleiri atriði mætti upp telja. Ef til vill líta hælisleitendur út fyrir að vera hópur, einsleitur hópur, í augum almennings en líkindin með einstaklingunum í hópunum eru afar yfirborðsleg og hver á sér sína sérstöku sögu. Önnur atriði sem tengjast tilveru hælisleitenda eru dýpri eins og persónuleiki, mannkostir og hæfileikar sem speglast illa í orðinu ,,hælisleitandi“. Orðið er yfirborðskennt og er oftast einungis til bráðabirgða. Ég er í daglegum samskiptum við hælisleitendur. Ég játa að ég þekki ekki alla hælisleitendur persónulega og einnig viðurkenni ég að það eru líka erfiðar manneskjur á meðal þeirra. En mér finnst það vera bara vera eðlilegt, manneskjur eru misjafnar og samfélag mannanna fjölbreytt og margbreytilegt. Ég þekki hvorki þann mann sem nú er í fréttum né veit nánara um málið og því ætla ég ekki að gagnrýna manninn eða vernda. Hins vegar þekki ég fleiri hælisleitendur vel og persónulega og ég get fullyrt að þeir eru jú flott fólk í langflestum tilfellum. Mér finnst það sorglegt ef viðkomandi mál gefur slæm áhrif á viðhorf almennings til hælisleitenda almennt. Mér finnst þó óskiljanleg áhersla sem lögð er á orðið ,,hælisleitandi“ í nokkrum umfjöllun um þennan HIV-smitaða mann, en að mínu mati er engin bein ástæða til þess að greina frá því að maðurinn sé hælisleitandi. Að lokum langar mig að bera vitni mitt: Hælisleitendur sem ég þekki eru góðar og venjulegar manneskjur og haga sér kurteisislega og almennilega í flestum tilfellum, þó ekki í öllum tilfellum. Orðið ,,hælisleitandi“ nýtist ekki til þess að meta persónuleika manneskju og mannkosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Toshiki Toma Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fréttir um HIV-smitaðan einstakling sem jafnframt er hælisleitandi á Íslandi hafa vakið athygli þjóðfélagsins og verið mikið ræddar. Meðal radda eru þær sem tjá áhyggjur sínar af því að málið gæti aukið fordóma gagnvart HIV- smituðu fólki í þjóðfélaginu annars vegar og hins vegar hælisleitendum, eins og tilvera þessa beggja hópa, fólksins, skapi hættu fyrir almenning. Í kjölfar fréttanna tóku bæði opinberir aðilar eins og læknir og einstaklingar þátt í umræðunni og reyndu að stöðva aukningu fordóma í garð HIV-smitaðs fólks í fæðingu. HIV-veiran er ekki bráðsmitandi eins og ebólan. Það er enginn hætta á smiti ef viðkomandi fer varlega og setur öryggið á oddinn, einkum í kynlífi þar sem smitleiðir eru algengastar, en í flestum tilfellum er hegðun HIV-smitaðra mjög ábyrg að sögn sérfræðings. Ég þakklátur fyrir framlag þessa fólks, sem hefur þekkingu á málinu og deilir henni á opinberum vettvangi. Því langar mig að gera hið sama varðandi hælisleitanda í þjóðfélagi okkar. Hælisleitendur eru ekki einsleitur hópur. Það eina sem þeir eiga í raun sameiginlegt er að hafa flúið heimaland sitt og sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Ýmis áþreifanleg atriði fylgja þessari staðreynd. Hælisleitendur fara allir í gegnum ákveðið móttökuferli hér á landi, þeir gista á ákveðnum gistiheimilum, þiggja aðstoð þjónustu miðstöðvar, þeir hafa ekki kennitölu í upphafi dvalar og stundum fá þeir hana bara alls ekki og fleiri atriði mætti upp telja. Ef til vill líta hælisleitendur út fyrir að vera hópur, einsleitur hópur, í augum almennings en líkindin með einstaklingunum í hópunum eru afar yfirborðsleg og hver á sér sína sérstöku sögu. Önnur atriði sem tengjast tilveru hælisleitenda eru dýpri eins og persónuleiki, mannkostir og hæfileikar sem speglast illa í orðinu ,,hælisleitandi“. Orðið er yfirborðskennt og er oftast einungis til bráðabirgða. Ég er í daglegum samskiptum við hælisleitendur. Ég játa að ég þekki ekki alla hælisleitendur persónulega og einnig viðurkenni ég að það eru líka erfiðar manneskjur á meðal þeirra. En mér finnst það vera bara vera eðlilegt, manneskjur eru misjafnar og samfélag mannanna fjölbreytt og margbreytilegt. Ég þekki hvorki þann mann sem nú er í fréttum né veit nánara um málið og því ætla ég ekki að gagnrýna manninn eða vernda. Hins vegar þekki ég fleiri hælisleitendur vel og persónulega og ég get fullyrt að þeir eru jú flott fólk í langflestum tilfellum. Mér finnst það sorglegt ef viðkomandi mál gefur slæm áhrif á viðhorf almennings til hælisleitenda almennt. Mér finnst þó óskiljanleg áhersla sem lögð er á orðið ,,hælisleitandi“ í nokkrum umfjöllun um þennan HIV-smitaða mann, en að mínu mati er engin bein ástæða til þess að greina frá því að maðurinn sé hælisleitandi. Að lokum langar mig að bera vitni mitt: Hælisleitendur sem ég þekki eru góðar og venjulegar manneskjur og haga sér kurteisislega og almennilega í flestum tilfellum, þó ekki í öllum tilfellum. Orðið ,,hælisleitandi“ nýtist ekki til þess að meta persónuleika manneskju og mannkosti.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun