Viðskipti innlent

Ragnheiður Elín tekjuhæst á Alþingi

Bjarki Ármannsson skrifar
Ragnheiður Elín er tekjuhæst Alþingismanna og ráðherra samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar.
Ragnheiður Elín er tekjuhæst Alþingismanna og ráðherra samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Vísir/GVA
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er tekjuhæst Alþingismanna og ráðherra samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Ragnheiður er þar skráð með rúmlega 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fylgir næst á eftir. Hann er sagður með tæplega 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun.

Næstu sæti listans skipa þau Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, með tæplega 1,4 milljónir á mánuði, Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með rúmlega 1,3 milljónir og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, með rúmlega 1,2 milljónir.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var tekjuhæst Alþingismanna í fyrra með rúmlega 1,5 milljónir en er nú í því tólfta með rúmlega milljón á mánuði. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er í tíunda sæti með tæplega 1,2 milljónir á mánuði.

Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2014 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.


Tengdar fréttir

Kári tekjuhæstur á árinu

Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er með rúmlega 29 milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×