Sjúkraþjálfarar og samkeppnin Unnur Pétursdóttir skrifar 22. júlí 2015 16:17 Nokkuð hefur verið rætt um möguleika þess að auka samkeppni í heilbrigðisþjónustu í þeim tilgangi að þrýsta á um samkeppnishæf laun til handa háskólamenntuðum starfsstéttum á Landspítalanum. Sjúkraþjálfarar eru ein þeirra stétta sem starfa á Landspítalanum. Störf þeirra fara ekki hátt en eru mikilvægur hlekkur í langri keðju verka sem þarf að vinna svo árangur náist af meðferð sjúklinga. Störf sjúkraþjálfara á bráðasjúkrahúsi krefjast mikillar sérhæfingar. Rétt um 15% sjúkraþjálfara landsins starfa á Landspítalanum. Sjúkraþjálfarar hafa allt frá árinu 1973 haft verktakasamning við Sjúkratryggingar Íslands auk þess sem stór hluti starfar á öldrunarheimilum, hjá íþróttafélögum, stoðtækjafyrirtækjum og víðar. Þar með er veruleg samkeppni um starfskrafta sjúkraþjálfara sem ætti, samkvæmt umræðunni, að endurspeglast í samkeppnishæfum launum sjúkraþjálfara starfandi á Landspítalanum. En er það svo? Napur raunveruleikinn er sá að á Landspítalanum, flaggskipi íslenskrar heilbrigðisþjónustu, háskólasjúkrahúsi landsins, starfa sjúkraþjálfarar eftir daprasta samningi sjúkraþjálfara og svo hefur verið um árabil. Samkeppnin er fólgin í því að ungir og upprennandi sjúkraþjálfarar koma inn með áhuga og eldmóði, fá nokkra launaseðla og svolitla starfsreynslu og hverfa svo á braut. Öflugur hópur reyndra sjúkraþjálfara með mikla sérhæfingu halda starfsemi endurhæfingar uppi á launum sem eru skammarleg. Starfsaldur þeirra er orðinn hár og innan fárra ára fara þeir fyrstu að fara á eftirlaun. Hverjir fást til að taka við þekkingu þeirra og reynslu? Samkeppni hefur ekki verið töfralausn að bættum kjörum sjúkraþjálfara á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt um möguleika þess að auka samkeppni í heilbrigðisþjónustu í þeim tilgangi að þrýsta á um samkeppnishæf laun til handa háskólamenntuðum starfsstéttum á Landspítalanum. Sjúkraþjálfarar eru ein þeirra stétta sem starfa á Landspítalanum. Störf þeirra fara ekki hátt en eru mikilvægur hlekkur í langri keðju verka sem þarf að vinna svo árangur náist af meðferð sjúklinga. Störf sjúkraþjálfara á bráðasjúkrahúsi krefjast mikillar sérhæfingar. Rétt um 15% sjúkraþjálfara landsins starfa á Landspítalanum. Sjúkraþjálfarar hafa allt frá árinu 1973 haft verktakasamning við Sjúkratryggingar Íslands auk þess sem stór hluti starfar á öldrunarheimilum, hjá íþróttafélögum, stoðtækjafyrirtækjum og víðar. Þar með er veruleg samkeppni um starfskrafta sjúkraþjálfara sem ætti, samkvæmt umræðunni, að endurspeglast í samkeppnishæfum launum sjúkraþjálfara starfandi á Landspítalanum. En er það svo? Napur raunveruleikinn er sá að á Landspítalanum, flaggskipi íslenskrar heilbrigðisþjónustu, háskólasjúkrahúsi landsins, starfa sjúkraþjálfarar eftir daprasta samningi sjúkraþjálfara og svo hefur verið um árabil. Samkeppnin er fólgin í því að ungir og upprennandi sjúkraþjálfarar koma inn með áhuga og eldmóði, fá nokkra launaseðla og svolitla starfsreynslu og hverfa svo á braut. Öflugur hópur reyndra sjúkraþjálfara með mikla sérhæfingu halda starfsemi endurhæfingar uppi á launum sem eru skammarleg. Starfsaldur þeirra er orðinn hár og innan fárra ára fara þeir fyrstu að fara á eftirlaun. Hverjir fást til að taka við þekkingu þeirra og reynslu? Samkeppni hefur ekki verið töfralausn að bættum kjörum sjúkraþjálfara á Landspítalanum.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun