Erlent

Bóluefni gegn ebólu nær algjör vörn gegn sjúkdómnum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ebólusmitað barn í fangi móður sinnar í Monróvíu, höfuðborg Líberíu.
Ebólusmitað barn í fangi móður sinnar í Monróvíu, höfuðborg Líberíu. vísir/getty
Bóluefni við ebólu veirunni hefur gefið góða raun og gæti gjörbreytt því hvernig barist er gegn útbreiðslu sjúkdómsins. Fyrstu tilraunir benda til þess að algjör vörn gæti náðst. Frá þessu er greint á vef BBC.

Þegar faraldur braust út í Gíneu í desember 2013 voru engin lyf eða mótefni til til að berjast gegn sjúkdómnum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur sagt að niðurstöðurnar núna gætu gjörbreytt stöðunni gagnvart sjúkdómnum.

Bóluefnið blandar saman ebólu veirunni við aðra þekkta veiru og gerir líkamanum þannig kleyft að takast á við ebóluna. Lyfið var prófað í Gíneu. Þegar einstaklingur smitaðist var fólk í kringum hann sprautað með bóluefninu og athugað hvort það myndi einnig smitast. Af þeim 2.014 sem bólusettir voru smituðust aðeins sextán af ebólu.

Þetta eru aðeins niðurstöður fyrstu rannsókna og eiga frekari rannsóknir eftir að fara fram.


Tengdar fréttir

Nýtt ebólulyf læknar apa

Nýtt tilraunalyf hefur læknað apa af veirunni og talið er að tilraunir á mönnum muni hefjast síðar á árinu.

Bakslag í baráttunni við ebólu

Fimm ný tilfelli veirunnar gefa til kynna að ebóla kunni að hafa legið í dvala svo mánuðum skipti og geti lifað einkennislaus í hýslum sem smiti enn út frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×