Innlent

Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Vísir/Sveinn
Annar mannanna sem var í vélinni sem fannst í Barkárdal fyrr í kvöld er látinn. Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

„Frá því síðdegis í dag hefur staðið yfir umfangsmikil leit lögreglu, björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar að lítilli flugvél sem hélt frá Akureyri með tveimur mönnum um klukkan 14 áleiðis til Keflavíkur. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann vélina um kl. 20:30 innarlega í Barkárdal við Gíslahnjúk.

Annar aðilinn var þá látinn en hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Ekki eru frekari upplýsingar um ástand þess slasaða. Ekki er unnt að greina frá nöfnum þeirra sem í flugvélinni voru. Rannsókn málsins stendur yfir og því ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um málið að svo komnu,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Leit hafin að lítilli flugvél

Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×