Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal Atli Ísleifsson og Sveinn Arnarsson skrifa 9. ágúst 2015 21:11 Flugvélin sem leitað hefur verið að fannst í Barkárdal inn af Hörgárdal á níunda tímanum í kvöld. Í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöð almannavarna segir að vélin hafi fundist á Tröllaskaga á níunda tímanum í kvöld og segir að verið sé að flytja mennina á sjúkrahús. Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér, en í henni voru tveir menn. Flugvélin fór frá Akureyri klukkan 14:01 og með áætlaða lendingu á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:20. Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar af Norðurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi voru kallaðar út - alls 43 björgunarsveitir. Um klukkan átta voru rúmlega 200 björgunarmenn við leit.Tilkynning frá samhæfingarmiðstöð almannavarna: „Frá því síðdegis í dag hefur staðið yfir umfangsmikil leit lögreglu, björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar að lítilli flugvél sem hélt frá Akureyri með tveimur mönnum um klukkan 14 áleiðis til Keflavíkur. Vélin fannst á Tröllaskaga á níunda tímanum í kvöld. Verið er að flytja mennina á sjúkrahús.“Uppfært 21:44: Samkvæmt heimildum Vísis tók sjúkraflugvél Mýflugs á loft frá Akureyrarflugvelli um 21:30.Uppfært 21:57: Auðunn Kristinsson hjá Landhelgisgæslunni segir að þyrla hafi sótt mennina á slysstað og svo hafi flugvél flutt þá til Reykjavíkur. Auðunn sagðist ekki geta staðfest á þessari stundu að báðir menn væru í vélinni.Uppfært 23:21: Björgunarsveitir verða með mannaða vakt þar sem þeir halda Barkárdalnum lokuðum fyrir allri umferð.Barkárdalur. Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Leit hafin að lítilli flugvél Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni. 9. ágúst 2015 18:36 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Flugvélin sem leitað hefur verið að fannst í Barkárdal inn af Hörgárdal á níunda tímanum í kvöld. Í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöð almannavarna segir að vélin hafi fundist á Tröllaskaga á níunda tímanum í kvöld og segir að verið sé að flytja mennina á sjúkrahús. Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér, en í henni voru tveir menn. Flugvélin fór frá Akureyri klukkan 14:01 og með áætlaða lendingu á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:20. Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar af Norðurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi voru kallaðar út - alls 43 björgunarsveitir. Um klukkan átta voru rúmlega 200 björgunarmenn við leit.Tilkynning frá samhæfingarmiðstöð almannavarna: „Frá því síðdegis í dag hefur staðið yfir umfangsmikil leit lögreglu, björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar að lítilli flugvél sem hélt frá Akureyri með tveimur mönnum um klukkan 14 áleiðis til Keflavíkur. Vélin fannst á Tröllaskaga á níunda tímanum í kvöld. Verið er að flytja mennina á sjúkrahús.“Uppfært 21:44: Samkvæmt heimildum Vísis tók sjúkraflugvél Mýflugs á loft frá Akureyrarflugvelli um 21:30.Uppfært 21:57: Auðunn Kristinsson hjá Landhelgisgæslunni segir að þyrla hafi sótt mennina á slysstað og svo hafi flugvél flutt þá til Reykjavíkur. Auðunn sagðist ekki geta staðfest á þessari stundu að báðir menn væru í vélinni.Uppfært 23:21: Björgunarsveitir verða með mannaða vakt þar sem þeir halda Barkárdalnum lokuðum fyrir allri umferð.Barkárdalur.
Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Leit hafin að lítilli flugvél Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni. 9. ágúst 2015 18:36 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Leit hafin að lítilli flugvél Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni. 9. ágúst 2015 18:36
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði