Innlent

Það vantar hinsegin fólk í kirkjuna

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Hrafnhildur Eyþórsdóttir
Hrafnhildur Eyþórsdóttir Vísir/Ernir
Hrafnhildur Eyþórsdóttir verður vígður djákni í september.

Er hinsegin fólk nægilega sýnilegt innan kirkjunnar?



„Nei, í rauninni ekki. Það vantar að mínu mati fleiri hinsegin starfsmenn innan hennar til að fólk átti sig á því að það eru allir jafnir innan kirkjunnar.“

Hún segir mikilvægt að kirkjan sýni það í starfsumhverfi sínu að innan hennar séu allir jafnir.

„Ekki það að hinsegin fólk eigi eitthvað að skera sig úr heldur þarf almenningur að vita að innan raða kirkjunnar eru líka samkynhneigðir eins og í öllu þjóðfélaginu.“

Hrafnhildur segist engum fordómum hafa mætt í sínum kynnum af kirkjunni. „Ég held að það sem skiptir mestu sé að vera heiðarlegur gagnvart því hver maður er. Það er það sem ég held að fòlk kunni að meta.“

En hvað er hægt að gera til þess að gera hinsegin fólki hærra undir höfði innan kirkjunnar? „Bara vera sýnileg og bjóða alla velkomna í hana eins og mér finnst kirkjan raunar vera að gera.“

Hún segir stórt skref hafa verið stigið þegar hjónaband samkynhneigðra var samþykkt. „Það hefur verið einna mikilvægasta skrefið sem kirkjan hefur stigið í réttindabaráttunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×