Hvað myndi gerast ef kjarnorkusprengju yrði varpað á Ísland? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2015 17:15 Stór hluti stjórnkerfis Íslands er staðsettur innan þessa svæðis. Nukemap Í dag eru 70 ár liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna og bandamanna á Hiroshima í Japan. Ef sambærileg sprengja myndi springa yfir Þingholtunum myndu langflestar byggingar í miðborg Reykjavíkur verða jafnaðar við jörðu. Harpan, Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja, Alþingishúsið. Allt myndi þetta fara og meira til. Allir þeir sem staðsettir væru á þessu svæði myndu deyja eða slasast alvarlega, nánast samstundis vegna sprengjunnar. Með hjálp vefforritsins Nukemap, sem sagnfræðingurinn Alex Wellerstein útbjó árið 2012 til þess að almenningur gæti betur áttað sig á krafti kjarnorkuvopna, hefur Vísir tekið saman hvaða áhrif sambærileg kjarnorkusprengja og varpað var á Hiroshima myndi hafa ef henni væri varpað á helstu þéttbýliskjarna Íslands. Þann 6. ágúst 1945 hóf Enola Gay, B-29 flugvél bandaríska hersins, sig á loft með kjarnorkusprengju innanborðs. Nokkrum tímum síðar höfðu 80.000 íbúar látið lífið í sprengingunni sem gjöreyðilagði um 70% af byggingum Hiroshima. Þegar allt er talið saman er talið að um 220.000 manns hafi týnt lífi vegna kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima. Eftir að hafa orðið vitni að gjöreyðileggingu af völdum kjarnorkusprengjunnar hefur mannkynið sem betur fer ekki séð slíkar sprengjur notaðar til árása, þrátt fyrir að þróun á þeim hafi haldið áfram. AkureyriNukemapNánast ekkert yrði eftir af Akureyri ef sprengjunni yrði varpað yfir miðbænum. Aðeins íbúar í Síðuhverfinu myndu sleppa í fyrstu vegna sprengingarinnar þó spurning sé hvort að fjallendi í nágrenni myndu magna upp áhrif sprengingarinnar. Góðu fréttirnar er þó þær að flugvöllurinn ætti að sleppa þannig að hægt væri að fljúga með slasaða í burtu.HöfuðborgarsvæðiðNukemapKjarnorkusprengjan sem sprengd var yfir Hiroshima telst þó vera agnarsmá í dag. En ef svokölluð Trident sprengja sem er í kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjahers yrði sprengd yfir höfuðborgarsvæðinu myndi ekkert sveitarfélag innan þess sleppa. Sú sprengja er 30 sinnum stærri en Hiroshima-sprengjan.SuðvesturhorniðNukemapJafnvel hún telst þó lítil í samanburði við stærstu kjarnorkusprengju sem sprengd hefur verið. Hún nefndist Tzar-Bomba eða Keisarasprengjan og var sprengt í tilraunaskyni. Hún var 500 kílótonn og myndi hreinlega þurrka út Suðvesturhorn landsins eins og það leggur sig, allt frá Borgarnesi að Hellu. Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb Hiroshima og Nagasaki verða á Tjörninni í Reykjavík í kvöld auk þess sem að sambærileg kertafleyting verður við tjörnina í Innbænum á Akureyri. Athafnirnar hefjast kl. 22.30. Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Í dag eru 70 ár liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna og bandamanna á Hiroshima í Japan. Ef sambærileg sprengja myndi springa yfir Þingholtunum myndu langflestar byggingar í miðborg Reykjavíkur verða jafnaðar við jörðu. Harpan, Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja, Alþingishúsið. Allt myndi þetta fara og meira til. Allir þeir sem staðsettir væru á þessu svæði myndu deyja eða slasast alvarlega, nánast samstundis vegna sprengjunnar. Með hjálp vefforritsins Nukemap, sem sagnfræðingurinn Alex Wellerstein útbjó árið 2012 til þess að almenningur gæti betur áttað sig á krafti kjarnorkuvopna, hefur Vísir tekið saman hvaða áhrif sambærileg kjarnorkusprengja og varpað var á Hiroshima myndi hafa ef henni væri varpað á helstu þéttbýliskjarna Íslands. Þann 6. ágúst 1945 hóf Enola Gay, B-29 flugvél bandaríska hersins, sig á loft með kjarnorkusprengju innanborðs. Nokkrum tímum síðar höfðu 80.000 íbúar látið lífið í sprengingunni sem gjöreyðilagði um 70% af byggingum Hiroshima. Þegar allt er talið saman er talið að um 220.000 manns hafi týnt lífi vegna kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima. Eftir að hafa orðið vitni að gjöreyðileggingu af völdum kjarnorkusprengjunnar hefur mannkynið sem betur fer ekki séð slíkar sprengjur notaðar til árása, þrátt fyrir að þróun á þeim hafi haldið áfram. AkureyriNukemapNánast ekkert yrði eftir af Akureyri ef sprengjunni yrði varpað yfir miðbænum. Aðeins íbúar í Síðuhverfinu myndu sleppa í fyrstu vegna sprengingarinnar þó spurning sé hvort að fjallendi í nágrenni myndu magna upp áhrif sprengingarinnar. Góðu fréttirnar er þó þær að flugvöllurinn ætti að sleppa þannig að hægt væri að fljúga með slasaða í burtu.HöfuðborgarsvæðiðNukemapKjarnorkusprengjan sem sprengd var yfir Hiroshima telst þó vera agnarsmá í dag. En ef svokölluð Trident sprengja sem er í kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjahers yrði sprengd yfir höfuðborgarsvæðinu myndi ekkert sveitarfélag innan þess sleppa. Sú sprengja er 30 sinnum stærri en Hiroshima-sprengjan.SuðvesturhorniðNukemapJafnvel hún telst þó lítil í samanburði við stærstu kjarnorkusprengju sem sprengd hefur verið. Hún nefndist Tzar-Bomba eða Keisarasprengjan og var sprengt í tilraunaskyni. Hún var 500 kílótonn og myndi hreinlega þurrka út Suðvesturhorn landsins eins og það leggur sig, allt frá Borgarnesi að Hellu. Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb Hiroshima og Nagasaki verða á Tjörninni í Reykjavík í kvöld auk þess sem að sambærileg kertafleyting verður við tjörnina í Innbænum á Akureyri. Athafnirnar hefjast kl. 22.30.
Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira