Heimavallarsigur í fimmgangi á HM í Herning Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 5. ágúst 2015 20:13 Hér má sjá Reyni Örn á hestinum Greifa. Vísir/Jón Björnsson Dramatíkin heldur áfram á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku. Spennandi keppni fimmgangi lauk í dag. Það er hin danska Julie Christiansen á Hug frá Flugumýri II, sem stendur efst fyrir úrslitin á sunnudag. Julie er núverandi heimsmeistari í slaktaumatölti. Hún þurfti að grípa til varahests þar sem keppnishestur hennar forfallaðist á síðastu stundu, en það kom greinilega ekki að sök. Fulltrúi íslands, Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla 1, átti jafna og góða sýningu. Hann lenti í 2. til 3. sæti með einkunnina 7,03 rétt eins og Jessica Rydin frá Svíþjóð.Hugur frá Flugumýri II er sannarlega flottur hestur.Vísir/Jón BjörnssonEyjólfur Þorsteinsson á hesti sínum Oliver frá Kvistum slapp naumlega inn í B-úrslit með einkunnina 6,40 í 10. til 12. Eyjólfu lenti í vandræðum með niðurtöku á skeiði og var það honum dýrt, en Óíiver og Eyjólfur standa efstir á heimslistanum í dag. Það verða því sjö knapar sem berjast um sæti í A-úrslitum í fimmgangi á þessu móti í stað fimm eins og venjan er. Eyjólfur á því enn möguleika að komast í A-úrslitin. Ungmennið Gústaf Ásgeir Hinriksson á Geisla frá Svanavatni átti ágæta sýningu en smá feill í fyrri skeiðspretti hefur sennilega kostað hann einhverjar kommur. Hann á því vonandi inni fyrir úrslitin í ungmennaflokknum. Fyrir sýningu sína í dag hlaut Gústaf 6,43 og er fjórði.Einbeittur Eyjólfur Þorsteinsson og Óliver.Vísir/Jón BjörnssonMikill viðsnúningur var í veðurfarinu hér í Herning frá í gær. Rigningu á þessu móti er lokið að sögn mótshaldara, sól og blíða það sem eftir er af mótinu. Mikið hefur fjölgað á mótsvæðinu í dag. Greinilegt er að mikið af íslendingum hafa bæst við og von á fleirum á morgun og fram að helgi. Fyrir áhugasama er bara að skella sér í flug og mæta á svæðið. Dómar kynbótahrossa, sem frestað var í gær stendur yfir og klárast í kvöld. Yfirlitssýning kynbótahrossa fer svo fram á morgun. A-úrslit á sunnudag 1. Julie Christiansen [DK] - Hugur frá Flugumýri II - 7,10 2. Reynir Örn Pálmason [IS] - Greifi frá Holtsmúla 1 - 7,03 2. Jessica Rydin [SE] - Jórik från Lönneberga [] 7,03 4. Magnús Skúlason [WC] [SE] - Hraunar frá Efri-Rauðalæk - 7,00 5. Rasmus Møller Jensen [DK] - Farsæll vom Hrafnsholt - 6,80 B- úrslit á laugardag 6. Mara Daniella Staubli [CH] - Hlébarði frá Ketilsstöðum - 6,60 7. Hans-Christian Løwe [DK] - Eldjárn fra Vivildgård - 6,57 8. Johannes Hoyos [AT] - Hrafn vom Schloßberg - 6,53 9. Steffi Svendsen [DK] - Ljóni frá Ketilsstöðum - 6,47 10 - 12. Eyjólfur Þorsteinsson [IS] - Oliver frá Kvistum – 6,40 10 - 12. Piet Hoyos [AT] - Glymur frá Flekkudal - 6,40 10 - 12. Chrissy Seipolt [US] - Dreki vom Wotanshof – 6,40 Ungmennaflokkur úrslit 1. Marvin Heinze [DE] - Myrkvi vom Quillerhof - 6,87 2. Kristian Tofte Ambo [DK] - Tónn frá Ólafsbergi - 6,77 3. Lara Balz [CH] - Trú från Sundäng - 6,50 4. Gústaf Ásgeir Hinriksson [IS] - Geisli frá Svanavatni - 6,43 5. Ingrid Marie Larsen [NO] - Dimmey fra Jakobsgården - 6,33 6. Sasha Sommer [DK] - Snar frá Kjartansstöðum - 6,33Hér má sjá öll úrslit mótsins.Fljúgandi skeið hjá Gústaf og Geisla.Vísir/Jón Björnsson. Hestar Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Dramatíkin heldur áfram á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku. Spennandi keppni fimmgangi lauk í dag. Það er hin danska Julie Christiansen á Hug frá Flugumýri II, sem stendur efst fyrir úrslitin á sunnudag. Julie er núverandi heimsmeistari í slaktaumatölti. Hún þurfti að grípa til varahests þar sem keppnishestur hennar forfallaðist á síðastu stundu, en það kom greinilega ekki að sök. Fulltrúi íslands, Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla 1, átti jafna og góða sýningu. Hann lenti í 2. til 3. sæti með einkunnina 7,03 rétt eins og Jessica Rydin frá Svíþjóð.Hugur frá Flugumýri II er sannarlega flottur hestur.Vísir/Jón BjörnssonEyjólfur Þorsteinsson á hesti sínum Oliver frá Kvistum slapp naumlega inn í B-úrslit með einkunnina 6,40 í 10. til 12. Eyjólfu lenti í vandræðum með niðurtöku á skeiði og var það honum dýrt, en Óíiver og Eyjólfur standa efstir á heimslistanum í dag. Það verða því sjö knapar sem berjast um sæti í A-úrslitum í fimmgangi á þessu móti í stað fimm eins og venjan er. Eyjólfur á því enn möguleika að komast í A-úrslitin. Ungmennið Gústaf Ásgeir Hinriksson á Geisla frá Svanavatni átti ágæta sýningu en smá feill í fyrri skeiðspretti hefur sennilega kostað hann einhverjar kommur. Hann á því vonandi inni fyrir úrslitin í ungmennaflokknum. Fyrir sýningu sína í dag hlaut Gústaf 6,43 og er fjórði.Einbeittur Eyjólfur Þorsteinsson og Óliver.Vísir/Jón BjörnssonMikill viðsnúningur var í veðurfarinu hér í Herning frá í gær. Rigningu á þessu móti er lokið að sögn mótshaldara, sól og blíða það sem eftir er af mótinu. Mikið hefur fjölgað á mótsvæðinu í dag. Greinilegt er að mikið af íslendingum hafa bæst við og von á fleirum á morgun og fram að helgi. Fyrir áhugasama er bara að skella sér í flug og mæta á svæðið. Dómar kynbótahrossa, sem frestað var í gær stendur yfir og klárast í kvöld. Yfirlitssýning kynbótahrossa fer svo fram á morgun. A-úrslit á sunnudag 1. Julie Christiansen [DK] - Hugur frá Flugumýri II - 7,10 2. Reynir Örn Pálmason [IS] - Greifi frá Holtsmúla 1 - 7,03 2. Jessica Rydin [SE] - Jórik från Lönneberga [] 7,03 4. Magnús Skúlason [WC] [SE] - Hraunar frá Efri-Rauðalæk - 7,00 5. Rasmus Møller Jensen [DK] - Farsæll vom Hrafnsholt - 6,80 B- úrslit á laugardag 6. Mara Daniella Staubli [CH] - Hlébarði frá Ketilsstöðum - 6,60 7. Hans-Christian Løwe [DK] - Eldjárn fra Vivildgård - 6,57 8. Johannes Hoyos [AT] - Hrafn vom Schloßberg - 6,53 9. Steffi Svendsen [DK] - Ljóni frá Ketilsstöðum - 6,47 10 - 12. Eyjólfur Þorsteinsson [IS] - Oliver frá Kvistum – 6,40 10 - 12. Piet Hoyos [AT] - Glymur frá Flekkudal - 6,40 10 - 12. Chrissy Seipolt [US] - Dreki vom Wotanshof – 6,40 Ungmennaflokkur úrslit 1. Marvin Heinze [DE] - Myrkvi vom Quillerhof - 6,87 2. Kristian Tofte Ambo [DK] - Tónn frá Ólafsbergi - 6,77 3. Lara Balz [CH] - Trú från Sundäng - 6,50 4. Gústaf Ásgeir Hinriksson [IS] - Geisli frá Svanavatni - 6,43 5. Ingrid Marie Larsen [NO] - Dimmey fra Jakobsgården - 6,33 6. Sasha Sommer [DK] - Snar frá Kjartansstöðum - 6,33Hér má sjá öll úrslit mótsins.Fljúgandi skeið hjá Gústaf og Geisla.Vísir/Jón Björnsson.
Hestar Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira