Fiskidagurinn mikli fær hlýjar kveðjur frá nígerískum góðvinum hátíðarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 5. ágúst 2015 16:14 Frá Fiskideginum mikla í fyrra. Vísir/Auðunn Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík hefst á föstudag og stendur mikið til þar á bæ líkt og áður. Þessi hátíð er haldin ár hvert helgina eftir verslunarmannahelgi og streyma þangað mörg þúsund manns en þekktastur er sá siður Dalvíkinga að bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Nýverið var borið í hús kynningarblað fyrir Fiskidaginn mikla en þar eru að finna kveðjur frá nígerískum fyrirtækjum sem eru í miklum viðskiptum við Sölku – Fiskmiðlun hf. Fyrirtækið var stofnað á Dalvík árið 1987 og sérhæfir sig í útflutningi á þurrkuðum fiskafurðum á Nígeríumarkað. „Þeir eru sérlegir styrktaraðilar fiskidagsins mikla, þessir höfðingjar“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku – Fiskmiðlunar hf., um þessar hlýju kveðjur sem berast frá forsvarsmönnum þessara nígerísku fyrirtækja.Kveðjurnar sem forsvarsmenn nígerísku fyrirtækjanna senda í tilefni af Fiskideginum mikla en þær birtust í kynningarblaði fyrir hátíðina.Vísir/Fiskidagurinn mikliTil að mynda sendir Fish Way Limited bestu kveðjur til allra framleiðenda á þurrkuðum afurðum og óskar Sölku - Fiskmiðlun hf. langra lífdaga í viðskiptum. Izunna Onwadike sendir sínar hlýjustu kveðjur til íbúa Dalvíkur og gesta Fiskidagsins mikla í ár. Herra Forster Chinkata hjá First Olive Co. Ltd. í Lagos í Nígeríu sendir einnig hlýjar kveðjur og minnir á að fiskurinn sé líf Íslendinga sem og þeirra í Nígeríu. Þá sendir einnig stjórn og starfsfólk fyrirtækisins G.N.IHEAKU hlýjar kveðjur til Sölku – Fiskmiðlun hf., skipuleggjendum Fiskidagsins mikla, íslenskum sjómönnum, fiskverkendum og útflutningsaðilum vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík. „Eina tungumálið sem við tölum og skiljum í okkar fyrirtæki er FISKUR. Þegar við heyrum það orð, færir það okkur hlýju og þess vegna höfum við alltaf viljað tengjast Fiskideginum mikla, og erum mjög ánægð með að geta gert það einnig í ár,“ segir í kveðjunni. „Þeir hafa flestir komið á Fiskidaginn,“ segir Katrín en Fiskidagurinn mikli hefur verið haldinn í fimmtán ár og segir Katrín gesti frá Nígeríu sækja hátíðina á hverju ári. „Þeir eru sérstakir góðvinir Fiskidagsins mikla. Kaupa auglýsingar í blaðið og styrkja hann þannig. Svo gefum við hjá Sölku – Fiskmiðlun ásamt þeim harðfisk allan laugardaginn sem smakk á Fiskideginum mikla,“ segir Katrín. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík hefst á föstudag og stendur mikið til þar á bæ líkt og áður. Þessi hátíð er haldin ár hvert helgina eftir verslunarmannahelgi og streyma þangað mörg þúsund manns en þekktastur er sá siður Dalvíkinga að bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Nýverið var borið í hús kynningarblað fyrir Fiskidaginn mikla en þar eru að finna kveðjur frá nígerískum fyrirtækjum sem eru í miklum viðskiptum við Sölku – Fiskmiðlun hf. Fyrirtækið var stofnað á Dalvík árið 1987 og sérhæfir sig í útflutningi á þurrkuðum fiskafurðum á Nígeríumarkað. „Þeir eru sérlegir styrktaraðilar fiskidagsins mikla, þessir höfðingjar“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku – Fiskmiðlunar hf., um þessar hlýju kveðjur sem berast frá forsvarsmönnum þessara nígerísku fyrirtækja.Kveðjurnar sem forsvarsmenn nígerísku fyrirtækjanna senda í tilefni af Fiskideginum mikla en þær birtust í kynningarblaði fyrir hátíðina.Vísir/Fiskidagurinn mikliTil að mynda sendir Fish Way Limited bestu kveðjur til allra framleiðenda á þurrkuðum afurðum og óskar Sölku - Fiskmiðlun hf. langra lífdaga í viðskiptum. Izunna Onwadike sendir sínar hlýjustu kveðjur til íbúa Dalvíkur og gesta Fiskidagsins mikla í ár. Herra Forster Chinkata hjá First Olive Co. Ltd. í Lagos í Nígeríu sendir einnig hlýjar kveðjur og minnir á að fiskurinn sé líf Íslendinga sem og þeirra í Nígeríu. Þá sendir einnig stjórn og starfsfólk fyrirtækisins G.N.IHEAKU hlýjar kveðjur til Sölku – Fiskmiðlun hf., skipuleggjendum Fiskidagsins mikla, íslenskum sjómönnum, fiskverkendum og útflutningsaðilum vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík. „Eina tungumálið sem við tölum og skiljum í okkar fyrirtæki er FISKUR. Þegar við heyrum það orð, færir það okkur hlýju og þess vegna höfum við alltaf viljað tengjast Fiskideginum mikla, og erum mjög ánægð með að geta gert það einnig í ár,“ segir í kveðjunni. „Þeir hafa flestir komið á Fiskidaginn,“ segir Katrín en Fiskidagurinn mikli hefur verið haldinn í fimmtán ár og segir Katrín gesti frá Nígeríu sækja hátíðina á hverju ári. „Þeir eru sérstakir góðvinir Fiskidagsins mikla. Kaupa auglýsingar í blaðið og styrkja hann þannig. Svo gefum við hjá Sölku – Fiskmiðlun ásamt þeim harðfisk allan laugardaginn sem smakk á Fiskideginum mikla,“ segir Katrín.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira