Sport

Óvíst hvort Brithen haldi áfram sem landsliðsþjálfari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brithen (lengst til hægri) hefur stýrt Íslandi á tveimur heimsmeistaramótum.
Brithen (lengst til hægri) hefur stýrt Íslandi á tveimur heimsmeistaramótum. vísir/stefán
Tim Brithen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í íshokkí, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari HV71, sem leikur í efstu deild í Svíþjóð, heimalandi Brithen.

Ekki er ljóst hvaða áhrif þetta hefur á störf Brithen fyrir ÍHÍ en núverandi samningur hans við Íshokkísambandið gildir fram yfir 2. deild HM í apríl á næsta ári.

„Þetta er líklega stærsta starf sem ég hef fengið á þjálfaraferlin­um hingað til. Ég er mjög ánægður því í þessu felst stórt tækifæri fyrir mig. Félagið er á meðal þeirra stærstu í Svíþjóð,“ sagði Brithen í samtali við mbl.is.

„Við höfum ekki komist að niðurstöðu en erum að vinna í því. Ég get því ekkert sagt til um það á þessari stundu en auðvitað mun þetta nýja starf taka mikinn tíma. Ég þarf í samvinnu við ÍHÍ að finna lausn sem hentar öllum aðilum.“

Ísland endaði í 5. sæti A-riðils 2. deildar á HM sem var haldinn hér á landi í apríl. Það var annað heimsmeistaramót íslenska liðsins undir stjórn Brithen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×