Pólitískt voðaskot í viðskiptaþvingun? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Viðskiptabann Rússa skellur af fullum þunga á Íslendingum. Spjót hafa staðið á utanríkisráðherra sem varið hefur ákvörðun sína með vísan til heildarhagsmuna. Jafnframt hefur hann sagt að nú sé reynt að fá bannið aðlagað, en að ekki komi til greina að Ísland dragi sig út og fari þar með af lista þeirra ríkja sem styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Þessar skýringar ráðherra hljóma vel að því leyti, að mat virðist hafa verið lagt á þá hagsmuni landsins sem í húfi voru í aðdraganda ákvörðunar stjórnvalda um að styðja viðskiptaþvinganir. Vegna alvarleika málsins og í ljósi upplýstrar umræðu er hins vegar nauðsynlegt að fá fram hvernig þessir hagsmunir voru metnir. Hvaða hagsmunir lágu til grundvallar stuðningi? Hvaða hagsmunir studdu það að Ísland stæði utan við þvinganirnar? Og ekki síst, með því að vega og meta þessa andstæðu hagsmuni, hvernig var ákvörðun tekin? Utanríkisráðherra ber þannig að upplýsa um hvaða gögn og upplýsingar lágu til grundvallar þeirri afdrifaríku ákvörðun að telja forsvaranlegt og rétt að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Pistlahöfundi kann auðvitað að skjátlast, en í fljótu bragði er því miður erfitt að sjá hvaða hagsmunir lögðust svo þungt á vogarskálar að talið var affarasælast að styðja viðskiptaþvinganir fremur en að standa utan við þær. Almennar yfirlýsingar, um að það sé óhjákvæmilegt að styðja jafn viðurhlutamiklar aðgerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart öðru ríki ef Ísland ætli að vera þátttakandi í alþjóðasamfélaginu, eru fráleitar. Um hverjar þær ákvarðanir sem teknar eru á alþjóðavettvangi hafa fullvalda ríki rétt á, og verða raunar í öllum tilvikum, að taka ákvarðanir út frá eigin hagsmunum. Sé meiriháttar fjárhagslegt tjón fyrirsjáanlegt fyrir einstakt ríki, mun það að sjálfsögðu ekki horfa fram hjá því fyrir óljósa hagsmuni heildarinnar. Þá geta fullvalda ríki einnig tekið þá afstöðu að með viðskiptaþvingunum muni ekki nást sett markmið, líkt og oft vill því miður verða, og ákveða þar með að standa utan við þær. Íslendingar voru ekki nauðbeygðir til að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum og örðugt er að sjá hvaða hagsmunir lágu til grundvallar ákvörðun Íslands um að styðja þær. Þó sannanlega ríði á að takmarka tjón íslensks efnahagslífs vegna ákvörðunar ráðherrans, er ekki síður mikilvægt að bregðast við pólitísku voðaskoti sama aðila ef hann getur ekki veitt gleggri upplýsingar um forsendur hinnar afdrifaríku ákvörðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Viðskiptabann Rússa skellur af fullum þunga á Íslendingum. Spjót hafa staðið á utanríkisráðherra sem varið hefur ákvörðun sína með vísan til heildarhagsmuna. Jafnframt hefur hann sagt að nú sé reynt að fá bannið aðlagað, en að ekki komi til greina að Ísland dragi sig út og fari þar með af lista þeirra ríkja sem styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Þessar skýringar ráðherra hljóma vel að því leyti, að mat virðist hafa verið lagt á þá hagsmuni landsins sem í húfi voru í aðdraganda ákvörðunar stjórnvalda um að styðja viðskiptaþvinganir. Vegna alvarleika málsins og í ljósi upplýstrar umræðu er hins vegar nauðsynlegt að fá fram hvernig þessir hagsmunir voru metnir. Hvaða hagsmunir lágu til grundvallar stuðningi? Hvaða hagsmunir studdu það að Ísland stæði utan við þvinganirnar? Og ekki síst, með því að vega og meta þessa andstæðu hagsmuni, hvernig var ákvörðun tekin? Utanríkisráðherra ber þannig að upplýsa um hvaða gögn og upplýsingar lágu til grundvallar þeirri afdrifaríku ákvörðun að telja forsvaranlegt og rétt að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Pistlahöfundi kann auðvitað að skjátlast, en í fljótu bragði er því miður erfitt að sjá hvaða hagsmunir lögðust svo þungt á vogarskálar að talið var affarasælast að styðja viðskiptaþvinganir fremur en að standa utan við þær. Almennar yfirlýsingar, um að það sé óhjákvæmilegt að styðja jafn viðurhlutamiklar aðgerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart öðru ríki ef Ísland ætli að vera þátttakandi í alþjóðasamfélaginu, eru fráleitar. Um hverjar þær ákvarðanir sem teknar eru á alþjóðavettvangi hafa fullvalda ríki rétt á, og verða raunar í öllum tilvikum, að taka ákvarðanir út frá eigin hagsmunum. Sé meiriháttar fjárhagslegt tjón fyrirsjáanlegt fyrir einstakt ríki, mun það að sjálfsögðu ekki horfa fram hjá því fyrir óljósa hagsmuni heildarinnar. Þá geta fullvalda ríki einnig tekið þá afstöðu að með viðskiptaþvingunum muni ekki nást sett markmið, líkt og oft vill því miður verða, og ákveða þar með að standa utan við þær. Íslendingar voru ekki nauðbeygðir til að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum og örðugt er að sjá hvaða hagsmunir lágu til grundvallar ákvörðun Íslands um að styðja þær. Þó sannanlega ríði á að takmarka tjón íslensks efnahagslífs vegna ákvörðunar ráðherrans, er ekki síður mikilvægt að bregðast við pólitísku voðaskoti sama aðila ef hann getur ekki veitt gleggri upplýsingar um forsendur hinnar afdrifaríku ákvörðunar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun