Sport

Tindur á toppnum á Íslandsmeistaramótinu í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum eru þau Ingvar Ómarsson og Björk Kristjánsdóttir.
Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum eru þau Ingvar Ómarsson og Björk Kristjánsdóttir. Mynd/Tindur hjólreiðafélag
Hjólreiðafélagið Tindur sópaði til sína verðlaunum á Íslandsmeistaramótinu í fjallahjólreiðum sem fór fram í dag.

Íslandsmeistaramótið var haldið á Sómabrautinni í Vífilstaðahlíð og tóku keppendur vel á því í rigningunni.

Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum eru þau Ingvar Ómarsson og Björk Kristjánsdóttir.

Ingvar kom fyrstur í mark í A-flokki karla en í öðru sæti varð Bjarki Bjarnason og því þriðja Óskar Ómarsson. Þeir koma allir úr Tindi hjólreiðafélagi. Björk vann A-flokk kvenna þar sem Þóra Katrín Gunnarsdóttir varð í öðru sæti em báðar koma þær úr Tindi hjólreiðafélagi.

María Ögn Guðmundsdóttir datt í brautinni og náði ekki að klára keppnina.  Kristín Edda Sveinsdóttir úr HFR vann unglingaflokk en hún var ennfremur önnur kona í mark.

Í unglingaflokki drengja kom Gústaf Darrason úr Tindi fyrstur í mark en Sæmundur Guðmundsson úr HFR varð annar og Heiðar Snær Rögnvaldsson endaði í þriðja sæti.

Í B-flokki plús vann Helgi Berg Friðþjófsson úr HFR, annar varð Daníel Magnússon úr HFR og þriðji Gunnar Svanbergsson úr Tind.

 

Í B-flokki karla var Víglundur Helgason úr Bjarti fyrstur, Maurice  Zschirp úr Tind í öðru sæti og Jón Gunnar Kristinsson HFR í því þriðja. Í B flokki kvenna vann Gunnhildur I. Georgsdóttir úr HFR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×